Hosted by Putfile.com





Athyglisverður þessi blessaði heimur. Þetta er nefnilega allt spurning um viðhorf til lífsins. Viðhorf til sjálfrar sín og viðhorf til allra hinna. Já horfa vel, eða viðhorfa þá vel. Eða eitthvað. Þeir sem þekkja mömmu smá vita að hún gerir soldið af því að koma með viskupunkta til mín, held þetta sé svona seinasta séns uppeldisráð. En það er auðvitað ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Já eða þá gamalli tík þessþáheldur. En vinir mínir kannast nú allir við "gera eitthvað gáfulegt" kommentið sem er eitthvað það mest pirrandi í heimi þear mann langar bara að sitja já eða liggja og gera ekkert, síst af öllu eitthvað gáfulegt. Mamma er mjög dugleg við að demba því á mig svona í þynnku eða eitthvað. Það lang versta er að þetta er á margra ára tímabili búið að fylla mig samviskubiti, ég líður actually illa ef ég geri ekkert af viti í langan tíma, og get alveg rifið mig niður ef letin nær hámarki. Tek þetta líka út á hinum sem hanga, skamma þá smá til að fá útrás fyrir eigin nagaða sálartetur. Alveg með ólíkindum. Maður getur fengið smá áfall þegar maður sér það sem manni finnst pirrandi við foreldra sína, eða einhverja aðra, koma út hjá manni sjálfum án þess að maður fái neitt við ráðið!!! En samt eru nú mörg ráð frá mömmu sem er heilmikið vit í. Hún til dæmis hefur talað mikið um viðhorf og val. Maður hafi alltaf val, þetta vissi ég löngu áður en ég fór að lesa tilvistarspeki sartre og beauvoir í fyrra.... he he Jú jú maðurinn er dæmdur til að vera til, ekki völdum við heiminn en við verðum að vera í honum og verðum að velja hvað við gerum við líf okkar í honum. Jafnvel þótt við veljum að gera hreint ekki neitt, þá er það samt val. Annars er þetta ekkert sem sartre fann upp á eigin spýtur, aristóteles talar um þetta löngu fyrir krist. En þó segir sartre að maðurinn beri fulla ábyrgð á sér sjálfur og sínum gjörðum. Enda fyllumst við öll angist við að finna fyrir þessari ábyrgð þegar kemur að því að velja. Og við höfum ekkert viðmið, hver á að segja hvað er rétt og rangt, í raun er ekki hægt að dæma um það fyrr en löngu síðar. Þess vegna finnst mér lífið vera einsog skissa eða uppkast, við gerum bara eitthvað og vonum að það virki. En samt ekki, því uppkast er þá skissa að einhverju fullkláruðu verki en lífið er bara það sem það er. Tek það fram að þetta eru ekki pælingar beint frá mér heldur uppúr einni uppáhaldsbókinni minni Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Get lesið hana aftur og aftur og fæ aldrei leið á henni. Milan Kundera er bara snillingur. Fór á bókasafn um daginn og tók allar bækur sem ég fann eftir hann, og þær eru allar snilld. Já já, ég og bókasöfn erum nánir vinir þessa dagana, er með svona þrjátíu bækur heima. Helmingurinn er fyrir ritgerðardæmið mitt, það vex og vex og ég er alltaf að finna eitthvað nýtt sem ég ætla að fjalla um. Held það endi með að ég skrifi bók um þetta en ekki 9 bls. ritgerð. En svo er það hinn helmingurinn sem er stöðugt að trufla mig í lærdómnum því það er svo gaman að lesa eitthvað sem maður þarf ekki að lesa....... Hvað varð um lestrar klúbbinn góða sem við stelpurnar ætluðum að stofna til að sporna við endalausum umræðum um áfengi...... hann gufar upp því það er svo gaman að innbyrða áfengi og vera vitlaus. Ja, að vísu held ég að fleiri en ég séu komnir með upp í kok af þeirri rútínu, enda fátt nýtt sem gerist a þeim slóðum. Aumingja gebbið missti hæl í þriðja skiptið, hvernig er það hægt. Ása varð full þegar hún ætlaði ekki að verða það, slíkt hefur gerst áður..... hver segir nei við bjór þegar hann er góður. Aumingja erla er elt af giftum mönnum....ja eða á hinn vegin eða bara sameiginlegt átak. Lögmálið um endurkomuna miklu á hvergi betur við en á blessuðu fylleríinu. Enda er maður alveg orðin ringlaður eftir margra ára djamm, guð er einhver segir mannstu þarna á sólon um daginn gæti það verið fyrir ári eða mánuði maður hefur ekki séns í að staðsetja það betur í minninu. Já og mér finnst fátt eins neyðarlegt að hitta fólk sem ég veit alveg hver er og jafnvel að ég hitti það á fylleríi en hef ekki grænan guðmund um hvað ég sagði. Til dæmis er einn strákur hér í háskólanum sem ég átti eitthvað saman að snælda við löngu fyrir jól, en það var ekki merkilegra en svo að ég mundi ekki hvað hann hét. Já já, svo var ég alltaf að rekast á hann í skólanum og sagði ekki hæ. Einsog smákrakki. Jæja rakst svo á hann á djamminu og hann hélt tölu um eitthvað, veit ekki hvað og svo rámar mig í að ég talaði mikið veit heldur ekki um hvað. Svona uppákomur vill ég forðast eins og heitan eldinn. Tala nú ekki um að lenda á heitu trúnói með einhverjum vini sínum, þar sem tilfinningum er hellt já jafnvel tárum og svo man fólk ekki hvað málið var. Yfirborðssamskipti einsog þau gerast best. Já þetta er líka partur af því að minns er í áfengispásu. Kominn tími til að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir. Hvað þá gerir. Hundleið á fólki sem gerir bara eitthvað og meinar aldrei baun eða segir allt sem það meinar ekki og gerir ekki það sem það meinar. Vá komin í hringaflækju og vitleysu. Ég er samt ekki að saka alla um að vera falskir eða illa innrættir, það er bara þannig að maður gerir venjulega það sem henntar þá og þegar, já eða gerir það sem manni datt í hug. Meira segja meinar það sem maður gerir þá, þótt maður geri það ekki að endurskoðuðu máli mörgum vikum síðar. Hvað er svo meira virði það sem maður hugsar eða það sem maður segir? Eða frekar það sem maður gerir svo við hugsanir og orð? Mér hefur fundist orð vera frekar lítils virði eftir allt saman, því það er eitthvað sem flæðir útúr fólki og í raun bara eitthvað sem henntar þá og þegar eða vanhugsað flæði. Ég treysti þeim ekki, en reyndar er ég mótsögn við sjálfa mig því ég treysti heldur ekki gjörðum því ég trúi að fólk geti fundist eitthvað en ekki framkvæmt af öðrum ástæðum. Er ég farin að bulla? Ég allavega á það til að vera dáldið mikið inni í hausnum á sjálfri mér..... hmmm skr´tið, já en það er oft margt að gerast þar sem fólk í kringum mig veit ekkert af. En er það eitthvað minna satt, eða minna verulegt en ef ég hefði básúnað því um allar trissur. Er maður skildugur til að tilkynna öllum allt sem er í gangi til að fá það viðurkennt sem sannleika. Og þegar ég segi þetta þá kannast ég við, að ef ég vil að fólk trúi mér þá passa ég mig á að segja það upphátt við mörg tilefni til að passa að viðkomandi hugsi eftir á já hún sagði það nú þarna. Því ef ég segði eftir á, en ég hugsaði það þarna líka trúir manni enginn. Og aftur er ég mótsögn við sjálfa mig þegar ég segi að maður getur ekki vitað nema það sem maður upplifir af fólki, það er að segja maður veit ekki nema það sem viðkomandi vill sýna manni. Það er ritskoðaða hlið á tilfinningum fólks. Svona í flestum tilfellum. Svo eru margir sem dunda sér við það að sálgreina aðra og spá og spekúlera út á hvað þetta gangi allt saman. Það er svosem í góðu lagi, ég geri það alveg sjálf, bara meðan fólk gerir sér grein fyrir að það sem þvi dettur í hug er ekki endilega sannleikurinn um fólk. Og er ekki að básúna sínum túlkunum á öðrum út um allt einsog það sé hin eina rétta hlið á málinu. Nú er fólk bara hvað í andsk. er hún að tala um. Og vill endilega setja þessa ræðu mína í beint samhengi við eitthvað ákveðið, en það er það ekkert þetta er bara ein af mínum almennu pælingum um hringavitleysuna sem samskipti fólks er. Vitleysa sem ég get ekki verið án, því ég þrífst oft á samveru. En stundum langar mig að klippa mig út úr samhengi við fólk því þessi endalausu misskilningar og erfiðleikar geta gengið af manni dauðum. Hef haft mínar efasemdir um að fólk geti yfirhöfuð nokkurn tíma skilið út á hvað hvert annað gengur. Get ég nokkurn tíma útskýrt hvað ég er að fara með skoðanir mínar og tilfinningar án þess að fólk dæmi það út frá ósanngjörnum forsendum eða særist því það er ekki í samhengi við þeirra skoðanir eða hlægi því þeim finnst það svo absúrd eða eitthvað annað sem mér dettur ekki í hug. Enda er það líka stærsta vitleysan að fólk þurfi eitthvað að vera sammála mér, hvaða þráhyggja er þetta hjá mér að fólk verði að skilja mig, og verði að vita hvað mér gekk til og af hverju og blalbalba. Þeim er alveg sama, án þess að það sé endilega slæmt eða af neinum leiðindum. Þetta er einfaldlega mitt mál, og þeim líður hvorki betur né verr að vita hvað ég er að hugsa. Undarlegt allt saman þetta fólk. Kanski er líka oft gott að vita ekki alveg hvað fólk er að fara, það getur nú viðhaldið spennunni..... Mundi ég ekki fá leið á fólki ef ég vissi alltaf á hverju ég ætti von? Kanski græðum við ekkert mikið á því að vita hvað aðrir eru að fara..... Ok nóg um það, ég tala bara og tala og fólki er alveg frjálst að lesa ekki. Svo ég bið ykkur vinsamlegast um að skilja ekkert í mér, og ég lofa að skilja ekkert í ykkur.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com