Hosted by Putfile.com





Djísús

Já örvæntiði bara. Ég er orðin latasti meðlimur bloggklúbbsins þótt víða væri leitað. Er allavega í honum samt, það er huggulegt. Get afsakað mig með því að ég sé búin að reyna að klára öll verkefnin sem hrönnuðust upp sökum leti og verða ekki kláruð á næstunni sökum DANMERKURFERÐARINNAR, eða að ég sé mætt aftur með þverflautuna galvösk til gamla kennarans míns til rúmlega tíu ára og taki dramatíska tóna tvisvar í viku. Einskonar laumufaþegi þar sem ég fæ að spila með stelpum sem eru að fara að halda tónleika, konsert fyrir 3 flautur. Úps já það þýðir vist að ég sé líka að fara að spila á tónleikum. Hressandi. Búin að láta hnykkja mér í allar áttir og næstum því grenja undan nuddi, hvaða biluðu manneskju datt í hug að láta mann ganga um með þær ranghugmyndir að allt nudd sé huggulegt. Mér til stuðnings var ég með bláan marblett á annarri mjöðminni eftir þjösnaskapinn, en það er víst ekki aðrar leiðir til að ná svona hnútum úr vöðvum og vonandi lagast þetta núna og skakkleiki í mjaðmagrind eða hvað það nú er sem líkaminn á mér gerir upp á eigin spýtur. Vinnan rænir mig líka dýrmætum tíma og orku, þrátt fyrir góða engilinn sem heldur því fram að ég þurfi á hverri krónu að halda til að greiða gamla reikninga þá vantar mig tíma til að gera ekki neitt. Hljómar þetta fáránlega? eftir 3 daga flýg ég til danaveldis. Vi skal ha det rigtigt sjovt hehe, drikke lidt fadol o kikke lidt paa kulturen. Ja har I glemt at det her en rigtig kulturrejse...




Flakk eða flótti?

Mamma segir að ég sé glannaleg stundum, og hugsi ekki nógu langt fram í tímann. Ég held að flest mín vandamál síðustu misseri stafi af ofhugsun, ofgreiningu og ofpælingu almennt í hvað ég er að gera og í hvaða röð. Komst að þeirri niðurstöðu að það er engin hraðferð, enginn sem flengir mig þótt ég klári ekki strax og sé sá fyrirmyndanemandi og ég hef rembst við að vera. Sætti mig við að hafa engar lausnir, og hið háþróuðu fræði að lífið gerist meðan það gerist og það hefur enga þýðingu að plana það út í hið ysta eða greina niður hvað manni finnst og af hverju í staðinn fyrir að upplifa það bara. Þótt gömul plön um sjálfsbætingu séu enn í lýði þá ætla ég að reyna að snúa mér frá því að greina tilfinningar mínar með vísindalegri nákvæmni einsog ég verði skömmuð fyrir óakademísk vinnubrögð ef ég er ekki með allt á hreinu og reyna frekar að njóta þess sem gerist, ef það gerist. Annað er bara flótti frá því að takast á við hlutina, fresta þeim, spá of mikið í þá og vera svo komin með einhverja niðurstöðu þegar mómentið er löngu búið. Kannski er of mikil hreinskilni í samskiptum ekki alltaf af hinu góða, allavega virðist sem svo að þó ég stundum hafi rembst einsog rjúpan við staurinn að vera óskaplega hreinskilin til að fyrirbyggja einhver hugsanleg vandamál eða misskilninga, þá í staðinn bjó ég til misskilninga og vesen. Minna er stundum meira og á líka við tal.

Minnir mig á að ég er að fara til hnykklæknis hennar hrefnu frænku, hún er víst rosaleg og eitthvað þarf að gera í bakvanda ungu gömlu konunnar. Sömuleiðis bendir það víst til þess að ég sé tilfinningarík, leitist við að taka á mig ábyrgð og álag annarra líka og tali of mikið vegna að ég sé með óeðlilega mikla spennu í kjálkunum og hausverk út frá því. Hmmm skrítið

Til að fullkomna önn námsleiða, óákveðni en þó innri leit (hehe varð að troða þessu með... hver erum við í rauninni... dramatónlist undir) og flótti frá því að taka of stórar ákvarðanir..... ákvað ég bara að skreppa af landinu og fara í menningar félagslega ferð til kóngsins köben. Missi viku úr skóla, græði viku af bjór og listasöfnum. Ekkert hangs, tvær vikur til stefnu. Miðaði beint á aðalvinnuálagstímann í háskólanum og fer bara í frí til að eyða námslánunun sem ég kannski enda með að fá ekki greidd ef ég lýk ekki einingunum..... EN ÉG ER AÐ FARA TIL KÖBENHAVN!!!!!!




Mótblástur

Það er stundum einsog helvítis rokið blási bara á móti manni en ekki með manni. Innblásin af þessari samlíkingu eftir að berjast í gegnum rok og snjóbyl til að taka morgunsprikl sem ég meikaði síðan ekki vegna hausverkjar. Er með einhvern migrenishausverk sem kemur alltaf ef mér er kalt eða ég reyni á mig. Dramatíkin fer að hugsa heilaæxli en gæti verið til komin af of mikillli drykkju. Ég er svo illa haldin af námsleiða að bækurnar liggja óopnaðar eða jafnvel ókeyptar ennþá. Kannski er ég bara á niðurleið eftir ánægjulega byrjun þessa árs sem síðan stenst ekki væntingar. Langar ýmislegt og geri það ekki, týnd og tröllum gefin í sjálfri mér. Já, tilvistarkreppan er víst landlæg á þessum árstíma einsog flensan. Það gæti verið svo miklu verra á alla kanta en samt eru sumir mánudagar bara dáldið þunnur þrettándi og dáldið dimmt yfir í verstu hríðarbylnum. Einsog ekta íslenskir þrjóskir hestar í vetrarhamnum, kafloðnir og feitir þá þýðir ekkert annað en að snúa hausnum undan vindi og standa af sér það versta.








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com