Hosted by Putfile.com





Eitthvað það ógáfulegasta sem ég hef gert í langan tíma var að láta mér detta í hug að fara á djammið á miðvikudaginn. Eftir veikindi og leiðindi var ég orðin nokkuð góð þá og sá ekkert því til fyrirstöðu að kíkja út, var nú á annað borð seinasta kvöldið hans rauðhærða og fanst ég ekki geta verið þekkt fyrir annað en að kíkja út með honum þá. Þrátt fyrir smá kvef og svitaperlur á enninu við minnstu áreynslu taldi ég mig heilbrigða. Súper happy hour á Irsih byrjar klukkan hálf sjö og þá kostar bjórinn 2,50€ sem er ekki nema um 200kall. Við vorum náttla mætt stundvíslega um átta og skellt í sig þó nokkrum. Hinir strákarnir voru þarna flestir og reyndar var það einsog svo oft áður að ég var eina stelpan og svo sex strákar. Sigrún var heima því hún var búin að vera veikari en ég og treysti sér engan vegin út, ég hafði sýnt þá góðvinkonutakta að skokka útá videoleigu og taka fyrir hana mynd og kenna henni á tölvuna svo hún gæti skemmt sjálfri sér heima. Samt fyndið að fólk er vant því að sjá okkur yfirleitt saman á djamminu svo ég svaraði því mjög mjög oft hvað hinn helmingurinn minn væri.

Þegar hallaði að lokunartíma voru flestir á því að fara heim, en rauðhærði ekki og ég var alveg til í hvað sem er. Hann fór þá með mig á fyndinn stað sem er falinn í bakgarði og hurðin er meira einsog hurð að bílskúr, maður þarf að hafa ákveðið kort til að mega vera þar en hann var einu sinni mikill fastagestur þar og fengum við því að vera. Þar kaupir maður rauðvín hússins á spotprís og allir sitja við gömul tréborð á þessum litla sjarmerandi stað. Eftir rauðvínsdrykkjuna ofan á bjórinn vorum við enn í stuði svo við fórum á stað sem heitir Vicolo, alla miðvikudaga eru erasmus kvöld þar en við sigga erum búnar að vera með endemum lélegar að elta slík kvöld og aldrei farið þangað. Það var nokkuð stór staður svona létt í anda sólon eða felix bara meira pláss. Á dansgólfinu var mikið af öðrum útlendingum sem tóku grinding dansinn mjög alvarlega og hristu á sér alla skanka. Ég hef aldrei verið sérlega góð í bútísjeiking dansinum svo við flýðum dansgólfið fljótt.

Við innganginn rákumst við á mjónuna, sá sem vildi flytja til íslands hérna fyrir jól og ég hitti einu sinni til að segja honum allar staðreyndir um landið. Mjónan er vinur stóra bróður rauðhærða og er maður nokkuð rólegur, einstaka sinnum dettur hann í glas eða tvö og verður svona líka hress. Þetta kvöld var mjónan eiturhress og skrollaði meira en venjulega á errunum. Hljóðið r er alveg eins í íslensku og ítölsku og skemmtir manni vel þegar einhver skrollar einsog besti dani. Við á barinn að sjálfsögðu og borguðum okurverðið fimm evrur fyrir einn corona bjór, hræðilegt, einmitt ástæðan því ég fíla ekki stóru discostaðina. Við barinn kemur svo eitthvað salsa lag, og mjónan tekur uppá því grípa í mig og sveifla mér um gólfið. Ég gerði mitt besta en maðurinn er bæði minni og mjórri en ég og alveg einstaklega kvenlegur, hann tók svo lint á mér og vissi ekkert hvað hann var að gera og ég þurfti að einbeita mér til að taka ekki bara stjórnina og snúa honum. Jæja gaman að þessu, alveg þangað til eiturhressa mjónan reyndi að snúa mér og í miðjum snúning reyndi hann að kyssa mig. Það leist mér nú ekki á og snéri mig snarlega útúr þessum dansi. Þó skárra að dansa við rauðhærða enda samsvörum við okkur betur og ég hef ekki möguleika í að stjórna honum. Eftir þessa diskóferð ákveðum við að tími sé komin á kúrekabúlluna og allir vinda sér þangað. Sjálf stóð ég fyrir tequila ofan í alla og meira segja eiturhressa mjónan entist fram á morgun.

Þegar hafði farið á líða á kvöldið leið mér sífellt verr og verr, fann kvefið aukast og var hreinlega komin með beinverki og alveg örugglega hita. Dagurinn eftir var hræðilegur, skalf í rúminu með beinverki og svitahroll og þynnkuhausverk og flökurleika og hósta og rennandi nef. Komst ekki framúr fyrr en um átta um kvöldið. Í þokkabót þá hafði ég borðað hálfa piadinu og eina peru allan daginn áður en ég fór að djamma. Líkaminn var ekki sáttur við þessa meðferð. Í dag líður okkur betur, sigrún sexy fór í sturtu í fyrsta skipti í eina og hálfa viku og verð ég að segja að ég var næstum buin að gleyma hvað hún er sæt ekki í föðurlandinu, náttpeysu, með trefil og flíspeysu með hettuna yfir hárinu sem var orðið vel skítugt og hóstandi og snítandi í tíma og ótíma. Rauðhærði kom og knúsaði okkur bless í gær og hló að því að koma inní herbergi þar sem ég lá með glansandi augu og þynnku dauðans og sigrún innpökkuð og hóstandi að reyna að læra fyrir prófið í næstu viku. Honum fannst við ekki sjarmerandi held ég.

Í kvöld er partý hjá bróður hennar mariku frá napolí því hann á afmæli, höfum reyndara bara hitt hann einu sinni en hann bauð okkur svo við ætlum sko að skella okkur, kynnast nýju fólki!!!




Hlutir sem mér er illa við í dag:

Kvef viðbjóður og slím og hóstaköst og stíflað nef og þrístingur í hausnum sem ætlar að láta augun springa út og nefrennsli sem brennir á manni nefið svo maður verður með eldrautt nef og fer að klína varasalva á nefið til að verja það. Beinverkir og harðsperrur í einu þannig að ekki einu sinni rúmið er þægilegt. Láta sér leiðast og finnast maður innilokaður í íbúð sem er rök og kominn með ógeð á bókunum sem maður á og finna ekki einu sinni ánægju í ítölsku sjónvarpi. Raunveruleikaþættir um allt sem til er á jörð, Big brother 4 var að hefjast í vikunni og einhver verður að skilja við einhvern í bold. Daniella er sérfræðingur í ættartölu og uppákomum í bold og reyndi að setja mig inní það, en þar sem ég veit ekki hvað neinn heitir nema ridge viðbjóður og brooke þá er ég engu nær. En tilfinningarnar skila sér á hvaða tungumáli sem er, sannkallaður stjörnuleikur þar á ferð.

Nyr þáttur hóf göngu sína í kvöld þar sem fyrrverandi stjórnmálakona og stór þykkur maður í stórkostlegu dragi taka að sér að uppfylla alla drauma fólks. Um útlit og útlitsbreytingar. Ekki ný tegund þátta, en ég átti von á meira svona breytingum á klippingu og fatastíl buuuut nooooo. Hér dugir sko ekkert minna en að senda fólk í lýtalækningar. Í kvöld sá ég tvær brjóstastækkanir, nefminnkun, eyrnalögun, sex kíló fokin á sjö dögum , hrukkufjarlæging og fleira. Yfirskrift þáttarins er - Enginn er fullkominn - Góður boðskapur hér á ferð, ef þú ert ekki einsog þú vilt, skelltu þér þá í aðgerð og lifðu drauminni þinn. Rauðhærði félaginn óaði og æjaði og bölvaðist yfir sjónvarpsefninu en ég var nokkuð sátt. Eftir að hafa horft á það með viðbjóði þegar læknirinn braut nefið til að minnka það og klippti í sundur brjóst við geirvörturnar til að troða þar inn sekk með siliconi þá allavega minnti það mig vel á að ég hef enga löngun til þess arna.

Það er sennilega kominn nýr leigjandi til að taka við rúminu hans rauðhærða. Sá mun aftur á móti fara heim til mömmu sinnar í vikunni og verður hún eflaust glöð. Hann er á móti ekki glaður og er ómögulegur að fara heim í heiðardalinn og gerir mikið grín að því hversu miklum mat verði troðið í hann og svo megi hann ekki gera neitt þótt hann sé tuttuguogsjö ára gamall. Við munum sakna hans því það er alltaf líf og fjör í kringum hann. Nýji maðurinn kom í gær að skoða og þeir smullu saman einsog flís við rass. Nýjungin er nebla líka að leita að vinnu og gátu þeir farið saman í skoðunarferðir og deilt áhuga á þessu, nýjungin var líka með heila möppu þar sem hann var með alls kins tegundir af kortum af bologna þar sem hann var búin að merkja inn með rauðum penna staðina og með númerum sem vísuðu til annarra blaðsíðna með frekari upplýsingum um staðinn. Þvílíkt skipulag hef ég aldrei á ævinni séð og viðurkenni að mér fannst það ægi mikil ástæða til að óttast hann. Hann er sem sagt ekki í háskóla heldur að leita sér að vinnu, er búin að búa alltaf heima og finnst komið nóg af mömmu mat. Nota bene er maðurinn um tuttuguogfimm ára gamall. Nýjungin er sögð ekki drekka mikið en vera allur af vilja gerður til að læra og rauðhærði vísaði á okkur og sagði enga betur faldna til þess verkefni en við. Þetta voru svo sem ekki bestu dagar hjá okkur siggu mygluðu. Hún hóstar og ég hnerra og svo skríðum við til skiptis inní eldhús til að hita te eða seðja sárasta hungrið, svo við höfum ekki talað mikið við hann.

Þó um þrjúleitið í gærkvöldi þá mæti ég nýja manninum sem er ekki fluttur inn í eldhúsi, rauðhærði hafði þá bara boðið honum að gista í stofunni. Líbó þetta hús ég segi ekki annað. Jæja ég reyni nú að sína smá lit og spjalla, hann tjáði mér það þá að íslenska hljómaði nákvæmlega einsog danska. Eitthvað dró ég það nú í efa, minnsta kosti finnst okkur það ekki. Þá fór hann að segja mér allt um skandinavísk tungumál, einsog að finnska væri alltöðruvísi og eina sem íslenska líktist væri danska. Já greinilega ekki heldur norska né sænska því þau væru allt annað mál. Þreytan og kvefið framkallaði örlítin pirring því samkvæmt minni vitneskju eru danska norska og sænska líkari mál heldur en íslenska og danska. Hann taldi sig nú vita sínu viti, en var með endæmum hrifinn þegar hann komst að því að Björk væri íslensk. Er nefnilega mikill aðdáandi en hafði aldrei vitað að hún væri íslensk. Fór svo að velta fyrir sér pólitík á íslandi og þótti það nú hljóta að vera ómerkilegt þar sem hann hefði aldrei heyrt neitt um okkur í alþjóðapólitíkinni......

Jæja ég held öllum dyrum opnum og kreisti af alefli niður þjóðernissinnann sem má ekkert illt orð heyra um frónið sitt og sennilega mun hann verða mikill djammfélagi innan skamms en það er útilokað annað en finnst hann skrítinn. Vona bara að hann sé gott skrítinn einsog hinir.




Og dagarnir líða einsog ský lengst lengst fyrir ofan mann sem maður er ekki að horfa á og veit ekki að voru þarna fyrr en maður horfir á veðurfréttir vikuna á eftir.

Allt við sama heygarðshornið, mæti í tíma og gengur ágætlega. Nú er einn kúrsinn minn búinn og ein tvær vikur eftir af hinum. Skyndilega fór ég að stressa mig á því hvenær ÉG ætti að mæta í munnlegt próf af öllum þessum tvöhundruð nemendum. Ekki gefa þeir bara upp einn dag og einn tíma og maður komi á hverjum degi og vonist til að komast að? Jæja ég veit ekki einu sinni hver þessi eini dagur, því kerfið hérna virðist frekar miðað við að halda upplýsingum frá nemendum og varna því að þeir geti mætt í prófin. Það er kannski rökrétt því þá sparar það prófessorunum vinnu..... Spjallaði svo við stúlkuna sem býr með mér til að spyrja hvernig þetta væri venjulega og hún sagði mér að í annarri hvorri deildinni heimspeki eða listfræðinni væri “listi” uppá vegg þar sem ég ætti að skrifa nafnið mitt. Þá væri ég númer eitthvað og yrði kölluð inní prófið samkvæmt því. Takk fyrir kærlega þá hafði ég rétt fyrir mér að maður verður bara að mæta og dunda sér fyrir utan í von um að komast að...... þar sem ómögulegt er að segja hvað fólk er lengi í prófinu. Getur verið allt frá tuttugu mínútum uppí fjörtíu. Ekki get ég sagt að ég hlakki til.

Annars erum við búnar að grínast með það að nú sé kominn tími á að finna sér yngra crowd. Þessir strákahópur er alveg frábær og hafa skemmt okkur gríðarlega, en alltíeinu finn ég muninn á því að vera á okkar aldri í fyrsta sinn í Bologna og þeim sem hafa allnokkur ár framyfir okkur og skyndilega komnir með viðbjóð á að læra aldrei og eru búnir að búa hérna flestir í sex, sjö ár svo væntanlega er ekkert nýtt á sólinni né í borginni fyrir þeim. Nostalgía þeirra fyrir hinu áhyggjulausa lífi fyrir nokkrum árum var líka farið að verða þreytandi. Enda þreyttust þeir ekki á að segja okkur ruglsögur og hversu brjálaðislega skemmtilegt hafi verið með þeim þá en núna verði þeir að einbeita sér. Kannski er þetta óumflýjanlegur ókostur þess að verða eldri og finna fyrir pressunni af að taka ábyrgð á lífinu og gera það þó með minningu um þegar þeir gáfu skít í alvöruna og skemmtu sér fram í hið eilífa.

Það er samt ágætt að þeir eru ekki með partý hérna á hverju kvöldi því ég er greinilega gömul líka og þar að auki hræðilega fátæk og hefði bara ekki efni á því og myndi ekki hafa tíma til að hafa nægar áhyggjur af prófunum til að finna þegar færi að loga undir rassinum á mér og ég yrði að byrja að læra.

Langt því frá að ég sé búin að mynda mér heimspekilega kenningu um spurninguna um listina og sé tilbúin að flytja hana fyrir hundrað manns og kennarann. Hann ýtrekaði það við okkur að hann hefði engan áhuga á að heyra hvað hann hefði sagt eða einhverjar beinar upplýsingar úr bókunum sem við eigum að lesa. Þetta vissi hann allt sjálfur, heldur vildi hann sjá að við hefðum lesið allar þessar MJÖG svo ólíku kenningar, skilið þær nógu vel til að mynda okkur heilstæða eigin skoðun á þessu máli með rökum og málstuðningi. Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart í heimspekikúrsi, hef alveg gert slíkt áður, en aldrei áður hef ég þurft að mynda mér kenningu úr bókum sem ég skil varla og koma þeim frá mér á máli sem ég hef ekki fullt vald á. Viðurkenni að finna fyrir kaldri pressu á mér og hvernig ég er næstum heft því ég hef ekki öll orðin mín með mér. Ég hef komist í gegnum allt mitt bóklega nám á þessum orðum og finnst ég vera hálfber án þeirra. Nú þarf ég að styðjast við barnslegan orðaforða til að útskýra og setja í samhengi hástemmd hugtök sem báðar hlunka orðabækurnar mínar neita að gera.

Held samt fast í drauminn um líf erasmus nemandans. Læra ítölsku á djamminu og mæta svo í próf og sjarmera kennarann og ná. Þrátt fyrir þrefaldan veskisstuld í upphafi dvalarinnar þá er ég samt fullviss um að ég sé heppin.

Aldrei á ævinni hef ég verið eins glöð að fá fisk í matinn og á föstudaginn. Fórum í matarboð til norska parsins og tóku þau þjóðerni okkar allra til huga og elduðu frábæran fisk og kartöfustöppu og ég veit ekki hvað og hvað. Með forrétt og eftirrétt og hvítvíni rauðvíni kaffi og romm í kók var þetta hin besta skemmtun. Mér finnst stundum frábær tilbreyting að tala ensku það er svo margfalt auðveldara, en yfirleitt tölum við samt ítölsku enda er gunnar að reyna að bæta sig í henni. Hann er að skrifa master ritgerð svo hann eyðir mestum sínum tíma með tölvunni sinni og hefur ekki mikil tækifæri til að læra tungumálið.

Fórum svo á via pratello sem er lítil gata með milljón litlum vínbörum og ölstofum, þar hittum við svo aðra norska og þjóðverja. Þegar það fólk var svo búið á því hittum við sambýlendur og fleiri og tókum rúnt á diskópöbbnum sodapops og einhverju stóru diskói fyrir utan miðbæinn. Enduðum að vanda á kúrekabúllunni þar sem ég reyndi að hrista rykið af línudanskunnáttunni sem þeir kenndu mér fyrir nokkru síðan. Jah, ég var betri í minningunni þar sem við júdith tókum brjálaða linudanstakta með þeim uppá borði. Á leiðinni heim kom ég svo við í búðinni fyrir neðan hjá mér og keypti mér brauð og salat og salami. Sami maður afgreiddi mig sem hafði selt okkur sigrúnu vínflöskur umþb. tólf tímum fyrr þegar við vorum á leiðinni í matarboðið. Honum fannst örugglega athyglisverður munur á mér frá því að vera nýuppstríluð á leiðinni út og klukkan sjö morguninn eftir þegar ég var að kaupa mér morgunmat á leiðinni heim.

Kuldinn er farinn að setjast að í borginni. Í dag snjóaði meira segja, litlum fíngerðum snjókornum og aldrei sást hvítt á jörðinni en samt. Alvöru snjókorn. Þegar þú blandar saman frosti og raka þá býr það til jöfnu þar sem lærdómsfólk og kyrrsetumenn eru undir báðum sængunum sínum í ullarsokkum og með sjal um axlirnar að rembast við að lesa með frosna fingur og kalt nef. Með reglulegu millibili fer lærdómsmaðurinn svo í eldhúsið og hitar sér te og hlýjar frosnu fingurna á bollanum. Þar að auki er sunnudagur og allt lokað og lærdómsmaðurinn var alltof þunnir í gær til að fara út nema til að sækja dvd myndir og þar af leiðandi er ekkert ætt til í húsinu. Sem þýðir að panta verður pizzu í þriðja skiptið í þessari viku. Lærdómsmaðurinn reynir síðan af öllu hjarta að einbeita sér að listasögu heimsins og getur sett sig vel í spor hinna fátæku listamanna sem sultu heilu hungri og rembdust við að finna innblástur og hlýja sér með hinum listræna anda.

Lærdómsmaðurinn hugsar með hlýju til mömmu sinnar sem myndi gefa honum kaffi og jafnvel súkkulaðimola og meira segja elda handa honum. Á gamla heimili lærdómsmannsins var líka vel upphitað svo við honum blasti aldrei kuldahrollur þótt leiðinda gæti líka gætt þegar frosið nefið er grafið í bókum. Lærdómsmaðurinn veit að eftir fáa mánuði mun hann hugsa með söknuði til kuldans þegar hitinn fer að baka hann og prófalestur í júlí í gufubaðshitanum í þessari borg mun íþyngja honum jafnvel meira. Ég ætti að hugga mig við að það er auðveldara að klæða sig í meiri föt en að sitja nakinn og svitastrokinn og óska sér úr skinninu. Já það er ýmist í ökkla eða eyra og sjaldan hægt að gera manni til geðs. Lærdómsmaðurinn er glaður að hann eigi lítinn tölva sem hann getur spjallað við svona rétt til að lyfta nefinu úr bók.

Þessi lærdómsmaður er kannski líka fulldramatískur sem hann verður að vera því hann fær ekki að vera til nema svona tvo daga í viku, hina dagana er hann undirokaður af skemmtanastjóranum sem heimtar útiveru og félagsskap. Lærdómsmaðurinn biður að heilsa öllum öðrum lærdómsfélögum um heima og geima. CON FORZA TUTTO SARÁ POSSIBILE!! Buono studio a tutti




Mánudagskvöld til mæðu. Eftir leiðinlegast tíma í manna minnum fór ég heim og japlaði á pizzu, það varð okkur til lukku að maðurinn sem býr á spáni var í heimsókn og kom heim úr búðinni og eldaði pasta fyrir allt liðið og rauðvín með. Ekkert eðlilegra, horfðum á einstaklega leiðinlega ítalska mynd með. Manninum tókst af snilli að hella yfir sig heilu glasi af rauðvíni og sigrún sýndi mikla húsmóðurtakta og skipaði honum úr buxunum á staðnum og elti hann með saltdúnkinn. Ótrúlegt en satt hafði hann aldrei heyrt um þetta gamla góða húsráð, á ítalíu þar sem rauðvínið er alltaf við hönd. Nú er komið fram á kvöld og ég velti fyrir mér að læra en fer auðvitað bara að gramsa í tölvunni frekar. Það er einsog mér datt í hug að hún er þó nokkur tímaþjófur og afþreyingartól og ég er yfir mig hrifin af að hafa mitt eigin sjónvarp/dvd tæki og eins sigrún, ekki síst er hún mjög ánægð með að geta farið á netið heima og skrifað ritgerðina sína í tölvu án þess að hanga á netinukaffihúsi...... og þar að auki þarf ekki að borga af gripnum.....

Helgin var hin besta, föstudagskvöldið “kíktum” við út á Irish að hitta mauri sem er fluttur, lisu vinkonu hans og okkar vinkonu hennar og carlo. Skoluðum niður nokkrum bjórum og hittum fyrir vini okkar á barnum. Margir barþjónar þar eru útlenskir og líka nýkomnir heim úr jólafríi, gott að hafa í huga þegar ég verð uppiskroppa með fé og þarf að vinna fyrir mér. Heilsuðum uppá gamlan stað corto maltese en uppúr hálf þrjú var ég orðin óróleg, stöðugt minnug um að þurfa að vakna klukkan átta morguninn eftir. Stóri bróðir friðarins var þarna líka og bauð okkur far, en þar sem hann var nýbúin að kaupa sér nýjan kokteil ákvað ég bara að labba heim, vildi heldur ekki að hann þyrfti að flýta sér mín vegna. Sá að hann var alveg í glasi og engin ástæða til að reka á eftir honum. Þegar ég var svo rúmlega hálfnuð að labba heim hringdi sigrún heimanfrá til að furða sig á hvar ég væri. Hefði sem sagt verið komin heim þó nokkur fyrr ég hefði beðið eftir honum.......

Harkan sjálf dró mig á fætur eftir smá lúr og drattaðist í skólann. Var reyndar einn besti tími sem ég hef verið í því óvart var hann að tala um heimspeking og stefnu sem ég hafði lesið...... En hélt hann væri löngu löngu búin að fara yfir. Þarna kemur námstæknivandræði mín í ljós, ekki er einsog það sé ný vísindi að maður fylgist betur með og skilji ef maður hafi lesið efnið ÁÐUR en kennarinn fer yfir það. Eftir góðan lúr fórum við sigga svo í matarkaupaleiðangur. Á föstudeginum hafði okkur dottið það snilldararáð í hug að bjóða öllum í mat, taldist til að ef allir kæmu sem við buðum yrðum við fimmtán talsins. Auðvitað kemur ekkert til greina annað en að elda pasta, og við keyptum nokkur kíló af því á tilboði og sósu á tilboði. Sem betur fer komu bara níu svo þetta var ágætt, annars hefði ekki verið stólar til handa öllum...... Eftir matinn og vínið og kaffið og kökuna (við sigga erum alltaf svo grand að það var skylda að kaupa eftirmat líka....) fórum við svo út. Stóð til að kíkja á eitthvað risadiskó, en svo var röð dauðans og kostaði 15€ inn og enduðum með að fara á barbúllu hinum megin við götuna. Mér fannst það fínt, enda er ég yfirleitt meiri bar manneskja en úberdiskó.

Nota bene var þetta um hálf þrjú leitið, þegar búllan lokaði kom ekkert til greina en að halda áfram í rauðvíninu og stefnan tekin á kúrekabúlluna í götunni okkar. Þá var nú komin vagga í suma okkar það er að segja sérstaklega mig og mauri, og ekki mikil stemming fyrir að sitja á rassinum. Ég var einstaklega góð í taumi og hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið til að koma með sér á barinn í staupkeppni. Þar hittum við fullt af fastagestunum og nokkur staup í boði hússins. Auðvelt að ímynda sér hvar það endaði, við á rassgatinu sem hinir skildu varla hvað gengi á, því staupkeppnin hafði farið framhjá þeim sem sátu við borðið fyrir innan. Ég var bókstaflega á rassgatinu og hef meira segja marblett á rassinum sem sannar það, en enga minningu um hvar eða hvernig ég datt. Ekki góðs viti. Sunnudagurinn var að venju myglu dagur með dvd glápi og hangi. Nenntum ekki einu sinni að elda og þar af leiðandi var nánast ekkert matast....... Mikil lukka að ég hef nógan forða og þarf ekki að óttast vannæringu.

Áðan kom stelpa að skoða íbúðina, rauðhærði ítalinn mun flytja í febrúar og því hafin leit að nýjum leigjanda. Það verður að vera strákur þar sem viðkomandi mun búa í herbergi með marco ljóshærða. Þessi stelpa var stórstórskrítin og fannst það nú ekkert tiltökumál að búa með honum í herbergi, allir hálfgöptu yfir þessari ókunnu stelpu sem sat bara við eldhúsborðið einsog gömul vinkona og hellti úr skálum hjarta síns. Þegar hann reyndi að koma með eitthvað um að kærastan hans yrði nú lítið hrifin af því að hann byggi með stelpu þá þverneitaði hún að það væri vandamál og sagðist skyldi sjálf tala við hana.

Annars er það líklegt að hinn rauðhærði muni flytja til Íslands til að vinna sem verkfræðingur, í þessum töluðu orðum er pabbi hennar sigrúnar að hjálpa honum að fá vinnu ef fyrirtækið hans fær eitthvað nýtt verkefni þar sem hann getur notað vinnuafl sem er sérhæft í einhverju sem tengist jarðborunum og vatnsorku. Hversu fyndið væri það ef hann byggi á Íslandi meðan við byggjum á Ítalíu.

Myndafréttir eru þær að ég er búin að vera latari en letidýr í tré og tekið mjög lítið af myndum, ákvað svona mér til afþreyingar í kvöld að henda inn nokkrum af þeim sem við erum búnar að taka, þar sem ég kunni ekkert á þetta því miður lélega dót voru þær alltaf alltof dökkar eða algjörlega yfirlýstar ef ég notaði flass. Svo þær eru frekar fyndnar en góðar.




Fór í jógatíma í gær. Maður veit audvitað aldrei á hverju maður á von thegar maður skellir sér í jóga á líkamsræktarstöð sem heldur uppi kraft jóga af ýmsu tagi og gæðum. Við vorum ekki nema svona tíu í hópnum og kennarinn var lítil mjúk kona með blíðlegt andlit. Hún byrjaði á því að stilla hverjum og einum upp við rimla og beygja þá og tosa til að liðka bakið. Eftir það tóku við allskins æfingar sem reyndu mismikið á þessa stirðu liði í kroppnum. Ég hef einhverja tröllatrú á jógaæfingum og er aldeilis ósátt við að ég sé einsog stífur spítukarl hliðina á konu í þykkara og eldra lagi. Enda finn ég vel fyrir hinum ýmsu vöðvum og liðamótum í dag, samt er ég með einhverja tilbúna hugmynd með austurlenskri tónlist og reykelsi sem ég saknaði í þessum speglasal. Við grínuðumst með það að þetta var frábær æfing í orðaforða fyrir líkamsparta því oft var ég ekki með á hreinu hvað hún var að segja mér að gera og þegar maður er boginn og beigður er ekki auðvelt að snúa hausnum til að sjá hvað hinir voru að gera. Þegar maður reyndi það æpti hún á mig.... NEI NEI niður með hausinn slakt bak og spenna vel bla bla bla...... og alls ekki beygja blalbalba svo ég varð bara að improvisa og prófa eitthvað og vona að hún setti ekki útá það. I lokin lét hún okkur svo hanga í rimlum hvert fyrir sig til að "teygja vel úr líkamanum" Það er ekki hægt að segja annað en að þetta var spes tími..... Mér er líka ferskt í minni gæjinn sem kenndi powerjóga í worldclass í fyrra, hann var töffari en samt fékk maður smá tónlist og æfingakerfi sem maður svitnaði feitt í.

Í dag var maraþon kaffiseta frá eitt til fimm á caffé museo sem er við hliðina á deildinni minni. Karlinn sem vinnur þar er mikill vinur okkar og nánast skammar okkur ef við látum ekki sjá okkur í nokkra daga, yfirleitt kemur hann með kaffibolla og sígó og sest hjá okkur til að spjalla um daginn og veginn. Kallar okkur Bimbe sem er gælunafn fyrir börn og hefur ofsalega gaman að okkur. Fyrir jólafríið vorum við alveg kysstar og knúsaðar fyrir brottförina og jafnframt mikil gleði við endurkomuna. Undanfarið hefur hann tekið uppá því að koma alltaf með lítl rauðvínsglös handa okkur óspurðum og skál með einhverju nasli.... þegar við reynum að neita þá fussar hann bara og segir okkur hafa gott af þessu. I dag kom hann með aðra umferð af rauðvini þrátt fyrir mótmæli okkar, fuss og sveiaði bara þegar við sögðumst þurfa að fara að læra....eða í leikfimi. Það fannst honum nú bölvuð vitleysa og er alltaf hissa þegar við förum jafnvel eftir marga klukkutíma.

Nú er sigga að elda handa mér barbeque kjútling eða hennar útfærslu á því og þar sem ég fullyrði að ég kunni ekkert að elda það fæ ég að gera ekkert. Hún hættir ekki á að ég geri það vitlaust he he he. Í kvöld er nú samt rólegheit því ég VERÐ að fara í tíma í fyrramálið klukkan níu. Eftir hálft ár er ég ennþá ekki búin að sætta mig við þann absúrdleika að eini dagurinn sem ég þarf að vakna klukkan átta er á laugardögum. Þegar ég barma mig við aðra ítali eða við frakka finnst þeim lítið til aumingjaleiks míns koma. Þar er ekkert svo hrikalega skrítið að vera í tímum á laugardögum, fyrir okkur íslendinga er þetta helgispjöll. Enda hef eg mætt í tvo tíma allan tíman en nú er aldeils farið að sjóða svo vel undir rassinum á mér í lærdómnum að það er alveg að fara að kvikna í og engin undankomuleið möguleg. En á morgun, jess á morgun ætlum við sko aldeils að fara og út og gera hið óheyrða að fara á Erasmus djamm, gerast svo frægar kanski að kynnast öðrum útlendingum í landinu...... Svo erum við búinar að ákveða að sunnudagar verði leti og átdagar nema það sé próf alveg á næstunni. Maður verður að vera góður við sig stundum...... Við eigum það skilið.....




Nuna i morgun gerdist algerlega oheyrdur atburdur i via nosadella i borginni minni bologna. Eg vaknadi ovart OF SNEMMA. Var svo aest i ad maeta i tima i dag og laera ad eg dreif mig a faetur klukkan niu i stadin fyrir tiu. Drakk morgunkaffid mitt med jogurti og morgunsigarettunni og hennti mer af stad med diskinn sem daniella lanadi mer i eyrunum (sem by the way er gedveikur, verd ad komas ad thvi hvad thau heita og flagga theim herna sidar) og aetladi nu aldeilis ad negla thennan dag. Thegar eg var komin halfa leid yfir piazza maggiore vard mer litid a klukkuna til ad vita hvort eg vaeri nokkud of sein i tima. Thar stod 9:54. Eg gaf i og thrammadi likt og raketturassgat einsog venjulega, skyndilega rennur upp fyrir mer ljos. Timin minn byrjar ekki fyrr en ellevu, svo hvurn fjaran var eg ad flyta mer fyrir klukkan tiu. Ludi thad er nokkud ljost, jaeja eg verd tha ekki med styrur i augunum i timanum a eftir.

Annars er nokkud gott ad fretta af italadvol, buin ad laera og maeta i alla thrja timana sem eg atti. Nuna eru svon extra seminario eda ytarlegri namskeid i listasogunni og finnst mer thad otrulega gaman ad laera um alveg ny sjonarhorn og sja listamenn sem eg hafdi aldrei heyrt um adur. Thegar eg for einn hring a bloggheiminum adan gat eg ekki varist glotti thar sem a hverri sidu er lofad bot og betrun og vinsaelt ad flagga tilvonandi hyperlaerdomi og ofurataki i likamsraekt. Ekkert breytist i thessum heimi, er ekki januar manudur thar sem allir fa nyja byrjun og tilefni til ad hrista sig i gang eda hrista af ser hluti eda hrista uppi lifi sinu. Enda er eg engin undantekning og er buin ad kreista ut allar kronurnar minar i likamsraektarkort i bullu i hverfinu minu. Allir eru vini og heilsast a hlaupabrettinu og skella ser i joga og spjalla um daginn og veginn, eg er ekki alveg komin inni hringin enntha en eftir nokkra manudi verd eg farin ad uthella hjarta minu a stigvelinni. Thar sem eg a hvort ed er enga peninga og litid hefur farid fyrir laerdomi fyrir jolin attu thessir manudir lika ad vera tilefni til ad henda ser i laerdominn, yrdi ad borda litid til ad spara og eina sem eg gaeti gert mer til skemmtunar vaeri ad fara i leikfimi.....

Thratt fyrir storar yfirlisingar tha haetti eg vid um leid, til hvers tha ad vera a Italiu ef eg er hvort ed er eingongu med hausinn ofani bok eda hristast i leikfimi? Svo hugmyndinni var breytt yfir i djamma bara svona einu sinni i viku, djamm telst heldur ekki thott madur kikji i apperitivo og fai ser nokkur raudvinsglos eda bjor yfir spjalli. Sigrun er ad venju miklu fanatiskai en eg a thessa hluti, hun er lika i trem kursum nuna eftir ad hun haetti i bokmenntakursinum og thurfti ad velja tvo adra i stadinn. Thar af leidandi maetir hun i fleiri tima a viku og profin hennar eru fyr en min, sem veldur oneitanlega gridarlegu stressi. Held hun vildi bara sleppa thvi naestum alveg ad fara ut til ad tefja ekki laerdominn. Vid erum ekki sammala um thad ad hlutirnir reddist alltaf a endanum, ahyggjur mina eru eingongu bundar vid thad i augnablikinu ad fyrir nokkrum dogum komst eg ad thvi ad i munnlegu profunum eru ekki bara professorinn og adstodarmadur heldur mega allir nemendur sem vilja koma og fylgjast med. Eg er i svo storum kursi ad thott bara "nokkrir" kaemu tha gaeti eg audveldlega lent i ad spjalla a itolsku um vanthekkingu mina og gera mig ad fifli fyrir framan thrjatiu manns. Va hvad eg hlakka til.......

I gaer forum vid i afmaeli hja Nicola og Auroru sem hofdu leigt stad og budu uppa apperitivo og helling af raudvini og hvitvini. Thad var i fyrsta sinn sem vid forum ut med ollum strakunum thvi fridurinn kom heim i gaer fra austurriki og raudhaerdi italinn i fyrrakvold. Thad var bara rolegt en mjog fint akvad svo ad drifa mig heim uppur midnaetti tha var sigrun farin fyrir nokkud longu og fridurinn og maurizio sem thurftu ad laera, eithvad risaprof a fostudaginn. Thegar eg akvad ad drifa mig lika svo eg myndi orugglega vakna i timann i dag (heldur betur ad eg vaknadi.....OF SNEMMA, er ekki ad na thessu) tha var raudhaerdi italinn halfsar, tha eru nu oll vigi fallin sagdi hann thegar eg get ekki treyst a erasmus stelpu til ad djamma allavega med mer fram a nott. Olli honum gridarlegum vonbrigdum med ad tala um skola sem eg vildi endilega maeta i..... enda hundfult ef thu ert ekki i skola ad allir hinir seu uppteknir af thvi.

Svo er verid ad tala um ad fara til austurrikis ad skida i lok januar, bara fridurinn var thar um aramotin og nu eru hinir voda spenntir ad skella ser i skidadjammferd thangad ef stora husid hennar tationu er laust. Eg verd ad vidurkenna ad mer finnst thad spennandi og skemmtileg tilhugsun, raudhaerdifelagi lofadi ad their myndu nu bara hjalpa mer og kenna mer i snarheitum ad skida, sem eg treysti svona matulega eftir sogur maurizio thar sem hann fekk somu loford fyrir tveim arum og var dreginn lengst lengst uppi brekku. Thar a toppi fjallshlidar var hann sem aldrei hafdi stigid faeti a skidi og aldrei sed thilikar risabrekkur og thverhnipi skilinn eftir medan hinir brunudu nidur. Hann do naestum ur lofthraedslu en komst nidur eftir heila old og hundrad veltur. Eftir thetta fer hann med og djammar feitt en sefur ut thegar hinir fara a skidi snemma a morgnanna og fer svo ut i snjoinn i gongutur og skellir ser svo i gufuna matulega thegar hinir koma heim daudthreyttir og allir borda saman og fara a meira djamm. Mer finnst thad hljoma jafnvel betur!!!!

Jaeja nu er komin timi til ad rolta i skolann......loksins ma eg fara i tima, thvilik hamingja. Ja eg er buin ad fa tho nokkur sms med skommum og spurningum eftir myndum ur hinni okeypis ekki mjog godu digital myndavel sem fylgdi med tolvukaupunum. Eg verd ad svara thvi ad mer tokst ad kludra thvi nokkud vel eitt kvold ekki med flassid a annan dag var hun batterislaus annan dag tok eg litlar videomyndir sem toku allt plassid og ekki komst fleira fyrir gleymdi eg ad eyda ut myndunum thegar eg hlod inna tolvuna svo hun var full..... tholinmaedin mun borga sig!!




Komnar heim til Ítalíu. Stórskrítin tilfinning að vera hérna, er enn ekki búin að fara út úr húsinu enda komum við heim í gær eftir 30 tíma vöku og ferðalag og beint uppí rúm. Þegar við vöknuðum um hálf níu um kvöldið vorum við svo eftir okkur að við meikuðum ekki að fara út á Irish að hitta Maurizio og krakkana sem voru þar til að fá sér einn bjór eða svo. Horfðum svo á dvd myndirnar sem ég keypti í fríhöfninni í tölvunni minni og flatmöguðum uppí rúmi.

Ferðalagið var tók í heild umþb. Sólarhring, lögðum af stað að heiman um hádegið og komum til stansted um sex leitid. Mér ti mikillar hamingju var hægt að geyma töskurnar og við skelltum okkur bara á bar og fengum okkur að borða. Tvö kaffihús voru opin alla nóttina og fólk útum allt sofandi á bekkjunum. Það eru mjög mörg flug uppúr sex og fleiri en við sem nenna ekki að finna gistingu fyrir nokkra klukkutíma. Tölvan gat stytt okkur stundir með simpson i góðan tíma áður en batteríið dó, þá tók við leiðinlegur tími til fjögur þegar við gátum sótt töskurnar og gert okkur tilbúnar fyrir tékkinnið sem byrjaði hálf fimm. Stressið var að heltaka mig, því ég komst að því að hjá ryanair máttu bara vera með 15kg í lestinni og 7 í handfarangri en ég var með vel yfir 20kg og um 10kg í handfarangri. Nú veit ég hvernig Ryanair safnar peningum......ókeypis flug en strangir á yfirvigtinni. Þeir eru með fullt af básum sem eru eingöngu til að borga aukagjöldin. Jæja við tróðum okkur í röðina og vorum númer átta í biðinni, vonuðum auðvitað að meðal afgreiðslufólksins yrði strákur eða maður, því samkvæmt ráðum hennar gebbu er margfalt betri líkur á að blikka þá eða kreista fram tár. Hún er snillingur í að komast upp með hluti svo ég treysti fullkomlega á ráð hennar. Því miður voru bara geðvondar breskar stelpur á okkar aldri i afgreiðslunni. Skiljanlega, ef ég þyrfti að mæta í vinnuna klukkan hálf fimm væri ég líka geðvond.

Hún bað mig um vegabréfið og refrencenumber, og ég svitnaði örlítið í lófunum því ég hafði gleymt pappírunum sem ég prentaði út um morguninn heima. Hún varð pirruð og sagði mer að framvegis hafa með mér allt slíkt, - Ónei hugsaði ég, ekki gott að pirra starfsmenn sem maður ætlar að reyna að heilla...... Jæja hún hefur verið hálfsofandi því við þurftum ekkert að borga í yfirvigt. Svo spurði hún hvað við værum með í handfarangur, hjá fólkinu á undan vigtaði hún töskuna, en ég lyfti bara bakpokanum og henni datt sem betur fer ekki í hug að ég væri með tölvu, flautu, bækur og brúsa í honum, auk þess að vera með aðra tösku yfir öxlina sem ég sýndi ekkert...... Allavega löbbuðum við í burtu ótrúlega hissa yfir að hafa sloppið svona vel. Viðbjóðslega þreyttar í flugstöðinni, ekkert gaman, lákum útaf einsog vel og hægt er að dotta í flugvél á leiðinni til Bologna Forli. Ryanair flýgur nebla ekkert beint heim, heldur í oggulítinn bæ í einsog hálf tíma fjarlægt. Svo þá þurftum við að taka rútu og svo loks leigubíl.

Já segi ekki annað en ég var fegin að komast uppí rúm, og fegin að komast inn í íbúðina þar sem við vorum lyklalausar. Sem betur fer var Daniela heima að læra. Við erum fjögur heima núna, við þrjár og Marco ljóshærði. Hinir eru í austurríki ennþá eftir áramótin, sennilega í skíðaferðinni. Það eru nú gott, þá hljóta friðurinn og kærastan að hafa sæst eftir rifrildið mikla seinasta kvöldið sem við vorum hérna. Ég vorkenndi henni svo voðalega og fannst þar að auki leiðinlegt ef ég myndi aldrei sjá hana aftur.




Þá er komið að því!! Í dag yfirgef ég hið rennblauta og klakadrifna frón fyrir ítalíu. Nú eru það sko engir fjórir mánuðir, onei nú eru það allavega átta mánuðir þar til ég mun berja landið og landann og félagana augum. Ég sá það á netinu að í Bologna eru um 4° C í dag, þoka og 87% raki. Sem þýðir hrollur en mjög mjög langt frá slagveðrinu og óþverra klakbunkunum sem hylja hálfa reykjavík.

Ég hlakka til að fá tilbreytingu og ég hlakka til að hitta alla aftur og byrja að læra og kanski djamma smá og leika mér í nyju TÖLVUNNI MINNI, jammsa mín búin að stefna sér í skuldasúpu og lánspakkann og fjárfesta í DELL ispiron 500m. Við náðum vel saman í alla þá 10 tíma sem ég er búin að eiga hann.

Hlakka ekki til að hanga á Stansted í tólf klukkutíma í nótt, lendum á eftir um sex leytid en flugið okkar með ryanair er ekki fyrr en hálf sjö morguninn eftir..... Er með flísteppi í farangrinum.

Heitustu ástarkveðjur til ykkar allra, ég er búin að hafa það alveg ótrúlega gott heima í þriggja vikna át/hangi/djamm/videofíling sessioni. Sjámst kanski bara á Ítalíu ef leið ykkar liggur þangað.......




Einkennilegt að ég virðist ekki geta hugsað mér að sofa á nóttunni. Hvað er málið með það að koma heim um tvö dauðþreytt og fara samt að dandalast í tölvunni og hlaða inn myndum. Það er bara staðreynd að ég sef betur á daginn.

Nú virðist ég ekki geta hugsað heila hugsun nema orðið tölva komi fyrir í henni. Og myndavél, og svo hef ég dagdrauma um að eiga slíkan kostagrip að geta horft á dvd myndir í tölvunni í útlöndum því ég á ekki sjóbart né video. Samt verð ég að viðurkenna að ég flutti ekki til Ítalíu til að geta horft á dvd, en stundum er bara gott að kúra. Sykurfaðir okkar á heimilinu er fluttur út með sjónvarpið sitt og videoið sem okkur tókst sífellt að plata hann til að flytja inní stofu og flatmaga þar í leti, nú þarf önnur hvor okkar helst að reyna að koma sér verulega í mjúkinn hjá alheimsfriðinum til að fá afnot af herberginu hans. Jah, ekki sigrún þar sem hún er lofuð og ekki ég því það er útrætt mál. Annars hef ég misjafnar hugmyndir um hana siggu stundum því hún reynir stöðugt að koma mér saman með mönnum sem hún græðir á, mikill tækifærissinni þar á ferð og sér alltaf gróðavon í mönnunum..... ekki að hún styðji mig ekki af fullum hug, reynir frekar bara að stíra mér á rétta braut og sleppa öllum litlum skrýtnum mönnum sem hún segir að ég falli alltaf fyrir og yfir í menn sem ég græði almennilega á, og þar af leiðandi hún líka.... he he he

Samt er hún búin að tilkynna mér það að ég megi aldrei sofa annarstaðar á nóttunni, fæ útgönguleyfi á dagin og kvöldið með því skilyrði að ég komi heim til hennar yfir nóttina. Ekki dugir að vera einmanna!! Fyrst að ég sé "viðhaldið" hennar þá verð ég líka að standa mig sem slík og sinna hennar andlegu þörfum í fjarveru mannsins. Einkennileg staða sem ég er í, því ég er viðhald og má samt líka bara finna mér viðhald ekkert fast......

Við erum búnar að hlægja mikið að því að gianluca bað mig eitt kvöldið að útskyra samband okkar. Okkur varð það nefnilega á einn daginn að segja við einhvern að við ætluðum að færa rúmið okkar saman því það væri svo kalt undir glugganum. Betra að halda á sér hita tveir sko, eitthvað fór þetta forgörðum í þýðingunni eða þá að hann vildi bara skilja þetta svona. Hef annars gamla reynslu af því og ekki er vænlegt að grínast með svona hluti, þegar ég í gamla daga laug því að vini mínum á djamminu að ég hefði uppgvötað mína lesbísku hlið.....bara til að fá að vera með þegar þeir voru að tala um stelpur. Ég reyndi í mörg ár að leiðrétta þennan misskilning en gengið illa. Á endanum sagði hann mér bara að þegja og leyfa sér að halda það sem hann vildi. Segi það nú enn og aftur, þótt maður hafi slegið því fram í pirringi útí karlpening einsog tálkvendið hún early, að maður ætti bara að sleppa þessu og snúa sér að stelpum, þá tel ég nokkuð ljóst að þá myndu vandræðin fyrst byrja. Úfff.

Búin að velta því mikið fyrir mér hvort ég eigi að slá áramótaheit. Það er kanski dáldið seint núna......en ég gat bara ekki ákveðið mig hvað ég ætti að strengja. Enda margt sem mætti lofa bót og betrun í...... minna djamm...meiri lærdómur.....hollusta....reykingar.... Þetta klassíska svona. En ég held ég hlýði stjörnuspánni minni og kynni mér trúarbrögð og heimspeki fjarlægra landa. Ætla svo gefa mér það í janúargjöf að skella mér í jógastöðina sem ég rakst á úti og finna innri frið í hugleiðslu. Tíhi. Já maður slakar sko ekki á dramtíkinni.

Eitthvað hefur það flækst fyrir mér að stelpurnar segi mér að finna mér mann sem er jafnmikil flækja og ég, til að ráða við flækjuskapinn. Ætti það ekki að vera öfugt? Hefur að minnsta kosti ekki gefið góða raun hingað til. Enda tel ég mig ekkert vera verri flækju en hver annar. Gef nú bara sama svar og í denn; Þó betra að vera hnykill í flækju en einhver þráður. Að þeirra sögn á viðkomandi samt að vera fanatískur á móti reykingum því þær telja það eina ráðið til að losa mig við þann ósið. Þetta kom í ljós á kaffihúsi þar sem ræddar voru misgóðar aðferðir og plön og tímasetningar til að losa maka sína við reykingapésann. Þýðir ekki annað en að ala maka sína soldið upp og siða þá. Mér finnst það samt skemmtilegra í frasögn heldur en að ég verði makinn sem á að fara að siða, efast ekki um að upp kæmi mikil þrjóska og árátta til að taka þetta sem persónulegt sjálfstæðismál eins fáránlega og það hljómar. Það er réttur minn að stunda óheilbrigt líferni...... Mjög absúrd allt saman.




Heimurinn er lítill. Á gamlárskvöld fórum við í partý sem hún guðný vinkona skipulagði í sal einum i miðbæ reykjarvikur, rétt eftir að ég mætti á staðinn fattaði ég að mér hafði tekist að gleyma miðunum sem ég hafði keypt um daginn fyrir mig og þrjár aðrar vinkonur mínar á gamlársfagnað á Hressó heima. Mér til mikillar hamingju er faðir minn ekki mikill í vininu og þessi elska bjargaði okkur öllum með því að taka rúnt um þrjú leitið um kvöldið niður á hverfisgötu úr grafarvogi til að láta mig fá miðana. Hinn litli heimur sýndi sig svo enn einu sinni og sannaði þegar ég rakst á franskan mann sem ég kynntist aðeins í fyrra en hann var að læra hérna við HÍ, var að læra íslensku og heimspeki svo ég gat talaði við hann íslensku til æfingar og hann gat sagt mér sitthvað um heimspekina sem ég var að læra. Jæja, hann flutti auðvitað heim til parísar síðastliðið vor og ég flutti til ítalíu síðastliðið haust. Og samt rekst ég á hann í miðbæ rvk á gamlárskvöld. Fyndið.

Í kvöld er svo seinasta laugardagskvöldið á Íslandi í ca. átta mánuði svo mér finnst það skylda mín og ánægja að kíkja út á lífið. Ja bara rétt svona til að sína mig og sjá aðra..... Slæmar minningar frá fyrsta degi ársins ná ekki einu sinni að bæla niður löngun til að djamma örlítið. Þó mun ég hugsa mig tvisvar um áður en ég blanda öllum mögulegum víntegundum saman í kokteil í maganum á mér, einkennilegt að maður skuli seint læra að slíkt er ekki vænlegt til hamingju.

Ég er alveg farin að hlakka til að fara aftur til Ítalíu, en þó er maður svo fljótur að verða heimakær að þetta letilíf hérna með mat og drykk og flatmögun og heimabíó og góðum vinum mun skilja eftir sig smá söknuð. Aftur á móti ef ég yrði að vera hérna og finna mér vinnu og eitthvað að gera myndi heimakæran dvína snarlega. Hef uppi miklar hugmyndir um allt sem mig langar að gera næstkomandi mánuði á Ítalíu, fyrir utan að eiga heimboð í köben, gautaborg, brussel og nú síðast í parís þar sem ég hefði ekkert á móti að kanna söfnin og svona. Halló, fyrst ég er að læra listasögu er það nú næstum því skylda að fara á Louvre safnið og fleiri. Hvað er betra en að fara til svona stórborga með innfæddum sem þekkja á allt og geta sýnt manni út og inn hvað er markvert og fundið alla góðu staðina.

Eitthvað þarf maður víst að hugsa um peningahliðina, en hvað eru péningar á móti reynslu?




Thad er nytt ár um heim allan í dag. Nema td. í Kína þar sem árin eru ekki talin eins.

Einsog oft áður var fyrsti dagur ársins viðbjóðslegri en orð fá lýst. Eitthvað fór blandan af bjór, rauðvini, staupum og vodka illa í magan á mér og ég fékk þá ánægju að vera þynnri en nokkru sinni fyrr á ævinni held ég bara. Einsog oft áður velti ég fyrir mér hvort ánægjan af drykkju sé virkilega þess virði að vera titrandi marglytta með hraðan hjartslátt og hausverk sem jafnast á við springandi haus og engin leið að halda verkjatöflu nógu lengi ofaní maganum til að slá á verkina. Meira segja þegar stelpurnar komu til mín og ásu sem svaf í rúminu mínu með pizzur nammi snakk og kók, gat ég ekki nema bitið einn bita og dáið svo.

Ég mun seint gleyma því að ég borðaði kebab með miklum lauk áður en ég fór að sofa. Stelpurnar keyptu dominos extra, sem ég held ad standi fyrir extra lauk. Gebba valdi svo risasnakkpoka af sourcream and onion sem er viðbjoðslegasta lauksnakk sem til er, og erla valdi "óvart" lauk ídýfu. Snarundarleg þynnkublanda. Laukur á diskinn minn. Ojjjbarasta. Ekki fyrr en um hálf tíu um kvoldið eftir að hafa dormað uppí sofa yfir chicago á hæsta styrk fór ég að skriða saman og borðaði laukpizzu og lauksnakk með laukídýfu af sæmilegri lyst.

Hef þó mjög skýra mynd af því að um hálfáttaleytid á nýársmorgun var ég í fullu fjöri og ætlaði mér bara að finna eftirpartý, engin ástæða til að fara heim að sofa strax....... þakka máttarvöldum að engin var til í eftirpartý því ég bíð ekki í það að æla gulri froðu heima hjá öðrum en sjálfum sér.

Í dag er ég svo búin að vera í náttfötunum í tæpa tvo sólarhringa og flatmaga einsog aldrei fyrr. Mikið er gott að gera ekkert þegar maður er ekki þunnur. Nú tekur við maraþonvika í að gera skemmtilegt með öðrum og gera ekkert með öðrum og slappa af og samt skemmta sér, því alltíeinu er vika í að ég fari heim, eða út eða hvað sem maður á að kalla það.

Það er kanski ágætt að árið byrji svona illa, því þá getur það ekki farið nema batnandi..... Og hvort sem þið trúið því eða ekki hef ég miklar hugmyndir fyrir þetta ár, nú skal ásta finna framkvæmdagleðina og ég ætla mér að gera mikið og djamma minna.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com