Hosted by Putfile.com





Thad er nytt ár um heim allan í dag. Nema td. í Kína þar sem árin eru ekki talin eins.

Einsog oft áður var fyrsti dagur ársins viðbjóðslegri en orð fá lýst. Eitthvað fór blandan af bjór, rauðvini, staupum og vodka illa í magan á mér og ég fékk þá ánægju að vera þynnri en nokkru sinni fyrr á ævinni held ég bara. Einsog oft áður velti ég fyrir mér hvort ánægjan af drykkju sé virkilega þess virði að vera titrandi marglytta með hraðan hjartslátt og hausverk sem jafnast á við springandi haus og engin leið að halda verkjatöflu nógu lengi ofaní maganum til að slá á verkina. Meira segja þegar stelpurnar komu til mín og ásu sem svaf í rúminu mínu með pizzur nammi snakk og kók, gat ég ekki nema bitið einn bita og dáið svo.

Ég mun seint gleyma því að ég borðaði kebab með miklum lauk áður en ég fór að sofa. Stelpurnar keyptu dominos extra, sem ég held ad standi fyrir extra lauk. Gebba valdi svo risasnakkpoka af sourcream and onion sem er viðbjoðslegasta lauksnakk sem til er, og erla valdi "óvart" lauk ídýfu. Snarundarleg þynnkublanda. Laukur á diskinn minn. Ojjjbarasta. Ekki fyrr en um hálf tíu um kvoldið eftir að hafa dormað uppí sofa yfir chicago á hæsta styrk fór ég að skriða saman og borðaði laukpizzu og lauksnakk með laukídýfu af sæmilegri lyst.

Hef þó mjög skýra mynd af því að um hálfáttaleytid á nýársmorgun var ég í fullu fjöri og ætlaði mér bara að finna eftirpartý, engin ástæða til að fara heim að sofa strax....... þakka máttarvöldum að engin var til í eftirpartý því ég bíð ekki í það að æla gulri froðu heima hjá öðrum en sjálfum sér.

Í dag er ég svo búin að vera í náttfötunum í tæpa tvo sólarhringa og flatmaga einsog aldrei fyrr. Mikið er gott að gera ekkert þegar maður er ekki þunnur. Nú tekur við maraþonvika í að gera skemmtilegt með öðrum og gera ekkert með öðrum og slappa af og samt skemmta sér, því alltíeinu er vika í að ég fari heim, eða út eða hvað sem maður á að kalla það.

Það er kanski ágætt að árið byrji svona illa, því þá getur það ekki farið nema batnandi..... Og hvort sem þið trúið því eða ekki hef ég miklar hugmyndir fyrir þetta ár, nú skal ásta finna framkvæmdagleðina og ég ætla mér að gera mikið og djamma minna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com