update
útilegustólarnir á hverfisgötunni eru horfnir. Í stað þeirra er hinsvegar kominn svartur þriggja sæta leðursófi. Svona ef einhver vill bíða eftir leigubíl í þægilegu sæti... Í þreytuvímunni finnst mér eiginlega huggulegt að rölta bara yfir götuna og leggja mig þar í stað þess að fara heim.
Krosslegg fingurnar að iðnaðarmennirnir á neðri hæðinni starfi ekki á dagsektum og mæti til vinnu á laugardögum og á þjóðhátíðardaginn. Ég mun ekki raula hæ hó jibbíjei ef þeir byrja að bora og berja með hamri beint undir rúminu mínu í dag.
einsog ein lítil krumpuð kona með breskan hreim hvíslaði að mér rétt í þessu. Happy birthday iceland. (einhver misskilningur í gangi með hátíðardaginn)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home