Hosted by Putfile.com





mmmm matarboð

Ég er svo svöng að mér er flökurt. Hlakka til að fá eitthvað gott að borða á eftir. Það er kominn þriðjudagur og enn langt í mánaðarmót, en samt er fiðringur að kíkja út um helgina. Snarbiluð auðvitað þar sem í síðustu viku var tekinn fjarki. Slíkt hefur ekki verið gert síðan á ítalíu forðum daga, (já það er heilt skólaár síðan ég kom heim) og í raun merkilegt að púlla það of miðað við bágan fjárhag. Lán hér og lán þar og fyrirfram úr vinnunni. Já ég get svo svarið það, öll útlendingamafían sem stundar nám hérna er helmingi duglegri að læra en ég. Ég á eitt próf eftir til að ljúka þessari önn og allt kemur fyrir ekki. Einbeitingin er ekki til staðar. Þetta var ein skrítnasta helgi í áraraðir og ekki orð um það meir. Til skiptis bíó með gráti yfir hörmungum heimsins, útivera í þynnku í öskjuhlíð eða rúllandi um skemmtistaði með ólíklegasta fólki og skemmtilega undarlegir atburðir á hverju strái. Kannski er að koma sumar með allri þeirri bilun og skemmtilegheitum sem því fylgir. Kannski var fullt tungl. Velti þvi reglulega fyrir mer hvort við séum skrítnar eða hvort allir séu almennt skrítnir.

Próf próf próf próf. Annars er það í fréttum að námstilhögun virðist vera að taka stóra lúppu enn einu sinni og ég farin að skoða ljósmyndanám aftur og búin að fresta hjálparstarfi í Asíu í smá stund. Finnst það gríðargóð hugmynd að fara til ítalíu og skrifa bara BA ritgerðina þar. Enda veitir ekki af að dusta aðeins rykið af ítölskunni. Svo er Írland nýja málið. Gebbu finnst allavega málið að stefna að fjölgun rauðhærðra og líkurnar þar séu meiri en ella. Svo margt í boði. Er það skrítið að ég sé ístöðulaus og flögrandi.

Nóg að gera að ná að klára passann minn á kvikmynda hátið, enn þrjár myndir too go.




rauðvínslegin nótt

Já en ekki slegin bara legin. Það er að segja ég lá andvaka í alla helv nótt með hausverk sem ég tengi beint við rauðvínsglösin tvö sem mér datt í hug að fá mér í gærkvöldi. Það var þó mjög hressandi og hlýjandi glös og sjálft labbið heim í rigningu hafði ýmsar súrar uppákomur, meðal annars varð á vegi okkar stál menn hjá Hallgrímskirkju. Kunnugir gera sér grein fyrir að átt er við menn úr stáli en ekki einstaklega harðir menn. Vakti takmarkaða lukku mína að sjá það ævintýri skjalfest á síðu auðar en þó var þetta alveg ógeðslega fyndið hjá okkur einsog sjá má á mér. Hugsanlega svona had to be there moment. Síðan eru tilviljanir til þess að hlæja að þeim og ekki seinna vænna að gera sér grein fyrir að reykjavík er oggusmá, þótt um sé að ræða miðjar nætur á mánudegi á förnum vegi.

Miðað við rauðvín, svefnleysi og skrítinn húmor þá er snarundarlegt að ég hafi druslast framúr í morgun á þeim óguðlega tíma hálf níu til að fylgja gerði í latíno dansa og dilla rassi í gríð og erg. Ekki nóg með það heldur mæta svo hrein og spræk í tíma klukkan ellefu og sit nú á bókhlöðunni. Í sparnaðarskyni kom ég með Risabrúsa, alvöru útilegubrúsa fullan af rótsterkukaffi sem við gebba sötruðum einsog við ættum lifið að leysa í byrjunarpásunni ( auðvitað byrjar maður á kaffi þegar mar mætir) ræddum gráður og heimsreisur og skort á sumarvinnu en framboð á sexaparty og annað sem kaffi þurfti við. Svo nú sit ég koffínsveitt með svefngalsa og minningu um rauðvínshausverk og flissa inní mér að fáránleika lífsins og alls sem því fylgir.

Guð hvað draumar geta verið fáránlegir. Hvaðan koma þeir eiginlega? Stundum dreymir mann svo asnalega og raunverulega að maður skammast sín alveg fyrir að eigin undirmeðvitund sé upphafsmanneskja að því. Djísús.

Ég kemst bara ekki yfir það að heilinn á manni gerir engan greinamun á því sem við sjáum fyrir framan okkur og því sem við sjáum í huga okkar sem minningu eða hugsun. Það skilar nákvæmlega sömu tilfinningaboðum og taugatengingum. Svo það sem gerist þar er auðvitað jafn "raunverulegt" og það sem gerist fyrir utan. Að minnsta kosti í þeim skilingi hvernig maður upplifir það. Mikið er heilinn skemmtilegt fyrirbæri. Kannski er ég á vitlausri hillu. Kannski átti ég að læra kjarneðlisfræði og fara út í skammtafræði eftir allt saman, ja eða einhverskonar taugasálfræði. Eða hvað þetta nú heitir allt saman.

Ef tilviljanir eru síðan ekki eins miklar tilviljanir og maður heldur, hvað eru þær þá? Mér finnst allavega stórundarlegt hvernig stundum virðist allt ýta undir eitthvað eða hræra í því. Er þetta allt bara kaos og allt annað bara það sem við kjósum að sjá útúr því.




Fór í fjögur bíó í gær í minnsta sal sem til er í reykjavík. Myndin var í hæsta máta óvenjuleg og reyndar verður að segjast að nánast allir í salnum voru mjög óvenjulegir. Enda kannski ekki venjulegt fólk sem dettur í hug að kíkja í bíó um miðjan dag á mánudögum. Og á mynd um eðlisfræði og heimspeki. Af hverju erum við hér og hvert stefnum við og fleiri góðar og yfirgripsmiklar spurningar. Hún hefur manni samt fullt af nýjum spurningum og vangaveltum um hvað það er sem við sjáum, og hvernig við upplifum í heilanum. Þessar fræðigreinar sem reyna að skilja af hverju fólk hagar sér á ákveðinn hátt og af hverju það sér eitt sem raunverulegt og annað ekki, með dash af tilvistarkreppu og löngun til að skilja af hverju maður bregst við einsog maður gerir. Mér virðist sem þrátt fyrir að maður reyni að höndla hlutina á vitrænan hátt þá hafa hugsanir og tilfinningar alltaf leiðir til að brjótast út. Og að þessar hugsanir hafi meira vald heldur við gerum okkur grein fyrir. Ég meina er það ekki merkilegt að heilinn bregðist nákvæmlega eins við að sjá hlut í raunveruleikanum, og að hugsa um minningu um hlutinn? Er þá ekki nákvæmlega jafn raunverulegt það sem gerist inni í hausnum á manni og það sem gerist utan hans?

Auðvitað fór margt fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að stóra samhengi allra hluta og fræðilegrar orðræðu um skammtafræði, eðlisfræði,taugafræði og sálfræði en það er sama. Mæli með því að maður skilji betur sinn eigin heim. Eða haus.




Það bregst ekki að í hvert skipti sem námið er aðkallandi og verkefna skil brenna gat í buxurnar, þegar námsmaðurinn sér fyrir endann en samt varla fyrir hrúgu af bókum og blaðabúnkum og örvæntir því áður en hann kemst út í atvinnuleysið og fagurt kuldasuma verður hann að tileinka sér þekkingu heillar annar sem fór í annað en að læra, á þessum augnablikum fer ég að einbeita mér að einhverju öðru. Einu sinni las ég um html á nóttunni til a læra að gera bloggsíðu í heila próftíð. Þessa dagana les ég um sjálfboðastarf á Indlandi. Búin að ákveða að það sé málið. Fyrst ég get ekki gert sjálfa mig hamingjusama með allt sem ég hef, né fengið vinnu við það sem ég hef lært sé ég ekkert betra í stöðunni en fara og eyða öllu sem ég á, það er að segja tíma mínum og manneskjulegri umhyggju á þá sem þurfa á því að halda. Sá galli er á gjöf njarðar eða þannig, að ég þarf náttla að vinna fyrst til að eiga fyrir góðmennskunni. Heppilega er alltaf hægt að sækja í starfsvettvanginn sem ég hef verið á hingað til, veitingabransann eða umönnun á elliheimilum.

Lífið kemur alltaf á óvart, hvort sem það er á góðan hátt eða illan. Þótt trúleysi mitt á fólk hafi beðið hnekki margsinnis, enda lítil von að trúa á almenna góðmennsku fólks og sjálfs sín eða aðra fallega hluti ef maður týnir sér í djammlífi reykjavíkur og öðrum slóðaskap, þá geta góðir hlutir samt gerst. Gamli góði frasinn hennar mömmu, maður hefur alltaf val. Ef ekki val um hvað gerist þá val um hvernig maður vinnur úr því. Svo missionið er bjartsýni.

Fátt betra en týna sér í vangaveltum um lífið og tilveruna og tilgang fólks þegar maður á að vera að vinna heimapróf og er að skíta á sig. Gæti verið verra. Í stóru samhengi heimsins skiptir þetta ekki svo miklu máli.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com