bittersweetogsvona
Ég er hinsvegar yfirleitt nokkuð góð í að finna að hlutirnir séu ekki svo slæmir af þeirri góðu ástæðu að þeir gætu auðveldlega verið mun verri. Rétt á meðan ég sit á næturvakt og veit að með hverri minútu sem líður er styttra í að ég fari sama og ósofin í jarðarför hjá annarri langömmu minni sem lést í síðustu viku finnst mér samt ekki gaman og sé fátt til að vera ánægð með. Fólk á ekki að deyja. Enginn og aldrei og alls ekki sem ég þekki. Samt deyr fullt af fólki í öllum heiminum sem er fáránlega ósanngjarn og illur. Það eru stríð og hungursneyð og þjóðarmorð og almenn mannvonska á hverju strái en ég fékk að eiga tvær langömmur þangað til ég var tuttugu og fimm. Það hlýtur að vera heppni. Amma hrefna var líka eldhress veislukona alveg framað því að hún varð veikari. Hún naut þess að vera innan um fullt af fólki og helst að allir myndu syngja. Hún var strauk mér alltaf um kinnina og sagði að ég væri svo falleg og vildi alltaf vera með allt á hreinu sem ég væri að gera einsog öll hin þrjátíu barnabörnin. Hún var líka húmoristi og skemmtilegt. Samt hitti ég hana alltof sjaldan. Hún og langafi fengu að vera saman í herbergi síðustu skrefin og þó hann sé ekki alveg með á nótunum finnst mér einsog þau hafi samt notið þess að vera saman.
Note to self. Sleppa endurminningunum rétt á meðan tuttugumanna hópur af finnum hámar í sig morgunmat. Tárin á móttökustúlkunni gætu misskilist. Þau eru ekki aaalveg svona leiðinleg.
Af hverju eru nokkrir gaurar í útilegugírnum á hverfisgötunni í grenjandi rignungu á fimmtudegi? Útilegu stólar, rigningarhattar, bjor og allt tilheyrandi. Fjórir saman í stuði rétt handan við gatnamótin? Þeir eru búnir að halda mér félagskap óafvitandi í alla nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home