Hosted by Putfile.com





Mótblástur

Það er stundum einsog helvítis rokið blási bara á móti manni en ekki með manni. Innblásin af þessari samlíkingu eftir að berjast í gegnum rok og snjóbyl til að taka morgunsprikl sem ég meikaði síðan ekki vegna hausverkjar. Er með einhvern migrenishausverk sem kemur alltaf ef mér er kalt eða ég reyni á mig. Dramatíkin fer að hugsa heilaæxli en gæti verið til komin af of mikillli drykkju. Ég er svo illa haldin af námsleiða að bækurnar liggja óopnaðar eða jafnvel ókeyptar ennþá. Kannski er ég bara á niðurleið eftir ánægjulega byrjun þessa árs sem síðan stenst ekki væntingar. Langar ýmislegt og geri það ekki, týnd og tröllum gefin í sjálfri mér. Já, tilvistarkreppan er víst landlæg á þessum árstíma einsog flensan. Það gæti verið svo miklu verra á alla kanta en samt eru sumir mánudagar bara dáldið þunnur þrettándi og dáldið dimmt yfir í verstu hríðarbylnum. Einsog ekta íslenskir þrjóskir hestar í vetrarhamnum, kafloðnir og feitir þá þýðir ekkert annað en að snúa hausnum undan vindi og standa af sér það versta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com