Hosted by Putfile.com





mánudagur

Ég furða mig á því hvað einvera er mér erfið í fyrsta skipti á ævinni. Sérstaklega í ljósi þess að ég er ekkert mikið ein og ætti þar að auki að vera vön því. En kannski geri ég mér grein fyrir því hvað ég var aldrei neitt ein áður, þrátt fyrir að vera ekki tveir. Furðuleg áhrif að sakna einhvers. Einbeitingin er rokin út í veður og vind. (já meira en venjulega)

Enn furðulegra á bæjarrölti mínu, búin að hafa afsökun til að kaupa rándýrar en spennandi bækur því þær stóðu á bókalista, agndofa yfir fallegum húsum og götum og búðum, sveitt því það er óskaplega rakt þó sólin sé í felum í dag, skyndilega svöng og fyrir algjöra tilviljun dett ég inná pínulítinn stað þar sem ég tala ítölsku við tvo kómíska afgreiðslumenn og fæ mér bruchetta og hlusta á vasco rossi eða eitthvað álíka glymjandi í útvarpinu þeirra og fannst það heimilislegra en margt danskt. En til að fullkomna undarlegheitin þá sátu auðvitað næst tvær íslenskar stelpur við hliðina á mér á öðru kaffihúsi og deildu leyndarmálum og uppákomum helgarinnar sem var sérlega heimilislegt þótt þær hafi ekki vitað að ég lestrarhesturinn væri samlandi.

Afgreiðslustúlkunni fannst ég hinsvegar svo kunnugleg að hún spurði hvort ég væri ekki að vinna á hinu kaffihúsinu sem sami eigandi á. Ég neitaði því en benti henni á að misstökin væru ekki svo fjarri lagi því sú hefði líka verið rauðhærð með slatta af hári, íslensk auk þess að búa með skóhalli sem ég ætlaði einmitt að hitta í kaffi. Lítil þessi veröld.

superbrugsen átti heldur ekki sóp í dag. Hinsvegar fann ég svona minisett með handkústi og fægiskóflu svo ég get bara skriðið um og sópað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com