Í kvöld er svo seinasta laugardagskvöldið á Íslandi í ca. átta mánuði svo mér finnst það skylda mín og ánægja að kíkja út á lífið. Ja bara rétt svona til að sína mig og sjá aðra..... Slæmar minningar frá fyrsta degi ársins ná ekki einu sinni að bæla niður löngun til að djamma örlítið. Þó mun ég hugsa mig tvisvar um áður en ég blanda öllum mögulegum víntegundum saman í kokteil í maganum á mér, einkennilegt að maður skuli seint læra að slíkt er ekki vænlegt til hamingju.
Ég er alveg farin að hlakka til að fara aftur til Ítalíu, en þó er maður svo fljótur að verða heimakær að þetta letilíf hérna með mat og drykk og flatmögun og heimabíó og góðum vinum mun skilja eftir sig smá söknuð. Aftur á móti ef ég yrði að vera hérna og finna mér vinnu og eitthvað að gera myndi heimakæran dvína snarlega. Hef uppi miklar hugmyndir um allt sem mig langar að gera næstkomandi mánuði á Ítalíu, fyrir utan að eiga heimboð í köben, gautaborg, brussel og nú síðast í parís þar sem ég hefði ekkert á móti að kanna söfnin og svona. Halló, fyrst ég er að læra listasögu er það nú næstum því skylda að fara á Louvre safnið og fleiri. Hvað er betra en að fara til svona stórborga með innfæddum sem þekkja á allt og geta sýnt manni út og inn hvað er markvert og fundið alla góðu staðina.
Eitthvað þarf maður víst að hugsa um peningahliðina, en hvað eru péningar á móti reynslu?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home