Hosted by Putfile.com





fjöll <> borgin

Ég veiddi ekki neitt. En ég brann samt í framan. Einsog stundum fór ég offörum í freknusöfnun. Það þarf svo sem ekki mikið til, hverjum dettur í hug að þeir brenni á enninu og nefinu þegar þeir eru í flíspeysu?

Tveir dagar, annar með 4 stiga hita grenjandi rigningu og roki og skýjafari niður við jörðu og annar með glampandi sól og sæmilegri hlýju. Fullt af fólki troðið saman í stóran skála og sofið allir um annan þveran á dýnufleti, þar sem hrotur og svefnuml blandaðist saman. Ég er orðin einsog svefnstyggt dýr eftir næturvinnubatteríið og heyri hvert hljoð, enda lagði ég mig á rigningardaginn og ekkert þreytt um nóttina. Litli hundurinn var fljótur að sjá hreyfingu og spretti yfir til mín og varð næstum afvelta við að klöngrast yfir svefnpokann hennar mömmu og sleikti okkur i framan. Eignaðist þar mikla vinkonu. Hún er meira segja einsog ég á litinn.

Fimm gítarspilarar (þar af tveir úr minni fjölskyldu, systir og móðir) og hópur af söngelsku fólki tók slagarana eftir grillið og einstaka bjór sötraður og krakkar sofnuðu og lágu einsog hráviði um kojur og í fangi. Ullarbolir og margar flíspeysur urðu skyndlega óþarfi því það magnast hitinn af svona hópi í einu rými þó kofinn sé ekki hitaður með öðru en líkömum. Auðvitað þarf maður samt að pissa um miðja nótt ofan í svefnpoka og klöngrast yfir svefnpokahrúgur og hrjótandi út í stafalogn og úða í skjannabirtu sem þó er einkennileg í grámyglunni þar kontrastinn milli svartra sandfjalla og skærgræns mosa magnast. Flugurnar í felum. Pissa í pissuhúsinu sem er í rölt fjarlægt, þar sem maður fær gæsahúð við að fletta frá sér ullarklæðum og þvær sér síðan um hendur með jökulvatni.

Smurbrauðshúsið opnaði reglulega, enda allir fjölskyldumeðlimir jafn hrifnir af nesti og ég. Það er bara æði að borða samloku eða flatbrauð og krumpaðan kanilsnúð með kaffi úr plastbolla á teppi eða úr skottinu á bíl. Second og third breakfast fastir liðir einsog venjulega. Samt fannst mér óskaplega gott að komast aftur i reykjavík. Ég er ekki gerð til að búa í sveit. Bara fara í skreppiferðir þangað.

Hjartanlega til hamingju með áfangana, sigrún og þóra og gerður. BArneignum lokið eða gráður fengnar. Bærinn olli mér þó klassískum vonbrigðum þó partýið hafi verið skemmtilegt. Bolla og bjór og partýleikir í bland við glæsilegar veitingar sem kröfðust round tíu í átinu. (reyndar í góðri æfingu eftir nestismaníuna) Svo södd í bænum að mig langaði að lemja þá sem löbbuðu á mig eða rákust utan í mig, sem voru hreinlega allir. Helltist yfir mig löngun til að æla á viðbjóðspikköpp og sveittar línur og ennfremur á vip raðir og frekju. Fullir íslendingar taka sig stundum til og eru allir leiðinlegir í einu. Hrokagikkurinn inní mér telur mér tru um að ég sé ekki þar á meðal. Hann hefur samt lúmskan grun um að svo sé.

Jæja. Það eru sem sagt tveir hallar. Ekki skal rugla halli við hall, það veldur misskilning. Hallur er hér og hallur er þar en ei tengdir innbyrðis. Möguleikar á skilgreiningum er köbenhallur og hallurinn (greinirinn fær sá sem ég þekki mun betur og hin er af augljósum ástæðum) í öðrum tilvikum er hentugt að hallurinn sé ljósvallagötuskáldið og sá Hallur var með mér í myndlist, lánaði mér bækur en hinn Hallur gaf mér skó og ég nefndi einhverntímann anarkistann, meira í gríni en alvöru og aðallega hans eigin orð. Báðir eru þó gefnir fyrir að tala mikið um allt mögulegt og áhugamenn um bjór.




sá stóri barasta

Veiða? Já það er ekkert minna. Eftir klukkutíma verð ég sótt og brunað með mig svefnlausa með fjölskyldum og öðrum óþekktum að nýta veiðileyfi í vötnum, kenndum við slíkt athæfi. Fluguhnýtarinn faðir minn ætlaði að taka mig í þvílíkt læri á einum degi að ég yrði útlærður fluguveiðimaður að því loknu. Hann rokveiddi víst á heimatilbúnu flugurnr sem voru soldið sætar, svartar og gular og minntu helst á búttnar randaflugur. Svo kaldhæðnislega vill til að hann kemst kannski ekki sökum rökræðulistar sinnar í þágu samfélagsins og þarmeð verða aðrir að kenna mér. Eða enginn.

Ég sé fyrir mér að það sé sól svo ég geti bara fengið eftirvinnulúrinn á vatnsbakka og sótt mér jafnvel freknur í leiðinni og klárað að lesa skugga vindsins. Hallur er nýja bókasafnið mitt, og frænku og örugglega margra annarra. Glæsilegt safn. Kannski vakna síðan og borða grill og syngja eitthvað, en þó vera komin í bæinn nógu snemma til að geta hugsanlega sötrað öl framað því að stundin rennur upp að velta sér allsnakinn í dögg á einhverjum grasbletti og fagna lengsta degi ársins. Þó ekki austurvelli held ég. Ef athyglissýkin fer alveg gjörsamlega með mig væri það þó hugsanlegt.

Ég fylltist í nótt trú á að danir væru í alvöru ligeglad þegar einn ungur hressilegur var bara sprækur og hress þrátt fyrir vandræðagang um miðja nótt sem hefði jafnvel farið í taugarnar á fólki einsog mér sem aldrei skipti skapi. Nei nei pirringur er ekki til í mínum bókum venjulega. ehehe. Án þess að fara í nein smáatriði á undarlegheitum næturinnar þá get ég sagt að það liggur við að ég sé leið yfir því að eftirmaður minn á næturvöktum sé fundinn og þarmeð muni ég verða af þvílíkum og öðrum eins uppákomum og ennfremur öllum djammheimsóknum.

Eeeeen bara liggur við. Þetta lítur bara frekar bjart út ef satt skal segja. Ekki síst þar sem sólin skín í augun á mér og blindar mig við tölvuna. Ok. Nokkrir reikningar og svo er ég farin útá land. Tschuss. Ciao. Auf wiederseh. arrivaderci. Hastalavista. seeya. vi ses. (já ég svindla tvennt úr sömu málunum. bæ og sjámst samt sko.)




bleikt stress

Ég læri aldrei af reynslunni. Það er bókstaflega í lögum að aldrei skal jinxa rólegri vakt með að segja það upphátt. Þetta ætti ég að hafa lært á margra ára reynslu á veitingastöðum og annarstaðar þar sem um leið og orðið er komið fram á varirnar fyllist allt af fólki eða eitthvað bilar. Eva var ekki lengi í paradís í gær eftir að anda rólega eftir helgina og drekka vont kaffi með uppgjörinu. Svitinn var farinn að streyma og hárin að reitast í allar áttir og uppákomur einsog stórir hópar að tékka inn um miðjar nætur, tosa fólk útur lyftum milli hæða eða handvinda föt eða annað fáránlegt stuðlaði að hlaupum útum allar trissur og almennu stressi.

Það er með ólíkindum hvað mér fannst það kaldhæðnislegt að vera í skææærbleika bolnum af gerði (kvennréttindadagurinn hananú, en það er aðallega fyndið því ég er venjulega óhemju lítið bleikklædd) og standa svo sveitt við að þvo föt af öllum strákunum. Já hemmi minn, nú hef ég bætt í reynslubankann að handvinda karlmannsnærföt, þurrka og brjóta þau saman meira segja. Ég hefði eiginlega átt að strauja sokkana fyrir þá líka. Ég efast ekki um að daðurspésunum fannst það óhemju skemmtilegur vinkill að ég væri í því að þvo af þeim. Þeir reyndu samt að gefa mér bjór en ég afþakkaði pent.

Rúmið mitt er í einni bestu nýtingu sem ég hef vitað af. Frænka sefur í því á nóttunni og ég á daginn. Það rétt kólnar yfir kvöldmataratímann. Maður gæti sparað enn meiri pening á að leigja bara saman herbergi þar sem einn vinnur næturvinnu og hinn dagvinnu... En ég er einskonar draugur á heimili mínu (ásamt pétri húsdraug auðvitað) það sér mig eiginlega enginn en samt kem ég þangað að sofa á hverjum degi. Um helgina var með endemum mikið af fólki í heimsókn og í partýum en ég sá engann bara réttsvo ummerkin eftir partý að morgni og hugsanlega framandi skó sem gáfu til kynna nýtingu á dýnum í öðrum herbergjum. Ég er orðin stressuð fyrirfram yfir öllu sem ég er búin að lofa í fríinu og öllum sem ég ætla að hitta. Verður gaman þó.

Hvað gæti maður ályktað af því að fá svar við atvinnuumsókn þrem mánuðum eftir að þú sendir hana, þar sem sagt er að umsóknin hafi verið svo skemmtileg og áhugaverð lesing að það hafi tekið langan tíma að ákveða svarið. Því miður gat hún ekki boðið mér vinnu á menningarstofnunni í köben, en sagði mér hinsvega eeendilega að hafa samband ef ég kæmist inn i skólann í haust.

Áhugaverð lesing? það er ekki sú lýsing sem ég ætti von á um atvinnuumsókn. Kannski þarf ég að vera aðeins hnitmiðaðari og formlegri en ég hef verið... Eða henni fannst ég skemmtileg og fílaði smá babbl í kringum staðreyndirnar.




update II

Neeeeeeeiii.

vinnusveit reykjavíkur á skærappelsínugulum pikköpp með snúandi blikkljósum mætti á svæðið með lítinn krana á bakinu og sveiflaði leðursófanum uppá pallinn. Þar fór lúrinn.

Nekt í lyftu er vikuleg uppákoma greinilega. Nú voru það bandarískir drengir á djamminu sem læstu sig óvart úti við að koma vini sínum í næsta herbergi í rúmið eftir að hann drapst. Undarlegt nokk voru þeir báðir berir að ofan og höfðu þess þá heldur ráðist að mér með myndavélar skömmu áður og reitt af sér misfyndna brandara og féllu hver um annan þveran í brandaraviðreynslum. ógleði minni og úfinleik voru þó engin tamörk sett en ég geymdi glottið í huganum til betri tíma.

Ég fatta nefnilega að nú er úrilla, úfna en þó krúttlega lobbístelpan sem andvarpaði yfir amerísku daðri og klaufaskapnum, gaf þeim ógeðssvip yfir fyrirspurnum um ólíver og því að þeir drápust fyrir fimm, er komin inn í ferðasöguna og skjalfest á mynd.

(það eru tíu mínútur eftir og ég er svo ástfangin af tilhugsuninni um rúmið mitt og svefn að það þyrmir yfir mig)




update

útilegustólarnir á hverfisgötunni eru horfnir. Í stað þeirra er hinsvegar kominn svartur þriggja sæta leðursófi. Svona ef einhver vill bíða eftir leigubíl í þægilegu sæti... Í þreytuvímunni finnst mér eiginlega huggulegt að rölta bara yfir götuna og leggja mig þar í stað þess að fara heim.

Krosslegg fingurnar að iðnaðarmennirnir á neðri hæðinni starfi ekki á dagsektum og mæti til vinnu á laugardögum og á þjóðhátíðardaginn. Ég mun ekki raula hæ hó jibbíjei ef þeir byrja að bora og berja með hamri beint undir rúminu mínu í dag.

einsog ein lítil krumpuð kona með breskan hreim hvíslaði að mér rétt í þessu. Happy birthday iceland. (einhver misskilningur í gangi með hátíðardaginn)




blautt

ómægod það er svo blautt. Allt er á floti. Bílaumferð skiptir um hljóðmunstur þegar þeir sulla eftir veginum. Niðurföllin á þökum flæða yfir og straumar meðfram húsþökum býr til dropahljóðskór. Það er bæði grátt og blautt en mig langar í ofsarigningu einsog rétt á undan þrumuveðrinu í bologna þegar það var einsog væri verið að spúla mig með háþrýstidælu ofan frá og úr öllum áttum útaf rokinu.

Hinsvegar fannst mér viðeigandi að það væri grátt og þungskýjað og hellidemba í kirkjugarðinum. Það er bara fallegt að vera með rennblautt hár og úfinn við að signa kistu. Það var líka einkennilega hressandi eftir baráttu við ofþreytu og almenna vanlíðan í kirkjunni að finna orkuna í rokinu og finna rigningu bylja á sér. Það er lifandi.




bittersweetogsvona

Pollíanna virkar víst ekki alltaf. Fólk hefur lýsti yfir vanþóknun á henni og öllu sem henni tengist, bæði því að allt gæti verið verra, þetta sé spurning um viðhorf og ekki síst að hún sé í ljótum doppóttum fötum.

Ég er hinsvegar yfirleitt nokkuð góð í að finna að hlutirnir séu ekki svo slæmir af þeirri góðu ástæðu að þeir gætu auðveldlega verið mun verri. Rétt á meðan ég sit á næturvakt og veit að með hverri minútu sem líður er styttra í að ég fari sama og ósofin í jarðarför hjá annarri langömmu minni sem lést í síðustu viku finnst mér samt ekki gaman og sé fátt til að vera ánægð með. Fólk á ekki að deyja. Enginn og aldrei og alls ekki sem ég þekki. Samt deyr fullt af fólki í öllum heiminum sem er fáránlega ósanngjarn og illur. Það eru stríð og hungursneyð og þjóðarmorð og almenn mannvonska á hverju strái en ég fékk að eiga tvær langömmur þangað til ég var tuttugu og fimm. Það hlýtur að vera heppni. Amma hrefna var líka eldhress veislukona alveg framað því að hún varð veikari. Hún naut þess að vera innan um fullt af fólki og helst að allir myndu syngja. Hún var strauk mér alltaf um kinnina og sagði að ég væri svo falleg og vildi alltaf vera með allt á hreinu sem ég væri að gera einsog öll hin þrjátíu barnabörnin. Hún var líka húmoristi og skemmtilegt. Samt hitti ég hana alltof sjaldan. Hún og langafi fengu að vera saman í herbergi síðustu skrefin og þó hann sé ekki alveg með á nótunum finnst mér einsog þau hafi samt notið þess að vera saman.

Note to self. Sleppa endurminningunum rétt á meðan tuttugumanna hópur af finnum hámar í sig morgunmat. Tárin á móttökustúlkunni gætu misskilist. Þau eru ekki aaalveg svona leiðinleg.

Af hverju eru nokkrir gaurar í útilegugírnum á hverfisgötunni í grenjandi rignungu á fimmtudegi? Útilegu stólar, rigningarhattar, bjor og allt tilheyrandi. Fjórir saman í stuði rétt handan við gatnamótin? Þeir eru búnir að halda mér félagskap óafvitandi í alla nótt.




familybissnessinn

Ég er slæst stundum óvart um elsta systkynahlutverkið. Það virðist stundum færast niður á næstu systurina sem er sjö árum yngri en ég en virðist hafa fengið úthlutað meira af almennri skynsemi en ég... Skyndilega laust niður í mig sú hugmynd hvað það hafi gert mér að vera elst, þegar ég og strákagelgjurnar slógumst og tróðum í okkur subway af mikilli list og annar þeirra hló að mér fyrir að týna rauðlaukslengjurnar af bátnum og vera með sinnep út á kinn en sagði svo "hey ásta, nú geturðu sko aldrei skammað okkur framar fyrir að borða ekki grænmetið okkar"

Og það er ekkert grín, því ég skipa þeim að borða grænmetið sitt. En það er léttir að þeir eru báðir að verða stærri en ég klappa mér eða tosa bara í hárið á mér og finnst ég bara fyndin frekar en að þeir hlýði mér en mér er alveg sama. Já. Its all about letting go.

hinsvegar var ég góð systir systir og fór með afmælisbróðurinn og hinn bróðurinn í bíó og svo hittum við hina parta fjölskyldunnar úti að borða. Þarmeð gerðist ég svo fræg að sjá fyrsta leikinn í hinu margfræga hm. Íþróttasystir mín er með allt á hreinu en ég geng fram af öllum að finnast bara gaman þegar slegist er í návígi og bolir eru nærri því að fljúga af. Brasilía sýndi nú ekki mikla takta miðað við innistæðu. Hvorki í huggulegheitum né leiktaktík.

Það er nýir meðlimir í fjölskyldunni. Krabbinn sem fannst víst í fjöru var ferjaður heim, vínflöskur úr flæðamálinu fylltar af sjó og týndir steinar með áföstum þara til að setja í búrið... Krabbinn er hættur að vera feiminn og skríður útum allt. Ísleifur veiddi líka marflær til að hann hefði félagsskap svo krabbinn státar af tíu marflóm sem hirð og milljón littlum pöddum líka. Vá hvað mamma á eftir að elska þetta nýja lífríki á eldhúsborðinu. Ég fæ sífellda fræðslumola um hvað krabbar eru búnir til úr og fleira. En við höfum miklar áhyggjur af mataræði hans. Hvað éta eiginlega krabbar? Allavega ekki grænmeti.




já en ekki nei.

Þau bárust í gær. Tvö bréf. Krumpuð en umslögin í stíl. Sitthvort svarið, sami skóli, ólíkar deildir. Bæði tilkynntu að ég væri velkomin að koma og rannsaka óhlutbundna hluti undir þeirra formerkjum. Á dönsku. Minimalísk svör. Engar upplýsingar aðrar en upphafsdagsetningin fyrsti níundi. Sjálfsnám af eðalgerð.

Það er þá að minnsta kosti einn skýr punktur til miðviðunar. Óþægindin sem fylgja ánægjunni eru skrítin. Finnst á kjánalegan hátt að ég sé hérmeð skikkuð til að vera fræðileg en ekki verkleg. Man ekki alveg hvort þetta er í alvöru það sem mig langar mest í heiminum. En maður er það sem maður gerir úr því. Einsgott að grafa upp einhvern snert af aga og dusta rykið að dönskubókunum. En ekki í sumar. Í sumar er bara sumar þar sem á bara að vera sumarlegt.

Ekki ofvinna því einhver orka verður að vera eftir.




fjórði i fríi

Ég eignaðist vin í gærkvöld. Mér er alveg sama þó svartir kettir séu einhverstaðar taldir óheillamerki... hann var lítill og sætur og elti mig um alla götur mjálmandi.

Full vinna að vera í fríi. Þó ég hafi stundum verið full líka í fríinu. Besta hugmynd helgarinnar að taka með mér auka skó með hælunum. Besta lagið var hiklaust to unlimited á barnum. Eða þegar við fengum tækifæri til að hrista okkur við suðræna sveiflu í stíl við blómin í hárinu og flaksandi pils. Söngsenan á eiríksgötunni þar sem við rödduðum allt sem við kunnum svo hljómurinn út á götu minnti eflaust á reunion partý hjá kvennakór vann ekki kúlstig hjá partýinu í húsinu fyrir aftan. Brjóstaumræðan á ölstofunni var samt hiklaust ósmekklegasta tilraun til samræðna sem ég hef upplifað. Tveggjaog hálfstíma vaktir í vinnunni eru alveg passlegar fyrir mig. Ég keypti samt ekki skóna né kjólinn á ebay á vaktinni. Bara vegna þess að paypal neitar að samþykkja kreditkortið mitt. Er ég að spara? hvar er samhengið milli fjárhags, frídaga og feitra launaseðla?

Verandi almennt frek á athygli þá var ég að minnsta kosti mjög ánægð með að grillpartýi föður míns væri frestað eingöngu fyrir mig og grill í grenjandi útlandarigningu með svínabóg og jarðaberjum í eftirmat smakkaðist helmingi betur af þeim sökum. Ágætt að vita að nærveru minnar er óskað þó ég sé orðin stór.




HOLA estas muy bien grazias

Fiesta. Sangria. Paella. Engin skelfiskur. Rautt blóm í hárið. Rautt pils. Rautt vín. Mér er boðið í afmælisdinner heima hjá mér sem er alltaf þægilegt. Sambó er aldarfjórðungsgömul og ástæða til að skála fyrir því.




mayday mayday operation sykurhúðun

Fátt minna sexí en að ferðast um í lyftu með tveimur fullum miðaldra finnum, þar af öðrum á nærbrókinni og sérlega vel í holdum. Eftir að sá klæddi en fúlskeggjaði kom niður í fimmtánda skipti veifandi visakorti, babbla á finnsku og segja þú ert sæt sem er öll kunnáttan í ensku, tókst mér loks að átta mig á að þó ég væri nýbúin að búa til nýjan lykil þá hefðu þeir í þetta skipti bara læst sig úti. Þeir sögðu örugglega finnska klámbrandara en ég skildi þá ekki. Uulittunima paateeliiras. Pettinen rakastan hivuuupate. En ég skil Kitos. Berrassaði maðurinn þakkaði kærlega fyrir.

Annars finnst mér lyftur alltaf dálítið áhugaverðar. Var löngum frekar illa við þær sökum innilokunarkenndar og vantrausts, en hins vegar hafði mér snúist hugur og fannst það bara hressandi tensjón ofan á lyftukynlíf. Ég er ekki frá því að þessi lyftureynsla kvöldsins hafi eyðilagt þær fantasíur fyrir mér í góðan tíma. Og eyðilagt finnsku jafnvel, sé bara nakinn finna í hvert skipti sem einhver segir kitos, eða enn verra minaa rakastaan sinua.

Fyrir utan að finna upp nýjar fantasíur, þá hef ég leyst annað vandamál. Þvottasamanbrot án þess að leiðast. Svo ef ég einhverntíman verð fimm barna einstæð móðir í þrem vinnum og þarf að þvo bleyjur, handklæði og rúmföt á nóttunni veit ég hvernig komast skal hjá leiðindum. (litla systir mín skaut því að mér þegar ég lýsti þessu yfir heima, að það væri nú ekki líklegt, eða að minnsta kosti þyrfti ég að drífa mig verulega í að byrja ef ég ætlaði að eignast mörg börn. Gott að svona lítil systkyni geta haft áhyggjur af barneignum fyrir mann að ógleymdum kennaranum sem hún reynir ítrekað að koma mér saman við) Hmm þvottahús. Já ýmislegt getur gerst þar.

Það vill svo óvenjulega til að mér er illa við höfnun af öllu tagi. En einsog allir aðrir þá kyngi ég vonbrigðum bara með hinu súra sem fylgir lífinu og fær sér teskeið af sykri með eða eitthvað. Segir djöfussins asnalega stofnun og sendir henni illt auga. Ok af google earth þá. Af hverju skildi ég ekki vera ein af þeim 5% umsækjenda sem komst inn? Jæja þá er eftir að vita með hitt eggið. Ef það brotnar líka þá er eins gott að fara að finna einhver ný plön. Eða bara planleysu. Mig vantar endilega eitthvað sykurhúðað núna. Uppástungur? Sírópspönnukökur og bjór í morgunmat og síðan sangríurnar og hittingurinn í sambýlingsafmælinu sem verður án efa sykurhúðuð uppákoma.




Fire in the sky II

Hálf fimm sólin er best. Smýgur yfir fjallið og smám saman breytir fjólubleikum himni í eldbjarta gulllitaða tóna og býr til kröftugar andstæður í smá stund. Síðan verður bara bjart.




fire in the sky




líf á öðrum hnöttum eða hér?

Hann er þarna. Örugglega límdur með kennaratyggjóí í fjórum hornum svo hann fjúku örugglega ekki af veggnum við umgang skelfingu lostinna umsækjanda sem biðu dómsins. Af hverju get ég ekki súmmað af google earth inn á blaðið til að sjá hvort nafnið mitt er þar. Af hverju er ég ekki með yfirnáttúrulega hæfileika og finn þetta bara á mér?

Talandi um yfirnáttúrulegt. Ég leyfði tveimur sárþjáðum stúlkum að pissa hér undir morgun sem er þó gegn reglum en hvað með það. Jæja af samviskusemi fór ég síðan rúnt um salernin bara svona ef þær hefði ælt eða draslað til. Uppá vaskborðinu hafði önnur skilið eftir handa mér glaðning. Jógabókina ,,Greið leið til annarra hnatta"

Ég lít vafalaust út fyrir að óska mér að vera annarstaðar, en aðrir hnettir? er það ekki fulllangt gengið. Aftan á bókinni stendur ; Maðurinn getur reynt að komast til hvaða hnattar sem hann óskar sér en það er aðeins gerlegt með sálrænum hugarbreytingum eða með því að beita yoga-kröftum. Hugurinn er efniskjarni líkamans. Sérhver sem með þjálfun hugans snýr frá efnishyggju og beinir sér að andlegri birtingu Guðdómsins með ástundum bhakti-yoga getur auðveldlega komist inn í guðsríki andefnisheimsins. Það er hafið yfir allan efa. " Hoppsasí og hananú. Höfundurinn Sri Srimad A.C. Bhaktivedanta Swami Prabhupada hefur ritað margvíslegar fræðigreinar um sígild indversk heimspeki og trúarrit. Verkin eru notuð sem viðurkenndar námsbækur í mörgum skólum í heiminum.

Jæja er þetta subtle merki um að hætta þessu rugli og fara til indlands, sem er nú easy peasy miðað við aðra hnetti? Eða ábending um að maður þurfi ekkert að fara neitt yfirhöfuð því allar ferðir séu farnar inní manni sjálfum hvort eð er?




kannski lélegt handrit, en hvar eru lagahöfundarnir í lífi minu?

Stundum þegar maður veltir vöngum á augnablikinu rétt á milli svefns og vöku við að finna lausnir eða bara hugsa þá verða lausninar næstum að hreyfimynd því mann var eiginlega farið að dreyma. Draumar hljóta að koma að mestu úr eigin undirmeðvitund svo hugmyndin er manns eigins, en samt er einsog hún hafi bara orðið til sjálfkrafa.

Undanfarið dreymir mig nefnilega tóma steypu. Hálfgerða farsa sem þýða ekkert fyrir mér nema kannski að ímyndunaraflið hljóti að sakna undarlegra uppákoma. Einsog það sé einhver skortur á þeim. Sannast á flestum sem ég þekki að lífið er eintómur farsi hvort eð er. Og stundum eru með endemum lélegir handritshöfundar.

Einsog saga sem hélt áfram og endaði aldrei án þess að hafa yfirhöfuð byrjað. Hver hefur ekki lent í að reyna að horfa á bíómynd þegar hann hefur ekki tíma. Kannski alltaf að skella henni í og horfa á brot, en kemst aldrei lengra útaf hverslags truflunum. Í hvert skipti sem sett er aftur á play, mannstu ekki alveg í smáatriðum hvað gerðist siðast, þú kemst aldrei almennilega inn í söguþráðinn né nærð að lifa þig inní og hafa samúð með persónusköpun sem aldrei þróaðist. Það myndast engin heildaryfirsýn og það verður þreytandi að skilja plottið. Eini munurinn á lífinu og þessari dvd mynd er að það er ómögulega hægt að skipta til baka milli atriða í lífinu.

Mér finnst Mar æði og ekki síst á nóttunni. Vildi eiginlega óska að ég héti sigga. Af hverju semur enginn um mig lög? Skil þetta ekki.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com