Hosted by Putfile.com





fjöll <> borgin

Ég veiddi ekki neitt. En ég brann samt í framan. Einsog stundum fór ég offörum í freknusöfnun. Það þarf svo sem ekki mikið til, hverjum dettur í hug að þeir brenni á enninu og nefinu þegar þeir eru í flíspeysu?

Tveir dagar, annar með 4 stiga hita grenjandi rigningu og roki og skýjafari niður við jörðu og annar með glampandi sól og sæmilegri hlýju. Fullt af fólki troðið saman í stóran skála og sofið allir um annan þveran á dýnufleti, þar sem hrotur og svefnuml blandaðist saman. Ég er orðin einsog svefnstyggt dýr eftir næturvinnubatteríið og heyri hvert hljoð, enda lagði ég mig á rigningardaginn og ekkert þreytt um nóttina. Litli hundurinn var fljótur að sjá hreyfingu og spretti yfir til mín og varð næstum afvelta við að klöngrast yfir svefnpokann hennar mömmu og sleikti okkur i framan. Eignaðist þar mikla vinkonu. Hún er meira segja einsog ég á litinn.

Fimm gítarspilarar (þar af tveir úr minni fjölskyldu, systir og móðir) og hópur af söngelsku fólki tók slagarana eftir grillið og einstaka bjór sötraður og krakkar sofnuðu og lágu einsog hráviði um kojur og í fangi. Ullarbolir og margar flíspeysur urðu skyndlega óþarfi því það magnast hitinn af svona hópi í einu rými þó kofinn sé ekki hitaður með öðru en líkömum. Auðvitað þarf maður samt að pissa um miðja nótt ofan í svefnpoka og klöngrast yfir svefnpokahrúgur og hrjótandi út í stafalogn og úða í skjannabirtu sem þó er einkennileg í grámyglunni þar kontrastinn milli svartra sandfjalla og skærgræns mosa magnast. Flugurnar í felum. Pissa í pissuhúsinu sem er í rölt fjarlægt, þar sem maður fær gæsahúð við að fletta frá sér ullarklæðum og þvær sér síðan um hendur með jökulvatni.

Smurbrauðshúsið opnaði reglulega, enda allir fjölskyldumeðlimir jafn hrifnir af nesti og ég. Það er bara æði að borða samloku eða flatbrauð og krumpaðan kanilsnúð með kaffi úr plastbolla á teppi eða úr skottinu á bíl. Second og third breakfast fastir liðir einsog venjulega. Samt fannst mér óskaplega gott að komast aftur i reykjavík. Ég er ekki gerð til að búa í sveit. Bara fara í skreppiferðir þangað.

Hjartanlega til hamingju með áfangana, sigrún og þóra og gerður. BArneignum lokið eða gráður fengnar. Bærinn olli mér þó klassískum vonbrigðum þó partýið hafi verið skemmtilegt. Bolla og bjór og partýleikir í bland við glæsilegar veitingar sem kröfðust round tíu í átinu. (reyndar í góðri æfingu eftir nestismaníuna) Svo södd í bænum að mig langaði að lemja þá sem löbbuðu á mig eða rákust utan í mig, sem voru hreinlega allir. Helltist yfir mig löngun til að æla á viðbjóðspikköpp og sveittar línur og ennfremur á vip raðir og frekju. Fullir íslendingar taka sig stundum til og eru allir leiðinlegir í einu. Hrokagikkurinn inní mér telur mér tru um að ég sé ekki þar á meðal. Hann hefur samt lúmskan grun um að svo sé.

Jæja. Það eru sem sagt tveir hallar. Ekki skal rugla halli við hall, það veldur misskilning. Hallur er hér og hallur er þar en ei tengdir innbyrðis. Möguleikar á skilgreiningum er köbenhallur og hallurinn (greinirinn fær sá sem ég þekki mun betur og hin er af augljósum ástæðum) í öðrum tilvikum er hentugt að hallurinn sé ljósvallagötuskáldið og sá Hallur var með mér í myndlist, lánaði mér bækur en hinn Hallur gaf mér skó og ég nefndi einhverntímann anarkistann, meira í gríni en alvöru og aðallega hans eigin orð. Báðir eru þó gefnir fyrir að tala mikið um allt mögulegt og áhugamenn um bjór.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

held að það fari mér bara ágætlega að vera kallaður anarkisti svona in til videre.

Svo lengi sem þetta blog verður ekki að opinberum gögnum í framtíðinni...

En góð lísing samt á persónu minni. Hef gaman af því að tala og er áhugamaður um öl. Ég held að það hafi engum tekist að ná lýsinguni í svona fá orð. Kannski Barny (eða hvað sem sá ágæti character annars heitir) úr simpsons.

4:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com