rauðvínslegin nótt
Miðað við rauðvín, svefnleysi og skrítinn húmor þá er snarundarlegt að ég hafi druslast framúr í morgun á þeim óguðlega tíma hálf níu til að fylgja gerði í latíno dansa og dilla rassi í gríð og erg. Ekki nóg með það heldur mæta svo hrein og spræk í tíma klukkan ellefu og sit nú á bókhlöðunni. Í sparnaðarskyni kom ég með Risabrúsa, alvöru útilegubrúsa fullan af rótsterkukaffi sem við gebba sötruðum einsog við ættum lifið að leysa í byrjunarpásunni ( auðvitað byrjar maður á kaffi þegar mar mætir) ræddum gráður og heimsreisur og skort á sumarvinnu en framboð á sexaparty og annað sem kaffi þurfti við. Svo nú sit ég koffínsveitt með svefngalsa og minningu um rauðvínshausverk og flissa inní mér að fáránleika lífsins og alls sem því fylgir.
Guð hvað draumar geta verið fáránlegir. Hvaðan koma þeir eiginlega? Stundum dreymir mann svo asnalega og raunverulega að maður skammast sín alveg fyrir að eigin undirmeðvitund sé upphafsmanneskja að því. Djísús.
Ég kemst bara ekki yfir það að heilinn á manni gerir engan greinamun á því sem við sjáum fyrir framan okkur og því sem við sjáum í huga okkar sem minningu eða hugsun. Það skilar nákvæmlega sömu tilfinningaboðum og taugatengingum. Svo það sem gerist þar er auðvitað jafn "raunverulegt" og það sem gerist fyrir utan. Að minnsta kosti í þeim skilingi hvernig maður upplifir það. Mikið er heilinn skemmtilegt fyrirbæri. Kannski er ég á vitlausri hillu. Kannski átti ég að læra kjarneðlisfræði og fara út í skammtafræði eftir allt saman, ja eða einhverskonar taugasálfræði. Eða hvað þetta nú heitir allt saman.
Ef tilviljanir eru síðan ekki eins miklar tilviljanir og maður heldur, hvað eru þær þá? Mér finnst allavega stórundarlegt hvernig stundum virðist allt ýta undir eitthvað eða hræra í því. Er þetta allt bara kaos og allt annað bara það sem við kjósum að sjá útúr því.
2 Comments:
Við erum að tala um að ég titra í sætinu af koffeinlosti. Augum hvarfla í æðiskasti út um allt, ófær um að fókusa á eitt né neitt og þó ég hoppi uppá borð á eftir kæmi það mér ekki á óvart.. Mikið var þetta gott kaffi ;)
ae... gódu kaffipásurnar á hlödunni... undarlegt hvad thaer gengu alltaf betur heldur en laerdómurinn.
Skrifa ummæli
<< Home