Hosted by Putfile.com





Mæting

Ég er lent. Fyrstu nóttina svaf ég einsog ungabarn eftir stress og kvíða og kveðjur. Búin að fá bæði danskan bjór og feikimikið chilli á shawarma. Einsog heima hjá mér á vingaardstræde að njóta síðustu daganna í miðbænum áður en einverulífernið hefst í útjaðri kaupmannahafnar.... þó er mér sagt að ytri österbroteljist nú miðsvæðis eftir allt saman en þegar maður er vanur að hafa amagertorv í tveggja mínutna fjarlægð þá er bara allt langt.

Appelsínugul skipulagsbók í farteskinu. Eyddi óvart klukkutíma í bókabúðinni en keypti samt bara vikuplanara og penna.

Verandi ákaflega vön flutningsstemmingunni þá er ég einsog heima hjá mér hérna þar sem bæði sigrún og björk eru að flytja á sinnhvorn staðinn. Við sigrún fórum í mjög áhugaverðann leiðangur í dag út á amager með frekar óljósa hugmynd um hvert við værum að fara. Nálægt lergravsparken en skrifuðum hvorki niður götunafn né búðarnafnið.... Tilgangurinn var að kaupa kassa svo þær geti klárað að flytja, eftir þó nokkrar villur en þó ratvísar miðað við aðstæður fundum við fína búð með allskonar flyttetilbehör og keyptum tuttugu stykki kassa. Tíu stórir kassar í búnti er ekki mjög meðfærilegt að bera og þegar rétt meðalstór stúlka treður því undir hendina og heldurslæmu taki í handfang þá gæti hún fengið blöðrur í lófa og ekki síst undarlega marbletti á hvora mjöðm. Mjaðmabein eru gerinilega óhentug þegar kemur að flutningum.... Já svo við sigrún erum helaumar og marnar á mjöðmunum eftir þetta, en með kröftum hafðist það allt saman.

Annarra manna kærastar eru sérdeilis hentugir líka í burðinum, allavega stóð greg sig vel í að drösla dóti uppstiga. Við komuna til landsins brunaði ég á nörreport frá flugvellinum að hitta björk og greg þar. Ekki var lukkanmeiri en slik að lyftan upp á jarðhæð þrýstist upp en byrjaði skyndilega að síga aftur. Hún seig hægt en örugglega niðurþar til múrsteinar umluktu hverja hlið og ekki sást neitt út. Þar sat hún svo föst meðan fólk byrjaði örlítið að stressa sig á aðstæðum, eldri kona vildi pota í alla takka en ein ung dönsk lamdi hana næstum. Verandi með netta fóbí fyrir lyftum þá leist mér samt ekki á blikuna. Hægt og hægt seig lyftan svo niður á fyrstu hæð og við svo fegin að komast út að stiginn var yndislegur. Greg með töskuna.

Metro á nörreport næsta stopp. Þar var dúddi í metrófötum í lyftunni en jæja, allir taka lyftur. Á neðstu hæðneitaði hurðin að opnast og þegar við stundum og stressuðumst, NEI ekki aftur, sagði hann bara jæja afhverju haldiði að ég sé hérna...? upp aftur og hann skipaði okkur í stigana. Greg hélt líka á töskunni niður. Metro á nytorv. Lyftan komst upp en það var samt ógeðsleg ælulykt að kæfa okkur. Taskan líka borin upp alla stigana hjá stelpunum. Og það eftir heilan dag í Ikeaheimi. Hann og sigrún stundu til skiptis I was killed by ikea þar sem hún fann einsog eitt stytti búslóð. Ég ætla gefa þeim nokkra daga til að jafna sig áður en þau koma með mér hehe.

Þreyttur pési. Marblettapési. Einmanna pési aleinn í ókunnu rúmi. Neterfiðleikapési þar sem stolna netið virkar bara í augnablik í senn. Bjórpési. Rauðvínspési. Flutningspési með meiru. Einn dagur þar til skólinn byrjar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin til Köben hunangspúði sykurbaka! Þetta hljómar bara æðislega skemmtilega. Ný byrjun og tómir veggir geta sko verið stór-skemmtilegir :)
Hlakka til að koma í heimsókn til Kóngsins Köben :)

9:13 f.h.  
Blogger Regnhlif said...

Hehe. fyndið allt saman. velkomin út... þetta verður örugglega ógjó skemmtilegt hjá þér.
Kossar:)

10:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com