kassarnir fullir
Þó veit ég af reynslunni að það leysist úr honum sjálfkrafa. Allt verður líka nýtt og gott aftur. Það er óvissan sem er spennandi. Það er samblandan af kvíða, eftirvæntingu og löngun í ævintýri sem vantar þegar ekkert er að gerast. Ég er búin að ætla mér að vera að kafna úr stressi síðan ég kom heim síðast.
Með þægilega og hugsanlega örlítið barnalega trú á heppni og góðan heim að vopni þá veit ég samt að yfirleitt gengur það upp sem ég vil. Það þarf ekki að vera átakalaust að vera til enda yrði það bara leiðinlegt. Kannski er hinn stærsti misskilningur að orðið erfitt hafi endilega neikvæða merkingu. Hausthamskiptin fara í gang og skilnaður við öruggu veröldina og líka þá sem ég vil samt ekki skilja við. Men måske kommer jeg ud som en rigtig dansker?
Og hvar væri dramað að næturlagi án sellóspils? Kassarnir eru fullir og veggirnir tómir. Eftir viku sit ég einhverstaðar ein á gólfinu með tóma danska veggi og aleiguna í kössunum.
Gelgreiddi og jakkafataklæddi ungi viðskiptafræðingurinns sem hóf störf eftir breytingar og endurskipulag hjá glitni hf var að sjálfsögðu við borðið þegar ég mætti með plastmöppu af pappírum og tossamiða frá silju frænku verðandi fjármálaverkfræðing um hvað ég mætti ekki gleyma að spyrja um. Hann var þó nokkurnveginn einsog smjör og gerði allt sem ég bað hann um þó hann gerði mér ljóst með snert af vanþóknun að það kostaði marga peninga að fá meiri peninga að láni en gat hinsvegar ekki gefið neinar töfralausnir ef maður á enga.
Ég ákvað að treysta súkkulaði bankastráknum og tilkynnti að ég ætlaði hér eftir að hafa samband við hann og stakk á mig nafnspjaldi. Ég fylltist samt söknuði eftir rósu sem sagði elskan og það var huggó. Það væri hinsvegar ekki huggó ef jakkafatadúddinn segði elskan, meira hrokafullt og yfirlætislegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home