kveðjur, haust og hálfvitaharðurdiskur :(
Stjörf af kveðjustundum síðustu viku. Finnst næstum einsog það sé bara kjánalæti því ég hljóti að hitta alla á kaffihúsi eða úti á götu næstu helgi. Í fréttunum á sunnudaginn var sagt frá heimilislausum íslending í köben. Ég telst víst heimilislaus í bili meðan ég er hvergi skráð og bækurnar mínar í sjópósti milli landa. En óþarfi er að örvænta því ég á marga góða að sem hýsa mig þar til danskinum dettur í hug að afhenda lyklana.
mp3 spilarinn ónýtur. Ætla brenna geisladiska í staðinn til að hafa tónlist í eyrunum í lífinu. Brenna nýja tónlist af harða disknum. Harði diskurinn deyr fjórum tímum áður en ég fer úr landi. NEEEEIII. Engar bíómyndir. Engar myndir. Engin ný tónlist. Annað skiptið sem hann bilar. Hikkst hikkst. Mæli ekki með að kaupa Packard Bell harðan disk. Ætla koma við í elkó á leið á völlinn. Jafnvel rífast upphátt og ákveðið ef þörf er á því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home