Hosted by Putfile.com





Hlutir sem mér er illa við í dag:

Kvef viðbjóður og slím og hóstaköst og stíflað nef og þrístingur í hausnum sem ætlar að láta augun springa út og nefrennsli sem brennir á manni nefið svo maður verður með eldrautt nef og fer að klína varasalva á nefið til að verja það. Beinverkir og harðsperrur í einu þannig að ekki einu sinni rúmið er þægilegt. Láta sér leiðast og finnast maður innilokaður í íbúð sem er rök og kominn með ógeð á bókunum sem maður á og finna ekki einu sinni ánægju í ítölsku sjónvarpi. Raunveruleikaþættir um allt sem til er á jörð, Big brother 4 var að hefjast í vikunni og einhver verður að skilja við einhvern í bold. Daniella er sérfræðingur í ættartölu og uppákomum í bold og reyndi að setja mig inní það, en þar sem ég veit ekki hvað neinn heitir nema ridge viðbjóður og brooke þá er ég engu nær. En tilfinningarnar skila sér á hvaða tungumáli sem er, sannkallaður stjörnuleikur þar á ferð.

Nyr þáttur hóf göngu sína í kvöld þar sem fyrrverandi stjórnmálakona og stór þykkur maður í stórkostlegu dragi taka að sér að uppfylla alla drauma fólks. Um útlit og útlitsbreytingar. Ekki ný tegund þátta, en ég átti von á meira svona breytingum á klippingu og fatastíl buuuut nooooo. Hér dugir sko ekkert minna en að senda fólk í lýtalækningar. Í kvöld sá ég tvær brjóstastækkanir, nefminnkun, eyrnalögun, sex kíló fokin á sjö dögum , hrukkufjarlæging og fleira. Yfirskrift þáttarins er - Enginn er fullkominn - Góður boðskapur hér á ferð, ef þú ert ekki einsog þú vilt, skelltu þér þá í aðgerð og lifðu drauminni þinn. Rauðhærði félaginn óaði og æjaði og bölvaðist yfir sjónvarpsefninu en ég var nokkuð sátt. Eftir að hafa horft á það með viðbjóði þegar læknirinn braut nefið til að minnka það og klippti í sundur brjóst við geirvörturnar til að troða þar inn sekk með siliconi þá allavega minnti það mig vel á að ég hef enga löngun til þess arna.

Það er sennilega kominn nýr leigjandi til að taka við rúminu hans rauðhærða. Sá mun aftur á móti fara heim til mömmu sinnar í vikunni og verður hún eflaust glöð. Hann er á móti ekki glaður og er ómögulegur að fara heim í heiðardalinn og gerir mikið grín að því hversu miklum mat verði troðið í hann og svo megi hann ekki gera neitt þótt hann sé tuttuguogsjö ára gamall. Við munum sakna hans því það er alltaf líf og fjör í kringum hann. Nýji maðurinn kom í gær að skoða og þeir smullu saman einsog flís við rass. Nýjungin er nebla líka að leita að vinnu og gátu þeir farið saman í skoðunarferðir og deilt áhuga á þessu, nýjungin var líka með heila möppu þar sem hann var með alls kins tegundir af kortum af bologna þar sem hann var búin að merkja inn með rauðum penna staðina og með númerum sem vísuðu til annarra blaðsíðna með frekari upplýsingum um staðinn. Þvílíkt skipulag hef ég aldrei á ævinni séð og viðurkenni að mér fannst það ægi mikil ástæða til að óttast hann. Hann er sem sagt ekki í háskóla heldur að leita sér að vinnu, er búin að búa alltaf heima og finnst komið nóg af mömmu mat. Nota bene er maðurinn um tuttuguogfimm ára gamall. Nýjungin er sögð ekki drekka mikið en vera allur af vilja gerður til að læra og rauðhærði vísaði á okkur og sagði enga betur faldna til þess verkefni en við. Þetta voru svo sem ekki bestu dagar hjá okkur siggu mygluðu. Hún hóstar og ég hnerra og svo skríðum við til skiptis inní eldhús til að hita te eða seðja sárasta hungrið, svo við höfum ekki talað mikið við hann.

Þó um þrjúleitið í gærkvöldi þá mæti ég nýja manninum sem er ekki fluttur inn í eldhúsi, rauðhærði hafði þá bara boðið honum að gista í stofunni. Líbó þetta hús ég segi ekki annað. Jæja ég reyni nú að sína smá lit og spjalla, hann tjáði mér það þá að íslenska hljómaði nákvæmlega einsog danska. Eitthvað dró ég það nú í efa, minnsta kosti finnst okkur það ekki. Þá fór hann að segja mér allt um skandinavísk tungumál, einsog að finnska væri alltöðruvísi og eina sem íslenska líktist væri danska. Já greinilega ekki heldur norska né sænska því þau væru allt annað mál. Þreytan og kvefið framkallaði örlítin pirring því samkvæmt minni vitneskju eru danska norska og sænska líkari mál heldur en íslenska og danska. Hann taldi sig nú vita sínu viti, en var með endæmum hrifinn þegar hann komst að því að Björk væri íslensk. Er nefnilega mikill aðdáandi en hafði aldrei vitað að hún væri íslensk. Fór svo að velta fyrir sér pólitík á íslandi og þótti það nú hljóta að vera ómerkilegt þar sem hann hefði aldrei heyrt neitt um okkur í alþjóðapólitíkinni......

Jæja ég held öllum dyrum opnum og kreisti af alefli niður þjóðernissinnann sem má ekkert illt orð heyra um frónið sitt og sennilega mun hann verða mikill djammfélagi innan skamms en það er útilokað annað en finnst hann skrítinn. Vona bara að hann sé gott skrítinn einsog hinir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com