Hosted by Putfile.com





Die Asta og ég án talaðs máls

Við upprifjun á henni nöfnu minni með hjálp gúggl fannst mér að við eigum fleira sameiginlegt. Hún flutti til þýskalands og lék í öllum sínum 70 myndum þar utan þessar fjórar eða eitthvað danskar myndir sem hún tók þátt í. Ég hugsaði með mér að hún hafi örugglega átt erfiða byrjun þar að leika á þýsku. Þangað til ég áttaði mig á að hún lék að sjálfsögðu í þöglum myndum svo hennar stórfenglegi leikur og innlifun hafði ekkert með tungumál að gera. Ég er líka góð í að vera silent bob, tek hana mér til fyrirmyndar í að gera stóra hluti úr því.

Greta Garbo sagði ,,Hún kenndi mér allt sem ég kann" Die Asta er ein fyrsta alþjóðlega kvikmyndastjarnan, langt á undan samtímanum í túlkun sinni á sterkum konum í kvikmyndum. Hananú og þessvegna í sterkri endurkomu með auknum áhuga á kvikmyndasögu.




jeeeeei visit 2/4

Mér bárust nýlega kvartanir að ég bloggaði ekki nóg. Get nú ekki verið sammála því, en reyni að standa undir pressunni með að blogga þó allavega smá ef ég er á netinu yfirhöfuð.

Þau stórtíðindi komu í ljóst í gærkvöldi að nafnið mitt er víst bara hipp og kúl núna. Ég er löngu hætt að þröngva þöll uppá fólk sökum ólýsanlega margra vandræða og rangstöfun. Austa Pöll. Sta Oll stendur td á leigureikningnum mínum. Pósturinn var kreisí því það er engin Sta í blokkinni. Jæja svo Asta kommulaust er gamalt og gott danskt nafn. En ég vissi ekki betur en það væri hálfvegis elliheimilisnafn allavega heyrt margar sögur af barnæskunni þar sem engin á leikskólanum hét einsog ég en í heimsóknum á elliheimilin átti ég þó nokkrar nöfnur.

Nema hvað signe vildi meina að þetta væri einmitt tískunafn núna og það væri allt fullt af litlum ástum í danmörku. Ekki síst væri í tísku að skýra eftir tventís leikonunni Asta Nielsen. Svo ég þakka ömmu minni kærlega fyrir að heita ásta og foreldrum mínum vil ég líka þakka fyrir að bjarga mér á síðstu stundu frá þeim erfiðleikum að heita bara þöll í útlöndum.

Heimsókn 2/4 á morgun. Hlakka svo til!!! Einsog ég er búin að óska tímanum að hverfa með fastforward takkanum þá vildi ég geta síðan fundið stopptakkann svo allt líði í sló mósjón.




the bord is here

Ég sat í sakleysi mínu fyrir framan tölvuna og borðaði smá pasta og las mbl á leiðinni á kaffihús. Tónlist spilaðist í hátölurunum og allt var venjulegt. Það risu hárin í hnakkadrambinu og jafnvel á höndunum þegar yndisfríði skærguli síminn minn byrjaði að hringja hinumegin við mig. Eiginlega sat ég bara lömuð og horfið á hann í vantrúun minni.

Það verður að skjóta því inn að þrátt fyrir mikla viðleitni þá hefur mér ekki tekist að komast að því hvað símanúmerið hjá mér er. Ég veit það endar á 4045 en stafirnir á undan eru mér ráðgáta. Þetta kemur til af langri og leiðinlegri sögu um ráðamenn þessa kollegis sem hafa eitt símanúmer og einn símatíma fyrir fyrirspurnir, nefnilega milli níu og hálf tíu á virkum morgnum. Nema að þó ég hafi hringt á þeim tíma þá fæ ég samt talhóf sem bendir mér á að hringja á þessum tíma, og þó ég leggi inn skilaboð hringir enginn tilbaka. Enginn svara heldur emailum á þeirri skrifstofu þar sem allir vinna eftir lögmálinu "ég er ekki hér til að aðstoða".

Svo eftir augnabliks skelfingu þá auðvitað gríp ég upp símtólið og svara. Á línunni er norskur gæi. Norski gæinn er að leita að einhverri dariu. Augljóslega skakkt númer, nema að ég veit til að á hæðinni býr ein norsk eða sænsk daria og reyni að segja honum það. Í gegnum flókna og misskildar samræður þar sem maðurinn er skelfingu lostin að ég sé íslensk en kemst loks í skiling um að hann hafi þó bara hringt til danmerkur, hann bíður mér til noregs og ég afþakka en innámilli reyni ég mitt besta til að plata hann til að segja mér í hvaða númer hann hafi eiginlega hringt. Ég spyr aftur og aftur, jájá allavega, en hvaða númer ertu að hringja í núna??? geturðu stafað það fyrir mig?? Hann fór alltaf að tala um eitthvað annað en sagði á endanum eitthvað sem ég krotaði niður og þóttist himin höndum hafa tekið, já jeremías ef guð sendi ekki bara fullan norsara að hringja í skakkt númer svo ég loksins gæti fengið fólk til að hringja í heimanúmerið mitt.

Annaðhvort var hann það fullur að hann mundi ekkert í hvaða númer hann hafði hringt, eða að ég er ekki nógu sleip í norsku tölunum því það númer sem hann gaf upp virkar greinilega ekki. Andskotinn. Svo fagurguli síminn er ennþá bara ornament í íbúðinni.

Hinsvegar fór ég ferð tvö í Ikea í dag og keypti fína eldhúsborðið sem ég hafði augastað allt frá því í sumarlok. Og nýtt blóm í gulum blómavasa ofan í hin fögru sólblóm sem ég keypti í fyrradag. Fyrsta kvöld í langan tíma þar sem ég talaði dönsku næstum allan tímann. Töff.




margfalt óvenjulegt

Ég vissi að dagurinn yrði að minnsta kosti eitthvað öðruvísi þegar ég vakna við byljandi og drynjandi regndembu á glugganum mínum. Eftir margra daga sólarblíðu var það challange að fara á fætur og út í bleytuna. Mér til happs fann ég hræódýra regnhlíf í búð sem ég hafði aldrei séð áður á leið í lest&metró í skólann. Auðvitað var svo komin sól þegar skólanum lauk, en allur er varinn góður.

Það er svo sem oft uppá teningnum að fá sér kaffi á ákveðnu kaffihúsi, og oft í félagsskap sigrúnar eða bjarkar og enn síður undarlegt að sjá einhvern sem maður kannast við. Það var þó alveg nýtt að inn kæmi ítalskur kunningi stelpnanna nýkominn úr heimsókn að heiman og með foreldra sína með sér. Sökum stólaleysis spurði hann hvort þau mættu ekki bara öll setjast hjá okkur sem var auðfengið. Það var bráðskemmtilega undarleg aðstaða sem myndaðist þar í ítölsku smalltalk blönduðu ensku, en sigrún ekki ítölskumælandi né foreldrarnir ensumælandi. Öll hin yndælustu þó.

Besta óvænta uppákoma dagsins verður þó án efa endirinn. Ég tók bara vel í uppástungu sigrúnar að skreppa í strætóferð lengst út í fredriksberghallen þar sem við fórum á æsispennandi 1.deildarleik í dönskum kvennahandbolta. Århus á móti fck fredriksberg. Eiginlega fucking fredriksberg því þær unnu en við héldum sem sagt með århus. Þar var líka að finna þá íslensku markyngismey sem sponseraði mætingu okkar. Þær voru hörkuhraðar og ég gat rifjað upp gömul hugtök einsog hægri bakk, fríkast, harpix, línur, skref og margt fleira merkilegt. Svei mér þá ef ég kom sjálfri mér ekki á óvart í að kannast við reglur. Það er þetta heila ár sem ég spilaði handbolta í 6.bekk og var meinilla við bolta allan tímann. Það kom mér mest á óvart hvað þær voru mikil beibí, en í minningunni þá eru 1.deildarliðskonur svo óskaplega miklar konur. Þessar voru bara minni en ég. Svona aldurslega séð.

Og vissuði það að danski kvennaboltinn er einn sá besti í heiminum? Hananú og tilhamingju berglind að spila meððeim. Í pásunni var svo keðjureykt á neðri hæðinni, ca tvo metra frá vellinum sjálfum og seldar pulsur og stórir bjórar í plastglasi. Sigrún var líka góður félagi í að koma með fræðileg innskot frá sjónarhorni handboltaleikmanns þegar ég hváði yfir pípi eða öðrum dómum. Í ofanálag gat ég fengið læknisfræðileg innskot um eðli íþróttameiðsla, svo gott fólk ég er ýmsu nær í dag. Eigum við að ræða slitin krossbönd?




mmmm kanilhnetukrydd

Hvernig er hægt að hlægja ekki þegar maður bíður á rauðu hægt pípandi ljósi og hliðiná manni stendur jarpur japlandi hestur með augnblöðkur og vagn í eftirdragi þar sem á situr kona með pípuhatt og hnarreistur hundur sem greinilega tók virðuleika sinn mjög alvarlega. Mig langaði mikið til að húkka far en hélt mig þó við upphaflegt strætóplan.

Ég styrktist í trúnni að ég hafi eitthvað til indlands að sækja þegar greg pantaði þesslenskan drykk fyrir okkur björk sem er heitur kanilkryddtemjólkurdrykkur sem mig minnir að kallist chai-te þó ekki alveg viss. Mun betra en kaffi sem ég er að reyna að forðast á kvöldin því mig grunar að það gæti stuðlað að almennu svefnleysi sem hrjáir mig oft.

Framlegging á fótósjoppverkunum gekk líka glimrandi, kaus þó að fresta fyrirlestri og hélt mig þarmeð sloppna frá tali en auðvitað áttu svo allir að koma uppað töflu og ræða aðeins um hvað þeir hefðu gert og afhverju. Það er ergilegt að geta ekki komið hinum í skilning um hvað ég veit, en hélt mig við eitthvað nóg einfalt til að koma ekki alveg upp um vanþekkingu mína í málinu. Kannski væri ég bara með hreim einsog norski strákurinn. Þetta var heldur ekki skelfilega kröfuhart, bara að búa til mynd undir formerkjum "uvirklig virklighed.." sem sagt fiffa til mynd og tengja það við fræði. Ég áttaði mig á því að ég hef minnstar áhyggjur af sjálfum verkefnunum. Ég hef bara áhyggjur á að tala.

Ég hef greinilega álíka mikið ofnæmi fyrir dönsku mýflugum og þeim ítölsku. Þó ekki þurft neinar kortísón sprauti í rassinn ennþá enda færri á lífi hér núna en í ágúst á ítalíu. Myndi gefa mikið fyrir eitt stykki ofnæmistöflu samt.




uppsveifla

Dagurinn var uppfullur af litlum hugljómunum. Ekki neinir stórir sannleikar heldur einmitt svo litlir að það var yndislegt. Nýr kaffidrykkur. Andinn við bakka soerne í sól. Breytt afstaða til námsins. Ég held að heimurinn framkallist í annarri upplausn þegar maður er ástfanginn. Pixlunum fjölgar milljónfalt.

Meðan ég lá á bakinu í stórum garði með myntuískaffi mér við hlið, þar sem allstaðar var fólk, að lesa, hlaupa, hjóla, leika við börnin sín eða bara sitja og horfa var ég að lesa námsbók sem fékk mig til að vera meira sammála eigin vali á námi þegar fram og tilbaka var vísað í hina ýmsu höfunda sem ég sjálf valdi að troða inní BAritgerðina mína því mér fannst þeir áhugaverðir. Í þessu tilviki Lacan og pshycoanalysis kenningar notaðar til að móta hugmyndir um hvernig við sköpum okkur sjálfsmynd.

Mér var heitt í framan því sólin skein svo sterkt á hægri hliðina og framkallaði freknur svo ég lagði frá mér bókina og horfði lengi uppí skærgræn lauf á stóra trénu fyrir ofan mig þar sem sólin blikkaði mig í gegnum skrúðið sem var á stöðugri hreyfingu í hlýjum vindi. Ég hló að litlum fugli með rautt nef sem bankaði í trjágreinina með fyndnu hljóði og fattaði að ég hef aldrei séð spætu í akjsón. Og það var einsog að sjá heiminn frá öðru sjónarhorni því sama hversu mikið ég beygði höfuðið aftur þá sá ég bara trjáskrúð allan sjóndeildarhringinn af sama trénu sem þakti himinn fyrir ofan mig. Við það rifjaðist upp álíka tilfinning við að láta sig fljóta í sjónum fyrir utan pescara, sólin skín á andlitið og setja eyrun ofan í vatnið svo öll hljóð dempast og breytast og reyna svo að horfa eins langt aftur fyrir sig og hægt er þangað til upp og niður er horfið og óljóst hvort er sjór og hvort er himinn. Þá er bara augnablik þar sem maður er engin sérstakur annar en maður sjálfur og það er gott. Það er svona augnablik þar sem maður veit hvað það er sem skiptir mann máli í heiminum.

Ég virðist líka hafa innri radar á fólk. Til dæmis þá inn rölti ég um daginn lengri leið úr strætó til að koma við í sjoppu og kaupa hvítvín fyrir matarboð. Þegar ég var að fara yfir götu er skyndilega kallað á mig með nafni, af mjög hissa röddu. Þegar ég lít upp er það vinkona mín sem lengi hefur búið hérna úti en ég hafði ekki enn komið í verk að finna nýja símanúmerið hjá. Hún var furðu lostin að mæta mér á götu í útjaðri österbro, en ennþá meira hissa þegar kom í ljós að ég flutti í næstu götu við hana, en ég vissi ekki betur en að hún byggi úti á amager. Svo nú erum við nágrannar. Já tilviljanirnar.

Ég skil samt ekki hvernig er hægt að vera úti heilan dag í buxum en með berar hendur og bringu og koma heim með mýbit ofarlega á öðru lærinu. Sneaky little bastards. Þær hafa þann mannlega eiginleika að vilja það sem þeim er ekki ætlað að fá.




óviljandi sópleit

Það hefur nú komið í ljós að ég er um það bil hálftíma að bursta, pissa, klæða mig og púðra og hlaupa svo í strætó niður í bæ. Ágæt vitneskja uppá framtíðina, svo kannski var það jafnvel ágætt hjá mér að sofa næstum yfir mig í linsuskoðun. Enginn virðist vilja selja mér linsur nema þeir fái að sanna að mig vanti þær í alvöru, en gamli linsukarlinn var svo indæll að mér finnst einsog ég hafi eignast nýjan vin. Vin sem ég virðist vera skuldbundin í heilt ár ef ég skil reglurnar rétt, en í sannleika sagt skrifaði ég bara undir plagg og fékk fríar prufulinsur. Við eigum svo deit í næstu viku til að ákveða framtíðarplönin.

Þær stórfréttir voru í urban eða metró að B manneskjur hafa hingað til haft fullkomlega rétt fyrir sér þegar þær fullyrða að það sé eitthvað mikið að A fólki sem sprettur upp einsog fjöður við fyrsta hanagal en getur ekki vakað á kvöldin. Sérfræðingar vilja meina að þeir hafi fundið genagalla sem veldur ruglingi í líkamsklukkunni og af því hljótist sá leiði ávani að vakna of snemma. Töff. Það er ekkert að mér.

Sólin skein í dag og gladdi sálina á nokkra klukkutíma labbi með kaffipásum um yndisfagra köben í gegnum nörrebro og einhvern garð meira segja sem ég veit ekki enn hver er. Í sakleysi mínu sat ég með krosslagðar lappir á bekk og nagaði penna þegar aðvífandi kemur risastór þyrla og plantar sér í miðjuna á garðinum á risastórum grasflet þar sem pínulitlir strákar léku fótbolta. Þetta vakti mikla athygli, en svo kom sjúkrabíll hinumegin svo ég hef mestar áhyggjur að einhver hafi slasast eða veikst þannig ég hafði ekki samvisku í að taka mynd af þyrlunni fyrr en hún flaug í burtu.

Ratskyn mitt er innbyggt og órökrétt, en eftir að hafa tölt um random götur og ákveða að beygja hér og þar í fullkominni ágiskun um að það væri í áttina heim kom ég útúr garðinum og endaði fullkomlega á götunni um það bil þrjár stoppistöðvar heima frá mér. En það sem var merkilegt er að beint hinumegin við götuna voru sópar í körfu fyrir utan einhverskonar málningabúð. Einsog innri ratklukkan hafi vísað mér krókótta leið að sópastandi. Að sjálfsögðu hljóp ég yfir götuna milli hraðakandi bíla og fjárfesti í gripnum fyrir heilar 25 krónur. Tölti svo heim með gleðibros einsog lítil nýtískuleg norn með ódýrustu sort af faratæki í hendinni. Mikið getur verið gaman að sópa, ég bara vissi það ekki áður.

Það er endalaust hægt að koma sjálfum sér á óvart í þessari veröld. Hún er líka lítil því á einhverju horni í miðbænum hjólaði framhjá mér drengur sem vakti athygli mina með gríðarstórum heyrnatólum og sérstaklega því að hann hjólaði í lykkjum framhjá mér og sleikti svo fingur og rétti upp einsog til að athuga vindáttina og þarmeð í hvaða átt hann svo beygði. Eftir langan labbitúr mæti ég með sópinn í hendi, svo sama dreng með hund í bandi rétt fyrir utan húsið mitt og hann nikkar einsog ekkert sé eðlilegra.




birta

Ljós eru merkileg fyrirbæri. Ég öfunda einn kunningja hérna úti sem er einmitt ljósahönnuður, eða það er að segja hannar lýsingu fyrir rými. (Og hannaði potta&pönnuseríu fyrir ikea óskaplega falleg og appelsínugul enda keypti ég pönnuna hans) Áhrifin sem lýsing hefur á sálina er örugglega jafn mikil og áhrifin af myndum. Kannski eiga allir sína uppáhalds. Mín er gul kertaljósabirta. Og seinnipartssól, helst bara um sumar, sirka um kvöldmatarleitið í suðurevrópu (þar sem ég hef því miður ekki komið lengra í suður né austur) Hallandi gyllt sólarbirta þar sem koma miklir konstrastar í heiminn og langir skuggar.

Sól er ekki bara sól frekar en kaffi er bara kaffi. Onei.




mánudagur

Ég furða mig á því hvað einvera er mér erfið í fyrsta skipti á ævinni. Sérstaklega í ljósi þess að ég er ekkert mikið ein og ætti þar að auki að vera vön því. En kannski geri ég mér grein fyrir því hvað ég var aldrei neitt ein áður, þrátt fyrir að vera ekki tveir. Furðuleg áhrif að sakna einhvers. Einbeitingin er rokin út í veður og vind. (já meira en venjulega)

Enn furðulegra á bæjarrölti mínu, búin að hafa afsökun til að kaupa rándýrar en spennandi bækur því þær stóðu á bókalista, agndofa yfir fallegum húsum og götum og búðum, sveitt því það er óskaplega rakt þó sólin sé í felum í dag, skyndilega svöng og fyrir algjöra tilviljun dett ég inná pínulítinn stað þar sem ég tala ítölsku við tvo kómíska afgreiðslumenn og fæ mér bruchetta og hlusta á vasco rossi eða eitthvað álíka glymjandi í útvarpinu þeirra og fannst það heimilislegra en margt danskt. En til að fullkomna undarlegheitin þá sátu auðvitað næst tvær íslenskar stelpur við hliðina á mér á öðru kaffihúsi og deildu leyndarmálum og uppákomum helgarinnar sem var sérlega heimilislegt þótt þær hafi ekki vitað að ég lestrarhesturinn væri samlandi.

Afgreiðslustúlkunni fannst ég hinsvegar svo kunnugleg að hún spurði hvort ég væri ekki að vinna á hinu kaffihúsinu sem sami eigandi á. Ég neitaði því en benti henni á að misstökin væru ekki svo fjarri lagi því sú hefði líka verið rauðhærð með slatta af hári, íslensk auk þess að búa með skóhalli sem ég ætlaði einmitt að hitta í kaffi. Lítil þessi veröld.

superbrugsen átti heldur ekki sóp í dag. Hinsvegar fann ég svona minisett með handkústi og fægiskóflu svo ég get bara skriðið um og sópað.




póstur&sími

Tímamót.

Myndir eru klístraðar útum allt og gleðja augað. Ég er allavega hálfnuð að losna við pappakassa úr hornunum. En best af öllu að þegar ég tölti út áðan og kíkti við í póstkassan einsog oft á dag en í þetta skipti lá þar bréf. Sem þýðir að ég formlega á heima hérna fyrst pósturinn sætti sig við límmiðan með nafninu mínu á.

Símkortið sem sagt skilaði sér og nú er hægt að ná í mig í síma +45 61608933. Heimasíminn ótengdur ennþá. Og ef einhvern langar að senda mér póst þá er heimilisfangið

Strynögade 5 2100 Köbenhavn Ö Danmark. Þó með dönskum ö-um auðvitað.

Dýr eru sæt. Skellti nokkrum dýragarðsmyndum inná nýja myndasíðu. Kominn tími á að drífa sig í matarboð með nokkra aukastóla í strætóferð.




ó-sparnaðarlegar sparnaðartilraunir

Gata vikunnar Þegar ég tók uppúr nettópokanum rann upp fyrir mér að ég keypti næstum eingöngu ítalskar vörur. Ég þráði ekkert heitar en brauð með olíu og salti, hráskinku og ferskum mozzarella og tómat. Ó mæ god þetta var svo gott. Pestó, tortelloni, ostar og nefndu það.

Kaupi útlenskari mat í útlöndum en heima. Sömuleiðis rann upp fyrir mér af hverju það var svona dýrt í nettó í dag, enda hlýt ég að hafa grafið upp allt sem er ferskt innflutt og kostar mikið og keypt það. Sem er í stórkostlegri þversögn við að ég valdi að labba mun lengra til að fara frekar í nettó en irma. Klappaði sjálfri mér á bakið við að bera pokana lengra í sparnaðartilgangi og fannst ég vera að danskast upp. Einsog smá sárabót fyrir að hafa tekið leigubíl heim í gær frekar en næturstrætó eða sveimérþá hjóla einsog allir aðrir. En bjór er ennþá ódýr og auðvelt að spara á honum.

Skrifa bak við eyrað að þó ég vinni markvisst að því að vera stöðugt upptekin allan daginn þá sé líka hollt að borða. Gærdagurinn var ofurframtakssamur og langur, fáránlega heitur, hressilegur og forvitnilegur. Þó ekki hefði verið fyrir bara kennaratyggjóið sem ég fann í lítilli bókabúð rétt hjá heima hjá mér (leitið ei langt yfir skammt....en þó fimmta bókabúðin sem ég leita í) Flest reddað nema sópur, þar sem ég tala sennilega of mikið um leitina að sóp&moppu þá fékk ég yndislega hringingu áðan frá sigrúnu sem varð hugsað til mín þegar hún gekk framhjá slíka græju einhverstaðar á freðriksberg.

sötraði fullt af bjór með skóhalli, ítali varð fyrir vonbrigðum með ítölskuna mína (auðvitað hún hljómar betur en ég hef raunverulega vald á núna nákvæmlega einsog með dönskuna), fékk sigrúnu til að hjóla við á okkar bar fyrir heimferð og endaði auðvitað með að vera lengur, ræddi hástemmd og dramatísk um lokaritgerðina mína sem ég reyndar hata við saklausan íslending sem varð á spyrja nánar út í hvað ég læri, varð reið útí einhvern gaur sem fanst það góð rök að rífa í hárið á mér til að undirstrika mál sitt. Kona af japönskum uppruna reyndi við mig, þar sem ég brosti bara við gullhömrum en ræddi það ekki nánar sendi hún mér þýðingarfull augnaráð allt kvöldið úr hinum enda barsins.

Ég er með fallegasta heimasíma í öllum heiminum í láni frá björk. Reyndar ótengdur en var að fá skilaboð frá skóhalli að hann hefði fundið handa mér símasnúru. Óskaplega hjálpsamt fólk í kringum mig.




it goes on

Það er einskonar rök hitalykt í loftinu með þokuívafi. Kannski er að kólna, en undanfarna daga hefur verið undarlega gott veður hérna í höfn einsog fínna fólk ku víst segja. Mun sennilega endast fram að helgi og sérdeilis vel til fundið af danmörku að bjóða mig velkomna svona og bæta við nokkrum vikum af sumri eftir rigningu(en þó gleði) í sumar.

Ég fékk meira sushi í dag, (það verður samt alltaf pláss fyrir meira í byrjun oktober... ;) Og bjór í þrifum á víngarðinum sem stelpurnar þurfa að skila af sér hvað úr hverju. Eftir þetta haust hlýt ég að verða sérfræðingur í að flytja. Just call me, ef það er bjór í boði allavega. Það er mun auðveldara að flytja aðra en að díla við að finna litlu hlutina sem mig vantar. En það er kominn tími á að sópa svo á morgun is the day.

eftir sushi með yndislegu pari og mömmunni sem er ógurlega góð líka við mig var salonenbjór á dagskrá og óskaplega gott og heimspekilegt spjall sem coveraði held ég allt frá tilgangi lífsins og hamingjunni yfir í töffness veraldarinnar og ekki síst borgarinnar og lífsins hér sem ég byrja bráðum. Finnst enn einsog ég sé í heimsókn eða sé ekki byrjuð en samt finnst mér einsog ég eigi að vera hérna. Eða eigi eftir að eiga heima hérna.

Heima er merkilegt consept hvorteðer. Hvenær er eitthvað orðið heima? Og þó ég sé svona gömul þá hvenær verður mitt heima virkilega orðið annað og meira en hitt heima sem er matarborðið hjá mömmu og pabba þar sem ég þó ekki á heima. Á hinn bóginn er ég mjög heima hjá mér í rauða stólnum og með lappirnar uppá borði meira segja þó ég sé ekki enn búin að finna kennaratyggjó (hvar fela danir þetta?) og hafi ekki getað hengt upp myndirnar. Nó hóm viþát pikturs. Ég er líka hætt að vakna við ískápinn að suða eða kæla sig.

Mér finnst samt einsog ég sé búin að vera hérna miklu lengur en rúmlega tvær vikur. Ég er búin að missa allt tímaskyn að því leiti.

Ég held að eitt mesta útlanda augnablikið undanfarið hafi samt verið að vera í sjóðandi hita (hey allavega miðað við ísland), berleggja í pilsi og stuttermabol með halli að skoða dýragarðinn. Hey þarna er gíraffi að rölta. Ljónin ógeðslega löt og nenntu ekki einu sinni að hreyfa loppu. (hmmm familiar..) Uppáhaldsdýrið mitt var samt litla næturdýrið sem er einsog skopparabolti og með risastór augu. Þau bonduðu mjög við okkur sem eina fólkið í rýminu. Kölluðu á alla vini sína og komu smám saman skoppandi fram að glerinu þar sem þau virtust ræða sína á milli hvað þeim fannst um okkur. Lögðu oggulitlar loppur á glerið og störðu á okkur með risaaugunum standandi uppá langar lappir miðað við búkinn. Sérstaklega tveir höfðu áhuga á okkur. Skoðuðu vel og lengi en tóku svo smá knús og klöppuðu hvort öðru einsog það væri óhjákvæmilegt rétt á því augnabliki áður en þau skoppuðu í aðrar áttir. Skyldi það samt vel.

ég elska bassa í tónlist. Hvernig ég er búin að lifa af svona lengi á almennilegra hátalara til að hlusta á tónlist skil ég bara ekki. Mér er alveg sama þó klukkan sé rúmlega eitt og danir á kollegum farnir að sofa ég verð að hækka.




af pamfílum og öðrum lukkudýrum

Það er sól í köben og brosið nær hringinn. Gæti ekki verið betra og til að fullkomna vikuna og frábæran félagskap þá er óvænt frí í skólanum á morgun og verkefnið gekk vel í dag. Lukkunnar pamfíll. Einsog í sögunni endalausu þá voru þessir pamfílar stöðugt að, en samt óeðlilega hamingjusamir. Mér fannst alltaf einsog þeir væru örugglega bleikir og næsta við óþolandi glaðir. Man ekki meira um þá en það var eitthvað neikvætt við þá sem á hinsvegar ekki við mig. Eina sem er bleikt við mig er bleiki ipodinn sem silja frænka dóneitaði til mín við mikinn fögnuð minn. Hann var þó í einhverjum mótmælaaðgerðum og neitaði algjörlega að hlaða sig í minni tölvu en hleður sig einsog ánægjubolti við tölvuna hans halls. Kannski bara líka glaður að sjá hann, maður spyr sig. Það má kannski segja að batteríin verði hlaðin á þriggja vikna fresti hjá bæði mér og bleika ipodinum. Þarf að skýra bleiku græjuna, einhverjar tillögur að nafni?




myndir og myndaleysi

Mikið ógeðslega sé ég eftir að hafa tekið að mér að vera búin að lesa aaalllt námsefnið og vera "ábyrg" fyrir að þekkja það vel einmitt vikuna sem ég er að flytja, kaupa og setja saman húsgögn auk þess að fá fólk í heimsókn.

En ég á nýtt dót. Fíni nýji Canon ip5200 stendur á skrifborðinu mínu tilbúinn að dæla út myndum.

Gnístan tanna þegar ég uppgötvaði að með harða disknum fór líka um helmingurinn af öllum myndunum mínum. Buhuhu. Allar ítalíumyndirnar. Allar myndirnar frá í sumar og meira til. En í ljósi þess að ég er a lesa um hvað maður er háður myndum af veröldinni og reynslu og þarf þessvegna að eiga sönnun á að hlutirnir hafi gerst þá hugga ég mig við að þetta gerðist allt og ég á fullt eins skýrar ímyndir af þessu í hausnum. Get bara ekki prentað þær út.

Kosturinn við að eiga ekki sóp er að maður getur ekki sópað. En herbergi/íbúðin mín fer að verða mjög hugguleg ef frá er talið gluggatjaldaleysi og vantar að hengja upp myndir og fínafallega eldhúsborðið sem ég var búin að ákveða að kaupa er uppselt í allri danmörku. Þá er kostur að vera ekki buin að taka uppúr neinum kössum svo það er hægt að borða kornfleks við kassa.

ógeðslega er ég jákvæð. Og ég veit afhverju.




henda sér íetta

Jei. Its Ikea day. Fjörtíu atriði á listanum. Gæti orðið dýrt spaug.

Buin að skrá mig í hópverkefni í fyrsta tímanum. Best að hella sér í þetta bara og taka sjálfan sig á hnakkadrambinu og fleygja út í djúpu laugina. Veit ekki alveg hvað við eigum að gera en ef ég lendi í krísu þá bara brosi ég blítt og segji hvabeha? En gang til.... og svara á ensku.

Vakin eldsnemma af birtunni því það eru engin gluggatjöld. Kreisti aftur augun aðeins til að vera vakin fyrir níu af þybbnum verkamanni frá jylland sem skyndilega stóð fyrir innan hurðina mína sem hann opnaði með masterlykli og babblaði á undarlegri dönsku um að hann þyrfti að skoða gólfin, þar sem ég sat í rúminu úfin, ringluð með hálflokuð augun og sagði bara, undskyld, hvad? lofaði hann að koma aftur eftir smá stund og leyfa mér að vakna.

Fötin eru komin inn í skáp og ég er búin að hita kaffi í hraðsuðukatlinum frá björk. Eftir megaferðina í dag verð ég heima hjá mér. Pabbi kemur með sæninga mína og eitthvað smálegt á morgun og óvænt aukaheimsókn á föstudaginn!!! Aldeilis nóóóg að gera og enn meira að hlakka til.




óheimalegt heima enn sem komið er

Its time. Augnablikið sem ég beið eftir. Sit uppá skrifborði í tölvunni því ég á engan stól og rúmið er ekki samansett. Tómir veggir umhverfis mig og ákaflega tómlegt rúm. Ég á engan mat í ískápnum né klósettpappír því búðirnar voru lokaðar þegar ég flutti hálf sjö í dag. Hundraðfaldar þakkir til ómars sem kom með vinnubílinn og ferjaði allt dótið mitt og bjarkar á sitthvorn staðinn í borginni.

Herbergið er ekki slæmt og ég sé marga möguleika til að gera það betra með heimsóknum í Ikeað og markaði með notaða hluti. Ákaflega týpískt að þegar við vorum að drösla dótinu hérna inn rákumst við á íslenskar stelpur og önnur þeirra býr einmitt í herberginu beint á móti mér... Mjög yndælar og buðu aðstoð ef ég þyrfti. Sturtan er mun skárri en ég hélt, bara ein sú besta sem ég hef nokkru sinni haft í eigin íbúð (óhemju léleg og skítug í bologna, míníbaðkarið með vanhæfum sturtuhaus og strippsenu fyrir bílaplanið í eskihlíðinni og baðkarið sem varla lak niður úr meðan átti til að frussast úr þvottavélinni yfir fæturnar á manni og sturtuhausafíaskóið á eiríksgötunni...einn brotnaði, annar sprakk og þriðji lak svo það vantaði kraftinn..), vantar reyndar squeekígræju hérna því vatnið flýtur útum allt en annars get ég ekki bara sungið heldur dansað í henni ef ég endilega vildi. Eldunaraðstaðan er hinsvegar nokkuð ómerkileg, en það er líka leiðinlegt að elda fyrir einn. Get allavega hitað te og kaffi í lærdómssenurnar og átt kaldan bjór í ískápnum.

Köben er hlýleg þrátt fyrir kuldalega fjarlægð frá þeim sem ég sakna mest. Mjúkt loft og kolsvört kvöld. Klikklakkaði meðfram kanalnum á leið í strætó eftir stórfenglega sushi máltið og meðan ég beið eftir strætó spratt fram flugeldasýning sem átti upptök sín í Tívolí. Það var einkennilega hressandi, einsog áminning að allt getur gerst og það eru óteljandi möguleikar á sniðugum hlutum og góðum aðstæðum að lenda í. Það hlýjaði mér að innan að vita að á klakanum er hugsað til mín líka og ekki síst að áður en langt um líður fæ ég heimsendinginu með flugi af helmingnum sem ég skildi eftir.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com