Hosted by Putfile.com





Flakk eða flótti?

Mamma segir að ég sé glannaleg stundum, og hugsi ekki nógu langt fram í tímann. Ég held að flest mín vandamál síðustu misseri stafi af ofhugsun, ofgreiningu og ofpælingu almennt í hvað ég er að gera og í hvaða röð. Komst að þeirri niðurstöðu að það er engin hraðferð, enginn sem flengir mig þótt ég klári ekki strax og sé sá fyrirmyndanemandi og ég hef rembst við að vera. Sætti mig við að hafa engar lausnir, og hið háþróuðu fræði að lífið gerist meðan það gerist og það hefur enga þýðingu að plana það út í hið ysta eða greina niður hvað manni finnst og af hverju í staðinn fyrir að upplifa það bara. Þótt gömul plön um sjálfsbætingu séu enn í lýði þá ætla ég að reyna að snúa mér frá því að greina tilfinningar mínar með vísindalegri nákvæmni einsog ég verði skömmuð fyrir óakademísk vinnubrögð ef ég er ekki með allt á hreinu og reyna frekar að njóta þess sem gerist, ef það gerist. Annað er bara flótti frá því að takast á við hlutina, fresta þeim, spá of mikið í þá og vera svo komin með einhverja niðurstöðu þegar mómentið er löngu búið. Kannski er of mikil hreinskilni í samskiptum ekki alltaf af hinu góða, allavega virðist sem svo að þó ég stundum hafi rembst einsog rjúpan við staurinn að vera óskaplega hreinskilin til að fyrirbyggja einhver hugsanleg vandamál eða misskilninga, þá í staðinn bjó ég til misskilninga og vesen. Minna er stundum meira og á líka við tal.

Minnir mig á að ég er að fara til hnykklæknis hennar hrefnu frænku, hún er víst rosaleg og eitthvað þarf að gera í bakvanda ungu gömlu konunnar. Sömuleiðis bendir það víst til þess að ég sé tilfinningarík, leitist við að taka á mig ábyrgð og álag annarra líka og tali of mikið vegna að ég sé með óeðlilega mikla spennu í kjálkunum og hausverk út frá því. Hmmm skrítið

Til að fullkomna önn námsleiða, óákveðni en þó innri leit (hehe varð að troða þessu með... hver erum við í rauninni... dramatónlist undir) og flótti frá því að taka of stórar ákvarðanir..... ákvað ég bara að skreppa af landinu og fara í menningar félagslega ferð til kóngsins köben. Missi viku úr skóla, græði viku af bjór og listasöfnum. Ekkert hangs, tvær vikur til stefnu. Miðaði beint á aðalvinnuálagstímann í háskólanum og fer bara í frí til að eyða námslánunun sem ég kannski enda með að fá ekki greidd ef ég lýk ekki einingunum..... EN ÉG ER AÐ FARA TIL KÖBENHAVN!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com