líf á öðrum hnöttum eða hér?
Talandi um yfirnáttúrulegt. Ég leyfði tveimur sárþjáðum stúlkum að pissa hér undir morgun sem er þó gegn reglum en hvað með það. Jæja af samviskusemi fór ég síðan rúnt um salernin bara svona ef þær hefði ælt eða draslað til. Uppá vaskborðinu hafði önnur skilið eftir handa mér glaðning. Jógabókina ,,Greið leið til annarra hnatta"
Ég lít vafalaust út fyrir að óska mér að vera annarstaðar, en aðrir hnettir? er það ekki fulllangt gengið. Aftan á bókinni stendur ; Maðurinn getur reynt að komast til hvaða hnattar sem hann óskar sér en það er aðeins gerlegt með sálrænum hugarbreytingum eða með því að beita yoga-kröftum. Hugurinn er efniskjarni líkamans. Sérhver sem með þjálfun hugans snýr frá efnishyggju og beinir sér að andlegri birtingu Guðdómsins með ástundum bhakti-yoga getur auðveldlega komist inn í guðsríki andefnisheimsins. Það er hafið yfir allan efa. " Hoppsasí og hananú. Höfundurinn Sri Srimad A.C. Bhaktivedanta Swami Prabhupada hefur ritað margvíslegar fræðigreinar um sígild indversk heimspeki og trúarrit. Verkin eru notuð sem viðurkenndar námsbækur í mörgum skólum í heiminum.
Jæja er þetta subtle merki um að hætta þessu rugli og fara til indlands, sem er nú easy peasy miðað við aðra hnetti? Eða ábending um að maður þurfi ekkert að fara neitt yfirhöfuð því allar ferðir séu farnar inní manni sjálfum hvort eð er?
1 Comments:
eg mundi gera baedi, fara til Indlands og svo lika stunda hugleidslu. Thannig slaerdu tvaer flugur i einu hoggi :D
Skrifa ummæli
<< Home