Hosted by Putfile.com





Mæting

Ég er lent. Fyrstu nóttina svaf ég einsog ungabarn eftir stress og kvíða og kveðjur. Búin að fá bæði danskan bjór og feikimikið chilli á shawarma. Einsog heima hjá mér á vingaardstræde að njóta síðustu daganna í miðbænum áður en einverulífernið hefst í útjaðri kaupmannahafnar.... þó er mér sagt að ytri österbroteljist nú miðsvæðis eftir allt saman en þegar maður er vanur að hafa amagertorv í tveggja mínutna fjarlægð þá er bara allt langt.

Appelsínugul skipulagsbók í farteskinu. Eyddi óvart klukkutíma í bókabúðinni en keypti samt bara vikuplanara og penna.

Verandi ákaflega vön flutningsstemmingunni þá er ég einsog heima hjá mér hérna þar sem bæði sigrún og björk eru að flytja á sinnhvorn staðinn. Við sigrún fórum í mjög áhugaverðann leiðangur í dag út á amager með frekar óljósa hugmynd um hvert við værum að fara. Nálægt lergravsparken en skrifuðum hvorki niður götunafn né búðarnafnið.... Tilgangurinn var að kaupa kassa svo þær geti klárað að flytja, eftir þó nokkrar villur en þó ratvísar miðað við aðstæður fundum við fína búð með allskonar flyttetilbehör og keyptum tuttugu stykki kassa. Tíu stórir kassar í búnti er ekki mjög meðfærilegt að bera og þegar rétt meðalstór stúlka treður því undir hendina og heldurslæmu taki í handfang þá gæti hún fengið blöðrur í lófa og ekki síst undarlega marbletti á hvora mjöðm. Mjaðmabein eru gerinilega óhentug þegar kemur að flutningum.... Já svo við sigrún erum helaumar og marnar á mjöðmunum eftir þetta, en með kröftum hafðist það allt saman.

Annarra manna kærastar eru sérdeilis hentugir líka í burðinum, allavega stóð greg sig vel í að drösla dóti uppstiga. Við komuna til landsins brunaði ég á nörreport frá flugvellinum að hitta björk og greg þar. Ekki var lukkanmeiri en slik að lyftan upp á jarðhæð þrýstist upp en byrjaði skyndilega að síga aftur. Hún seig hægt en örugglega niðurþar til múrsteinar umluktu hverja hlið og ekki sást neitt út. Þar sat hún svo föst meðan fólk byrjaði örlítið að stressa sig á aðstæðum, eldri kona vildi pota í alla takka en ein ung dönsk lamdi hana næstum. Verandi með netta fóbí fyrir lyftum þá leist mér samt ekki á blikuna. Hægt og hægt seig lyftan svo niður á fyrstu hæð og við svo fegin að komast út að stiginn var yndislegur. Greg með töskuna.

Metro á nörreport næsta stopp. Þar var dúddi í metrófötum í lyftunni en jæja, allir taka lyftur. Á neðstu hæðneitaði hurðin að opnast og þegar við stundum og stressuðumst, NEI ekki aftur, sagði hann bara jæja afhverju haldiði að ég sé hérna...? upp aftur og hann skipaði okkur í stigana. Greg hélt líka á töskunni niður. Metro á nytorv. Lyftan komst upp en það var samt ógeðsleg ælulykt að kæfa okkur. Taskan líka borin upp alla stigana hjá stelpunum. Og það eftir heilan dag í Ikeaheimi. Hann og sigrún stundu til skiptis I was killed by ikea þar sem hún fann einsog eitt stytti búslóð. Ég ætla gefa þeim nokkra daga til að jafna sig áður en þau koma með mér hehe.

Þreyttur pési. Marblettapési. Einmanna pési aleinn í ókunnu rúmi. Neterfiðleikapési þar sem stolna netið virkar bara í augnablik í senn. Bjórpési. Rauðvínspési. Flutningspési með meiru. Einn dagur þar til skólinn byrjar.




kveðjur, haust og hálfvitaharðurdiskur :(

It´s time. Rokið í gærkvöldi reif í hárið og feykti manni til og smaug inn að beini í haustkuldanum. Í morgun var ísköld skólahaustlykt í loftinu. Sumarið er greinilega búið.

Stjörf af kveðjustundum síðustu viku. Finnst næstum einsog það sé bara kjánalæti því ég hljóti að hitta alla á kaffihúsi eða úti á götu næstu helgi. Í fréttunum á sunnudaginn var sagt frá heimilislausum íslending í köben. Ég telst víst heimilislaus í bili meðan ég er hvergi skráð og bækurnar mínar í sjópósti milli landa. En óþarfi er að örvænta því ég á marga góða að sem hýsa mig þar til danskinum dettur í hug að afhenda lyklana.

mp3 spilarinn ónýtur. Ætla brenna geisladiska í staðinn til að hafa tónlist í eyrunum í lífinu. Brenna nýja tónlist af harða disknum. Harði diskurinn deyr fjórum tímum áður en ég fer úr landi. NEEEEIII. Engar bíómyndir. Engar myndir. Engin ný tónlist. Annað skiptið sem hann bilar. Hikkst hikkst. Mæli ekki með að kaupa Packard Bell harðan disk. Ætla koma við í elkó á leið á völlinn. Jafnvel rífast upphátt og ákveðið ef þörf er á því.




kassarnir fullir

Maginn er kominn í hnút.

Þó veit ég af reynslunni að það leysist úr honum sjálfkrafa. Allt verður líka nýtt og gott aftur. Það er óvissan sem er spennandi. Það er samblandan af kvíða, eftirvæntingu og löngun í ævintýri sem vantar þegar ekkert er að gerast. Ég er búin að ætla mér að vera að kafna úr stressi síðan ég kom heim síðast.

Með þægilega og hugsanlega örlítið barnalega trú á heppni og góðan heim að vopni þá veit ég samt að yfirleitt gengur það upp sem ég vil. Það þarf ekki að vera átakalaust að vera til enda yrði það bara leiðinlegt. Kannski er hinn stærsti misskilningur að orðið erfitt hafi endilega neikvæða merkingu. Hausthamskiptin fara í gang og skilnaður við öruggu veröldina og líka þá sem ég vil samt ekki skilja við. Men måske kommer jeg ud som en rigtig dansker?

Og hvar væri dramað að næturlagi án sellóspils? Kassarnir eru fullir og veggirnir tómir. Eftir viku sit ég einhverstaðar ein á gólfinu með tóma danska veggi og aleiguna í kössunum.

Gelgreiddi og jakkafataklæddi ungi viðskiptafræðingurinns sem hóf störf eftir breytingar og endurskipulag hjá glitni hf var að sjálfsögðu við borðið þegar ég mætti með plastmöppu af pappírum og tossamiða frá silju frænku verðandi fjármálaverkfræðing um hvað ég mætti ekki gleyma að spyrja um. Hann var þó nokkurnveginn einsog smjör og gerði allt sem ég bað hann um þó hann gerði mér ljóst með snert af vanþóknun að það kostaði marga peninga að fá meiri peninga að láni en gat hinsvegar ekki gefið neinar töfralausnir ef maður á enga.

Ég ákvað að treysta súkkulaði bankastráknum og tilkynnti að ég ætlaði hér eftir að hafa samband við hann og stakk á mig nafnspjaldi. Ég fylltist samt söknuði eftir rósu sem sagði elskan og það var huggó. Það væri hinsvegar ekki huggó ef jakkafatadúddinn segði elskan, meira hrokafullt og yfirlætislegt.




introdag

Hvað er ógnvænlegra en að yngsti bróðir minn sem ég skeindi og snýtti í mörg ár titli sig núna doktor love á msn og rauða rós hvoru megin. Hann er rétt að skríða í gaggó eða hið stóra ár að fara í áttunda bekk og fermast í vor. Skerí. Það er meira en áratugur síðan ég fermdist.

Ég er ekki lengur með skarð í framtönn. Hinsvegar er örlítið horn á lagfæringunni svo ég fikta stanslaust með tungubroddnum í því, eiginlega verra en oggubrotið sjálft.

Ég veit að ég á að mæta í lokale 21.0.49 hinn fyrsta september klukkan 13:00. Veit ekki hvaða byggingu eða deild samt en það virðist aukaatriði. Á frumriti leslista eru líka bækur á þýsku. Danir elska og dýrka greinilega að láta fólk halda fyrirlestra og taka þátt í umræðum. Ekki bara babla um óáþreyfanlega hluti sem tengjast nýrri þróun í sjónrænum miðlum á dönsku heldur lesa um það á þýsku? áhugavert. Reyni að segja sjálfi mér að fyrst ég komst í gegnum munnleg próf á ítölsku í listheimspeki með fimm ára orðaforðann þá hlýt ég að geta allt.

Hvað skyldi vera innihaldið í listfræði námskeiði sem heitir; "Dutch desease & flying duchmen" ?




lokadagar eiríksgötunnar

Sól og bjór í lóninu. Einsog alvöru túristar eða allavega innan um nóg af þeim. Takk fyrir að vera skemmtilegar litlu skjáturnar mínar sem fóru í bað með mér ;) Já það eru skiptar skoðanir á hvað ég hef tíma til að gera. Að minnsta kosti er ég að reyna að skipuleggja mig en það eru færri klukkutímar í sólarhringnum en ég vildi.

Þó hefur flutningunum seinkað slatta miðað við upphaflegt plan svo ég hef enn smá tíma til að hitta og kveðja og gúddíness. Föstudagskvöld er kaffihúsaferð í þeim tilgangi að segja bæbæ svo allir sem geta komi þá!!! Laugardagur er svo síðasti opinber flutningsdagur og þrifadagur á eiríksgötunni og allir sem geta hjálpað fá gefins pizzu og kók :)

Everything is happening and you can drink aaaanything you want from the table.




to have and not to have

Iss já ég veit. Ljónið er latt. Kemst heldur ekki í það að blogga í vinnunni á daginn lengur og milli þess að skrifstofast, hanga og hugsa um veika skáldið mitt kemst furðu fátt í verk. (lúxusvandamál einsog þau gerast best...)

Ég luma á undarlegum hlutum. Fljótandi gullkrem fann ég í skúffu. Gæti orðið einsog egypsk prinsessa með all over gullitaðan líkama. Fá tækifæri til þess. Hinsvegar áferð fyrir ljósmyndasenu með gullívafi um helgina á dagskrá.

Eiga og ekki eiga það er spurningin. Hvað þarf maður að eiga áfram og hvað tekur maður aldrei aftur eftir að eiga ekki lengur. Hlutir og tilfinningar með þeim sett í fóstur eða hent og lífið heldur áfram með minimalísku farteski sem er alltaf í rauninni feikinóg þegar á hólminn er komið. Ætli ég eigi einhverntímann eftir að eiga heila búslóð?

Kosturinn við síðustu tvær íbúðir að fyrri eigendur höfðu skilið eftir eitt og annað. Það brást ekki að ef mig vantaði eitthvað við eldamennsku eða heimilisvesen að ég gramsaði í einhverri skúffu og fann það. Langamma hafði meira segja átt fjöltengi fyrir símainntak, þegar kaffikannan mín brotnaði fann ég bara aðra inni í skáp, ostarifjárn og upptakarar jú neim it. Nú fer ég í sterílt kollegi herbergi sem er búið að þrífa með klór svo ekki sé hægt að hanka fyrri leigjendur eða neita þeim um tryggingu. Þar mun ekkert leynast nema það sem ég tek með mér. Faðir minn er ennþá hippi í sér og þó hann eigi nuna jeppa og stórt hús þá finnst honum í hjarta sínu allir hlutir vera óþarfi. Þvílík óþarfi að eiga rúm!! þau sváfu á danskri dýnu með plakat á vegg í tíu ár með mig og engum varð meint af. Samt vantar mig meira en allt canon ip5200 prentara í byrjunarbúslóðina.

Það fer vel með græna tekatlinum sem er eina eldhúsáhaldið sem ég flyt með mér út.




pappíraflóðið hefst

return of the paperwork.

Síðsumar er alltaf undirlagt af pappíraflóði og heimsóknum á skrifstofur. Kannski því ég hef flutt á haustin síðustu fjöldamörg ár. Þrisvar til útlanda og tvisvar milli íbúða innan reykjavíkursvæðisins. Ég ætti að vera betri í að vita hvað þarf að gera. Eini kosturinn við að ég vinn of lítið en á asnalegum tímum er að ég kemst í útréttingar.

Ég er búin að sækja um samnorrænt flutningsvottorð og konan var svo hissa og stolt af mér að gera þetta með svona mikum fyrirvara að hún ætlar bara að senda þetta í pósti hananú. Lín er búið að sætta sig við innskiluð aukavottorð. Leigusamningur í pósti líka. Ekki einungis hlýt ég að verða í ógeðslega góðu formi því þeir gefa manni líkamsræktarkort með dýru leigunni þá er að sjálfsögðu bar á staðnum. Kannski er ræktin gefin með til að fólk safni ekki of mikilli bjórbumbu...




ammlii

Ooooog þá er það komið. Vissi alveg hvað ég ætlaði að óska mér og auðvitað blés ég á öll kertin (tvisvar). Orðin fjórðungsaldargömul einsog beibíið hún sys þreytist ekki á benda mér á. Fólk var duglegt að vera gott við mig og koma mér á óvart á hina ýmsu vegu og skemmti það mér alveg heilan helling.

Mér tókst líka að blanda marga cubalibre og drekka þá nokkra, troða sólhlífum í drykki og hengja á fólk blóm, svamla í bláa lóninu með bjór og forðast ítalska mottumenn, elda kókoschilli kjúkling ofan í fullt af fólki, flandrast um í appelsínugulum kjól, hellt á mig hot&sweet, var spurð hvar ég hefði got laid af hawaiskum mönnum en þegar ég brást hin versta við þeim spurningum drógu þeir upp skilríki til að sanna að þeir væru í alvöru frá hawaii og að blómakransar einsog sá sem ég flandraðist um með í bænum væri kallað lay? á hawaii. Lítil systir spilaði á gítar og var í eins doppóttum kjól og siggan. Ellinn kominn til landsins í afmælisgjöf og gaf mér svo nýja kápu frá gautaborg í stað grænu frá í fyrra. Hann veit allt um það og meira en ég um hvað verður í týsku í vetur svo nú verð ég posh í tweed.

Það var gaman þó margir hafi verið annarstaðar en með mér hvort sem það var úti á landi, í útlöndum eða í vinnu. Takk takk allir fyrir allt saman. Sjálfhverfan gleðst yfir að eiga sér dag/a. Maður er víst ekki ljón fyrir ekki neitt.




góða nótt :(

Hótel #%&/(&/ góðan daginn segi ég einsog móttökudömu sæmir. Á hinni línunni heyrist lurfulegt ha, hver eredda. Ég kynni mig með nafni. Vóóó ereddiggi exið? segir mjög svo ringlaði drengurinn á hinni línnu. Nei væni. Þetta er hótel $%&/#%.

Ég þori að veðja að það sést í brækurnar uppúr buxunum sem eru beltaðar bókstaflega fyrir neðan rassinn og hettan er alltaf á honum. Hann gæti verið utan við sig by nature en hann gæti líka verið utan við sig vegna ofneyslu á kemískum efnum af einhverju tagi.

Næturvakt á ný. Gleymdi að sofa í dag þó úrhellið hafi verið svefnvænt. Bömmer. Geispa næstum golunni og kvöldið rétt að hefjast.

Í fréttum er þetta helst. Þemaæðið fæddi af sér kúbverska stemmingu í afmælinu næsta laugardag. Af hverju? Veit ekki. Kannski af því mig langar í mojito, cuba libre, blómakrans og feitan vindil. Að allir séu sveittir og sveiflast til í sveiflunni með sólhlíf (ekki regnhlíf) í drykkjunum sínum. Fyrst verður brunað með dömurnar og þá drengi sem vilja í lónið eina, þar sem við í úrhellinu látum sem við séum á strönd og mýkjum húðina fyrir átök kvöldsins. Át-tök kvöldsins verða áhugaverð blanda af réttum og ekki gleyma drykkjum. Með klökum því það er svo hot í penthásinu.

Á morgun indversk veisla í mörgum liðum. Það er monsoon veðurtími á íslandi um helgina og tilvalið að fagna því. Ég væri til í að dansa berfætt í drullupollum með gul blóm útum allt. Í staðinn tiplum við í alþjóðlegum hóp og borðum miiiikið af góðum mat og skálum í einhverju.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com