lasarus
Nema ég gæti verið komin með fuglaflensuna. Eða heilahimnubólgu, enda dettur mér það í hug í hvert skipti sem ég fæ háan hita eða beinverki og stífan hnakka. Týpískt svona læknanema syndrómvíst nema bara að ég er ekki í læknisfræði og hlýt þá að flokkast sem paranoid. Búin að fara til læknis og láta athuga hvort nokkuð alvarlegt ami að, þökk sé móður minni sem gat borgað fyrir fátæklinginn í læknisskoðun og gefið mér verkjatöflur. Díses hvað ég var mikill aumingji þá. En læknirinn átti bara tíu mínútur eftir af yfirvinnuvaktinni, svo hann talaði mjög hratt en komst að því að þetta væri ekki streptakokkasýking í kirtlunum sem ég er ekki með, þar af leiðandi væri ég með einhverja aðra bakteríu eða veiru ómögulegt að segja hvað. Þegar ég vandræðaðist eitthvað og spurðu hvort ég ætti að gera eitthvað sagði hann mér bara að fara heim og vera veik í nokkra daga. Hár hiti og svona gengi yfir á innan við viku, einn dag heima hitalaus og þá væri þetta búið.
Þetta er svo sem mjög eðlileg greining og ráð frá lækni. Samt á leiðinni heim fannst mér merkilegt að ég skildi borga fullt fyrir ; það er eitthvað að þér, ég veit ekki alveg hvað, veit ekki hvernig ætti að laga það en farðu nú bara heim og vertu veik í nokkra daga þá batnar þér. Buhuuu á maður ekki að fá nein lyf?
Jæja sem sagt er ég gríðarlega leiðinleg þessa dagana og geri fátt annað en sofa eða móka og get ekki einu sinni vandræðast yfir öllum þeim ritgerðum og skilum sem eru þessa dagana og ég er að missa af. Mörg ár síðan ég var svona mikill lasnipési. Ætla reyna að sofa bara af mér þessa viku. Kveðja út í lífið.
1 Comments:
Litla grey
Skrifa ummæli
<< Home