Hosted by Putfile.com





Heimurinn er lítill. Á gamlárskvöld fórum við í partý sem hún guðný vinkona skipulagði í sal einum i miðbæ reykjarvikur, rétt eftir að ég mætti á staðinn fattaði ég að mér hafði tekist að gleyma miðunum sem ég hafði keypt um daginn fyrir mig og þrjár aðrar vinkonur mínar á gamlársfagnað á Hressó heima. Mér til mikillar hamingju er faðir minn ekki mikill í vininu og þessi elska bjargaði okkur öllum með því að taka rúnt um þrjú leitið um kvöldið niður á hverfisgötu úr grafarvogi til að láta mig fá miðana. Hinn litli heimur sýndi sig svo enn einu sinni og sannaði þegar ég rakst á franskan mann sem ég kynntist aðeins í fyrra en hann var að læra hérna við HÍ, var að læra íslensku og heimspeki svo ég gat talaði við hann íslensku til æfingar og hann gat sagt mér sitthvað um heimspekina sem ég var að læra. Jæja, hann flutti auðvitað heim til parísar síðastliðið vor og ég flutti til ítalíu síðastliðið haust. Og samt rekst ég á hann í miðbæ rvk á gamlárskvöld. Fyndið.

Í kvöld er svo seinasta laugardagskvöldið á Íslandi í ca. átta mánuði svo mér finnst það skylda mín og ánægja að kíkja út á lífið. Ja bara rétt svona til að sína mig og sjá aðra..... Slæmar minningar frá fyrsta degi ársins ná ekki einu sinni að bæla niður löngun til að djamma örlítið. Þó mun ég hugsa mig tvisvar um áður en ég blanda öllum mögulegum víntegundum saman í kokteil í maganum á mér, einkennilegt að maður skuli seint læra að slíkt er ekki vænlegt til hamingju.

Ég er alveg farin að hlakka til að fara aftur til Ítalíu, en þó er maður svo fljótur að verða heimakær að þetta letilíf hérna með mat og drykk og flatmögun og heimabíó og góðum vinum mun skilja eftir sig smá söknuð. Aftur á móti ef ég yrði að vera hérna og finna mér vinnu og eitthvað að gera myndi heimakæran dvína snarlega. Hef uppi miklar hugmyndir um allt sem mig langar að gera næstkomandi mánuði á Ítalíu, fyrir utan að eiga heimboð í köben, gautaborg, brussel og nú síðast í parís þar sem ég hefði ekkert á móti að kanna söfnin og svona. Halló, fyrst ég er að læra listasögu er það nú næstum því skylda að fara á Louvre safnið og fleiri. Hvað er betra en að fara til svona stórborga með innfæddum sem þekkja á allt og geta sýnt manni út og inn hvað er markvert og fundið alla góðu staðina.

Eitthvað þarf maður víst að hugsa um peningahliðina, en hvað eru péningar á móti reynslu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com