mmmm matarboð
Ég er svo svöng að mér er flökurt. Hlakka til að fá eitthvað gott að borða á eftir. Það er kominn þriðjudagur og enn langt í mánaðarmót, en samt er fiðringur að kíkja út um helgina. Snarbiluð auðvitað þar sem í síðustu viku var tekinn fjarki. Slíkt hefur ekki verið gert síðan á ítalíu forðum daga, (já það er heilt skólaár síðan ég kom heim) og í raun merkilegt að púlla það of miðað við bágan fjárhag. Lán hér og lán þar og fyrirfram úr vinnunni. Já ég get svo svarið það, öll útlendingamafían sem stundar nám hérna er helmingi duglegri að læra en ég. Ég á eitt próf eftir til að ljúka þessari önn og allt kemur fyrir ekki. Einbeitingin er ekki til staðar. Þetta var ein skrítnasta helgi í áraraðir og ekki orð um það meir. Til skiptis bíó með gráti yfir hörmungum heimsins, útivera í þynnku í öskjuhlíð eða rúllandi um skemmtistaði með ólíklegasta fólki og skemmtilega undarlegir atburðir á hverju strái. Kannski er að koma sumar með allri þeirri bilun og skemmtilegheitum sem því fylgir. Kannski var fullt tungl. Velti þvi reglulega fyrir mer hvort við séum skrítnar eða hvort allir séu almennt skrítnir.
Próf próf próf próf. Annars er það í fréttum að námstilhögun virðist vera að taka stóra lúppu enn einu sinni og ég farin að skoða ljósmyndanám aftur og búin að fresta hjálparstarfi í Asíu í smá stund. Finnst það gríðargóð hugmynd að fara til ítalíu og skrifa bara BA ritgerðina þar. Enda veitir ekki af að dusta aðeins rykið af ítölskunni. Svo er Írland nýja málið. Gebbu finnst allavega málið að stefna að fjölgun rauðhærðra og líkurnar þar séu meiri en ella. Svo margt í boði. Er það skrítið að ég sé ístöðulaus og flögrandi.
Nóg að gera að ná að klára passann minn á kvikmynda hátið, enn þrjár myndir too go.
3 Comments:
sniff vil ekki missa þig. vil bara að tíminn standi í stað hehe.... nei já hvað hvenær?? allir á okkar aldrei spyrja sig slíkra spurninga held ég.
heheh ástu en fyndið, stelpurnar Isabella og Elisa eru bunar að sjá myndina af okkur í grillveilsunni ..haaaha þær sáu hana i búð pabba hans vicenzo
Þetta blogg er nú eiginlega orðið dautt.. /The new and improved Laumulesari
Skrifa ummæli
<< Home