góða nótt :(
Ég þori að veðja að það sést í brækurnar uppúr buxunum sem eru beltaðar bókstaflega fyrir neðan rassinn og hettan er alltaf á honum. Hann gæti verið utan við sig by nature en hann gæti líka verið utan við sig vegna ofneyslu á kemískum efnum af einhverju tagi.
Næturvakt á ný. Gleymdi að sofa í dag þó úrhellið hafi verið svefnvænt. Bömmer. Geispa næstum golunni og kvöldið rétt að hefjast.
Í fréttum er þetta helst. Þemaæðið fæddi af sér kúbverska stemmingu í afmælinu næsta laugardag. Af hverju? Veit ekki. Kannski af því mig langar í mojito, cuba libre, blómakrans og feitan vindil. Að allir séu sveittir og sveiflast til í sveiflunni með sólhlíf (ekki regnhlíf) í drykkjunum sínum. Fyrst verður brunað með dömurnar og þá drengi sem vilja í lónið eina, þar sem við í úrhellinu látum sem við séum á strönd og mýkjum húðina fyrir átök kvöldsins. Át-tök kvöldsins verða áhugaverð blanda af réttum og ekki gleyma drykkjum. Með klökum því það er svo hot í penthásinu.
Á morgun indversk veisla í mörgum liðum. Það er monsoon veðurtími á íslandi um helgina og tilvalið að fagna því. Ég væri til í að dansa berfætt í drullupollum með gul blóm útum allt. Í staðinn tiplum við í alþjóðlegum hóp og borðum miiiikið af góðum mat og skálum í einhverju.
1 Comments:
já hljómar ekki ílla... getum farið í þykjustuleik með blómakransa og látið sem sólin skíni...
Skrifa ummæli
<< Home