blautt
ómægod það er svo blautt. Allt er á floti. Bílaumferð skiptir um hljóðmunstur þegar þeir sulla eftir veginum. Niðurföllin á þökum flæða yfir og straumar meðfram húsþökum býr til dropahljóðskór. Það er bæði grátt og blautt en mig langar í ofsarigningu einsog rétt á undan þrumuveðrinu í bologna þegar það var einsog væri verið að spúla mig með háþrýstidælu ofan frá og úr öllum áttum útaf rokinu.
Hinsvegar fannst mér viðeigandi að það væri grátt og þungskýjað og hellidemba í kirkjugarðinum. Það er bara fallegt að vera með rennblautt hár og úfinn við að signa kistu. Það var líka einkennilega hressandi eftir baráttu við ofþreytu og almenna vanlíðan í kirkjunni að finna orkuna í rokinu og finna rigningu bylja á sér. Það er lifandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home