Hosted by Putfile.com





lasarus

blogger er meira segja hættur að kannast við mig þegar ég loksins læt sjá mig á hans síðum. Kannski er hann bara nett móðgaður yfir að ég láti aldrei í mér heyra. Sannleikurinn sá að ég er með leið á honum. Þótt tilveran bjóði alltaf uppá frásagnir af merkilegum og ómerkilegum hlutum þá er samt fátt sérstaklega fréttnæmt í gangi.

Nema ég gæti verið komin með fuglaflensuna. Eða heilahimnubólgu, enda dettur mér það í hug í hvert skipti sem ég fæ háan hita eða beinverki og stífan hnakka. Týpískt svona læknanema syndrómvíst nema bara að ég er ekki í læknisfræði og hlýt þá að flokkast sem paranoid. Búin að fara til læknis og láta athuga hvort nokkuð alvarlegt ami að, þökk sé móður minni sem gat borgað fyrir fátæklinginn í læknisskoðun og gefið mér verkjatöflur. Díses hvað ég var mikill aumingji þá. En læknirinn átti bara tíu mínútur eftir af yfirvinnuvaktinni, svo hann talaði mjög hratt en komst að því að þetta væri ekki streptakokkasýking í kirtlunum sem ég er ekki með, þar af leiðandi væri ég með einhverja aðra bakteríu eða veiru ómögulegt að segja hvað. Þegar ég vandræðaðist eitthvað og spurðu hvort ég ætti að gera eitthvað sagði hann mér bara að fara heim og vera veik í nokkra daga. Hár hiti og svona gengi yfir á innan við viku, einn dag heima hitalaus og þá væri þetta búið.

Þetta er svo sem mjög eðlileg greining og ráð frá lækni. Samt á leiðinni heim fannst mér merkilegt að ég skildi borga fullt fyrir ; það er eitthvað að þér, ég veit ekki alveg hvað, veit ekki hvernig ætti að laga það en farðu nú bara heim og vertu veik í nokkra daga þá batnar þér. Buhuuu á maður ekki að fá nein lyf?

Jæja sem sagt er ég gríðarlega leiðinleg þessa dagana og geri fátt annað en sofa eða móka og get ekki einu sinni vandræðast yfir öllum þeim ritgerðum og skilum sem eru þessa dagana og ég er að missa af. Mörg ár síðan ég var svona mikill lasnipési. Ætla reyna að sofa bara af mér þessa viku. Kveðja út í lífið.




mjúsík seifs mæ vörld

Hrikalega gaman í koben. Hrikalega mikið að læra núna. Keypti allt of mikið en samt skrítna hluti, skærlitar sokkabuxur, klúta og fullt fullt af geilsadiskum. Bjargar geðheilsunni að hlusta á skemmtilega tónlist meðan ég geri nokkra fyrirlestra, fjórar ritgerðir og læri fyrir próf allt í einu. Skrítnir svona tíu vikna kúrsar sem klárast öllum að óvörum. Indversk baseruð raftónlist er skemmtileg Nitin Sawhney er nýja uppáhaldið mitt ásamt Götan projekt tangomixinu og nýja Lamb og Zero 7.

Súkkulaðislef útá kinnar og tónlist í eyrum með heilann í mörgum folderum í fartölvunni meðan fötin mín flæða ennþá um gólfið og úppúr ferðatöskunni minni. Ætla helst að reyna að borga skuldirnar og fara svo aftur til útlanda þegar ég get.

Takk elsku Björk, Sigrún og Brynhildur fyrir gestrisnina í koben, takk elsku Elli fyrir að koma alla leið til koben, Berdís og Svava og færeysku kærastarnir og Connie sem gaf okkur hamborgara í sporvagni og allt hitt fólkið sem við hittum á þessum fáu dögum. Náðum safnaferðum, göngutúrum, spjalli, kaffihúsasetu, verslunarferð og bjórsötri og meira segja einu rosalegu djammi með tónleikum stafræns hákons á öresundskolleginu. Nota bene, þá var ég að komast að því að ég átti heima á öresundskolleginu í nokkur ár þegar ég var lítil. Pabbi hneyklast á mér að ég rati ekki fullkomlega í köben, “hvað er þetta stelpa, þú áttir heima þarna í fjölda ára”. Honum er alveg saman þótt börn undir sex ára séu ekki með strætóleiðir á hreinu. Elska að fá glimps af annarra manna venjulegu lífi og finnst skrítið að minn raunveruleiki sé eskihlíðin útsýni yfir perluna og krabbameinsfélagið þó í göngufæri við miðbæinn á góðum dögum eftir að upplifa míníversjón af tilverunni þar sem maður sér strikið útum gluggann skoppar í metróinu í skólann og hjólar restina.

Ég mun búa þarna einn dag ég veit það alveg. Enda er ég búin að segja þetta frá því ég var lítil. Bara spurning um í hvaða röð þetta verður sko. Jæja lærilæritækifæri. Einsgott að redda því sem reddað verður af þessari önn.




koben her vi kommer

Já klukkan orðin eitt og ég ekki búin að pakka. Samt orðin svo grútsyfjuð að ég ætla bara að fresta klárinu þangað til eftir rúma þrjá tíma þegar ég ætla vakna og fara í sturtu og svona. Vantar ekki skipulagið. Guði sé lof að siggu vantaði ítölsku bókina og gat komið með svefnpokann fyrir mig úr sveitinni, ehemm grabbanum.

Góða nótt landsmenn, ef ég hef ekkert þarfara að gera í snjóstorminum í köben þá læt ég heyra í mér. Ég endurteki, vorferðin fór fyrir lítið nú þegar það er kuldakast í danmörku, strætóferðir voru víst lagðar niður í dag sökum snjóþynglsa.... já það verður örugglega sumarstemming í klakanum rétt meðan við skreppum burt. En það er hlýtt inni á söfnum og heldur betur hlýtt í hjarta að hitta allt þetta góða fólk og svo er alltaf örþryfaráð að hlýja sér með einum köldum eða vodkastaupi ef í harðbakkan slær. Kossar og knús á línuna, sjámst eftir viku.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com