Hosted by Putfile.com





mjúsík seifs mæ vörld

Hrikalega gaman í koben. Hrikalega mikið að læra núna. Keypti allt of mikið en samt skrítna hluti, skærlitar sokkabuxur, klúta og fullt fullt af geilsadiskum. Bjargar geðheilsunni að hlusta á skemmtilega tónlist meðan ég geri nokkra fyrirlestra, fjórar ritgerðir og læri fyrir próf allt í einu. Skrítnir svona tíu vikna kúrsar sem klárast öllum að óvörum. Indversk baseruð raftónlist er skemmtileg Nitin Sawhney er nýja uppáhaldið mitt ásamt Götan projekt tangomixinu og nýja Lamb og Zero 7.

Súkkulaðislef útá kinnar og tónlist í eyrum með heilann í mörgum folderum í fartölvunni meðan fötin mín flæða ennþá um gólfið og úppúr ferðatöskunni minni. Ætla helst að reyna að borga skuldirnar og fara svo aftur til útlanda þegar ég get.

Takk elsku Björk, Sigrún og Brynhildur fyrir gestrisnina í koben, takk elsku Elli fyrir að koma alla leið til koben, Berdís og Svava og færeysku kærastarnir og Connie sem gaf okkur hamborgara í sporvagni og allt hitt fólkið sem við hittum á þessum fáu dögum. Náðum safnaferðum, göngutúrum, spjalli, kaffihúsasetu, verslunarferð og bjórsötri og meira segja einu rosalegu djammi með tónleikum stafræns hákons á öresundskolleginu. Nota bene, þá var ég að komast að því að ég átti heima á öresundskolleginu í nokkur ár þegar ég var lítil. Pabbi hneyklast á mér að ég rati ekki fullkomlega í köben, “hvað er þetta stelpa, þú áttir heima þarna í fjölda ára”. Honum er alveg saman þótt börn undir sex ára séu ekki með strætóleiðir á hreinu. Elska að fá glimps af annarra manna venjulegu lífi og finnst skrítið að minn raunveruleiki sé eskihlíðin útsýni yfir perluna og krabbameinsfélagið þó í göngufæri við miðbæinn á góðum dögum eftir að upplifa míníversjón af tilverunni þar sem maður sér strikið útum gluggann skoppar í metróinu í skólann og hjólar restina.

Ég mun búa þarna einn dag ég veit það alveg. Enda er ég búin að segja þetta frá því ég var lítil. Bara spurning um í hvaða röð þetta verður sko. Jæja lærilæritækifæri. Einsgott að redda því sem reddað verður af þessari önn.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loksins er einhver búinn að sjá ljósið. Ég er búin að vera að tuða um Gotan Projekt ég veit ekki hvað lengi, örugglega þrjú ár, og hingað til hefur enginn kannast við það hvað þeir eru geðveikir. Ég er ánægð með þig

Auður þreytta og beyglaða

9:50 f.h.  
Blogger Ásta & allir said...

heyrði þig einmitt tala um þá fyrir stuttu, en þó hefurðu aldrei gefið mér tóndæmi af þeim, þú verður að vera öflugri í að prómsjóninni. Ég veit þú lumar á ýmsu í viðbót!!

skásta

12:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta blogg dautt fröken Ásta?? Farðu nú að skrifa ljúfan :)

8:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com