Þá er komið að því!! Í dag yfirgef ég hið rennblauta og klakadrifna frón fyrir ítalíu. Nú eru það sko engir fjórir mánuðir, onei nú eru það allavega átta mánuðir þar til ég mun berja landið og landann og félagana augum. Ég sá það á netinu að í Bologna eru um 4° C í dag, þoka og 87% raki. Sem þýðir hrollur en mjög mjög langt frá slagveðrinu og óþverra klakbunkunum sem hylja hálfa reykjavík.
Ég hlakka til að fá tilbreytingu og ég hlakka til að hitta alla aftur og byrja að læra og kanski djamma smá og leika mér í nyju TÖLVUNNI MINNI, jammsa mín búin að stefna sér í skuldasúpu og lánspakkann og fjárfesta í DELL ispiron 500m. Við náðum vel saman í alla þá 10 tíma sem ég er búin að eiga hann.
Hlakka ekki til að hanga á Stansted í tólf klukkutíma í nótt, lendum á eftir um sex leytid en flugið okkar með ryanair er ekki fyrr en hálf sjö morguninn eftir..... Er með flísteppi í farangrinum.
Heitustu ástarkveðjur til ykkar allra, ég er búin að hafa það alveg ótrúlega gott heima í þriggja vikna át/hangi/djamm/videofíling sessioni. Sjámst kanski bara á Ítalíu ef leið ykkar liggur þangað.......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home