mayday mayday operation sykurhúðun
Annars finnst mér lyftur alltaf dálítið áhugaverðar. Var löngum frekar illa við þær sökum innilokunarkenndar og vantrausts, en hins vegar hafði mér snúist hugur og fannst það bara hressandi tensjón ofan á lyftukynlíf. Ég er ekki frá því að þessi lyftureynsla kvöldsins hafi eyðilagt þær fantasíur fyrir mér í góðan tíma. Og eyðilagt finnsku jafnvel, sé bara nakinn finna í hvert skipti sem einhver segir kitos, eða enn verra minaa rakastaan sinua.
Fyrir utan að finna upp nýjar fantasíur, þá hef ég leyst annað vandamál. Þvottasamanbrot án þess að leiðast. Svo ef ég einhverntíman verð fimm barna einstæð móðir í þrem vinnum og þarf að þvo bleyjur, handklæði og rúmföt á nóttunni veit ég hvernig komast skal hjá leiðindum. (litla systir mín skaut því að mér þegar ég lýsti þessu yfir heima, að það væri nú ekki líklegt, eða að minnsta kosti þyrfti ég að drífa mig verulega í að byrja ef ég ætlaði að eignast mörg börn. Gott að svona lítil systkyni geta haft áhyggjur af barneignum fyrir mann að ógleymdum kennaranum sem hún reynir ítrekað að koma mér saman við) Hmm þvottahús. Já ýmislegt getur gerst þar.
Það vill svo óvenjulega til að mér er illa við höfnun af öllu tagi. En einsog allir aðrir þá kyngi ég vonbrigðum bara með hinu súra sem fylgir lífinu og fær sér teskeið af sykri með eða eitthvað. Segir djöfussins asnalega stofnun og sendir henni illt auga. Ok af google earth þá. Af hverju skildi ég ekki vera ein af þeim 5% umsækjenda sem komst inn? Jæja þá er eftir að vita með hitt eggið. Ef það brotnar líka þá er eins gott að fara að finna einhver ný plön. Eða bara planleysu. Mig vantar endilega eitthvað sykurhúðað núna. Uppástungur? Sírópspönnukökur og bjór í morgunmat og síðan sangríurnar og hittingurinn í sambýlingsafmælinu sem verður án efa sykurhúðuð uppákoma.
4 Comments:
Aldrei nokkurn tíma gefa upp draumana þína. Vittu það innst inni að þú 'ert' meðal þeirra 5% sem komast inn, því þú átt það skilið meira en nokkur annar. Stundum vinnur líka alheimurinn með okkur á þann hátt að hann varnar okkur við að fara á þá staði sem við munum ekki finna sanna hamingju.
Vittu bara að alheimurinn mun finna þinn stað, að alheimurinn vinnur með þér.
Ef þú ert að leita að listaskóla, þá máttu aldrei nokkurn tíma gefa upp drauminn, þú ert sönn listakona, út í eitt!!!!
Hehe Mig dreymdi að við værum að fá okkur bjór í morgunmat í nótt. mér fanst þess vegna allveg nauðsinlegt að skrifa þér línu.
Þetta var eitthvernveginn þannig að ég var í fríi heima á íslandi og var að labba um 8leitið um miðbæjinn og vafraði inn á hótelið þitt þar sem þú varst að klára að vinna. Við ákváðum svo að það væri mjög góð hugmynd að fá sér eins og einn bjór fyrir heimferð.
Ég vaknaði náttúrulega mjög undrandi og velti því mikið fyrir mér hvort þetta hefði í raun og veru gerst.
En mikið held ég að þetta hafi verið athylgisverð upplifun með finnunum. þetta er í það minsta eitthvað til að segja frá og það er alltaf gott. Lífið gengur held ég barasta út á það að upplifa eitthvað til að geta sagt öðrum sögur af því. og það vantar svo sannarlega ekki sögurnar hjá þér. SVo hugsanlega er þér að takasta ágætlega að uppfylla tilgang lífsins án þess að átta þig á því...
Sjáusmt eftir nokra mánuði.
Já ég reyni að treysta því að alheimurinn setji mann á réttan stað. Listaskólar eru kannski ekki eini staðurinn sem hamingjan leynist ;)
En eina sem mér finnst skemmtilegra en að einhver myndi semja um mig lag er að einhvern dreymi mig, svo það gleður mig líka. ;)
skál fyrir morgunmatsbjórnum. Og tilgangi lífsins í frásögnum.
Gott að geta glatt þig svolítið það hljómaði eins og þig vantaði það. Getur treist því að ég reyni að gera mitt besta til að uppfylla þínar þarfir. :) hvort sem það felur í sér að dreyma þig við rétt tækifæri eða míga á þig í hugum annara...
Merkilegt hvað allt gerist óhlutbundið í mínum heimi... hehehe
Sjáumst.
Skrifa ummæli
<< Home