to have and not to have
Ég luma á undarlegum hlutum. Fljótandi gullkrem fann ég í skúffu. Gæti orðið einsog egypsk prinsessa með all over gullitaðan líkama. Fá tækifæri til þess. Hinsvegar áferð fyrir ljósmyndasenu með gullívafi um helgina á dagskrá.
Eiga og ekki eiga það er spurningin. Hvað þarf maður að eiga áfram og hvað tekur maður aldrei aftur eftir að eiga ekki lengur. Hlutir og tilfinningar með þeim sett í fóstur eða hent og lífið heldur áfram með minimalísku farteski sem er alltaf í rauninni feikinóg þegar á hólminn er komið. Ætli ég eigi einhverntímann eftir að eiga heila búslóð?
Kosturinn við síðustu tvær íbúðir að fyrri eigendur höfðu skilið eftir eitt og annað. Það brást ekki að ef mig vantaði eitthvað við eldamennsku eða heimilisvesen að ég gramsaði í einhverri skúffu og fann það. Langamma hafði meira segja átt fjöltengi fyrir símainntak, þegar kaffikannan mín brotnaði fann ég bara aðra inni í skáp, ostarifjárn og upptakarar jú neim it. Nú fer ég í sterílt kollegi herbergi sem er búið að þrífa með klór svo ekki sé hægt að hanka fyrri leigjendur eða neita þeim um tryggingu. Þar mun ekkert leynast nema það sem ég tek með mér. Faðir minn er ennþá hippi í sér og þó hann eigi nuna jeppa og stórt hús þá finnst honum í hjarta sínu allir hlutir vera óþarfi. Þvílík óþarfi að eiga rúm!! þau sváfu á danskri dýnu með plakat á vegg í tíu ár með mig og engum varð meint af. Samt vantar mig meira en allt canon ip5200 prentara í byrjunarbúslóðina.
Það fer vel með græna tekatlinum sem er eina eldhúsáhaldið sem ég flyt með mér út.
5 Comments:
Með græna ketilinn í farteskinu! Gjafir frá Hrefnu frænku gleðja. Ég er hætt við að gefa þér flóðhest í afmælisgjöf - þar sem flugfélögin leyfa einungis takmarkaða vigt á milli landa.
viltu gjöra svo vel að blogga fröken! Þú hefur ekkert betra að gera..
Ég vildi að hlutirnir myndu bara pakkast sjálfkrafa niður...það væri bara svo hrikalega þægilegt..
Víst Gerður, hún hefur sko fullt betra að gera! errr...
hahahaha ok hallur.. respect! ;)
Skrifa ummæli
<< Home