Fór í fjögur bíó í gær í minnsta sal sem til er í reykjavík. Myndin var í hæsta máta óvenjuleg og reyndar verður að segjast að nánast allir í salnum voru mjög óvenjulegir. Enda kannski ekki venjulegt fólk sem dettur í hug að kíkja í bíó um miðjan dag á mánudögum. Og á mynd um eðlisfræði og heimspeki. Af hverju erum við hér og hvert stefnum við og fleiri góðar og yfirgripsmiklar spurningar. Hún hefur manni samt fullt af nýjum spurningum og vangaveltum um hvað það er sem við sjáum, og hvernig við upplifum í heilanum. Þessar fræðigreinar sem reyna að skilja af hverju fólk hagar sér á ákveðinn hátt og af hverju það sér eitt sem raunverulegt og annað ekki, með dash af tilvistarkreppu og löngun til að skilja af hverju maður bregst við einsog maður gerir. Mér virðist sem þrátt fyrir að maður reyni að höndla hlutina á vitrænan hátt þá hafa hugsanir og tilfinningar alltaf leiðir til að brjótast út. Og að þessar hugsanir hafi meira vald heldur við gerum okkur grein fyrir. Ég meina er það ekki merkilegt að heilinn bregðist nákvæmlega eins við að sjá hlut í raunveruleikanum, og að hugsa um minningu um hlutinn? Er þá ekki nákvæmlega jafn raunverulegt það sem gerist inni í hausnum á manni og það sem gerist utan hans?
Auðvitað fór margt fyrir ofan garð og neðan þegar kemur að stóra samhengi allra hluta og fræðilegrar orðræðu um skammtafræði, eðlisfræði,taugafræði og sálfræði en það er sama. Mæli með því að maður skilji betur sinn eigin heim. Eða haus.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home