Ferðalagið var tók í heild umþb. Sólarhring, lögðum af stað að heiman um hádegið og komum til stansted um sex leitid. Mér ti mikillar hamingju var hægt að geyma töskurnar og við skelltum okkur bara á bar og fengum okkur að borða. Tvö kaffihús voru opin alla nóttina og fólk útum allt sofandi á bekkjunum. Það eru mjög mörg flug uppúr sex og fleiri en við sem nenna ekki að finna gistingu fyrir nokkra klukkutíma. Tölvan gat stytt okkur stundir með simpson i góðan tíma áður en batteríið dó, þá tók við leiðinlegur tími til fjögur þegar við gátum sótt töskurnar og gert okkur tilbúnar fyrir tékkinnið sem byrjaði hálf fimm. Stressið var að heltaka mig, því ég komst að því að hjá ryanair máttu bara vera með 15kg í lestinni og 7 í handfarangri en ég var með vel yfir 20kg og um 10kg í handfarangri. Nú veit ég hvernig Ryanair safnar peningum......ókeypis flug en strangir á yfirvigtinni. Þeir eru með fullt af básum sem eru eingöngu til að borga aukagjöldin. Jæja við tróðum okkur í röðina og vorum númer átta í biðinni, vonuðum auðvitað að meðal afgreiðslufólksins yrði strákur eða maður, því samkvæmt ráðum hennar gebbu er margfalt betri líkur á að blikka þá eða kreista fram tár. Hún er snillingur í að komast upp með hluti svo ég treysti fullkomlega á ráð hennar. Því miður voru bara geðvondar breskar stelpur á okkar aldri i afgreiðslunni. Skiljanlega, ef ég þyrfti að mæta í vinnuna klukkan hálf fimm væri ég líka geðvond.
Hún bað mig um vegabréfið og refrencenumber, og ég svitnaði örlítið í lófunum því ég hafði gleymt pappírunum sem ég prentaði út um morguninn heima. Hún varð pirruð og sagði mer að framvegis hafa með mér allt slíkt, - Ónei hugsaði ég, ekki gott að pirra starfsmenn sem maður ætlar að reyna að heilla...... Jæja hún hefur verið hálfsofandi því við þurftum ekkert að borga í yfirvigt. Svo spurði hún hvað við værum með í handfarangur, hjá fólkinu á undan vigtaði hún töskuna, en ég lyfti bara bakpokanum og henni datt sem betur fer ekki í hug að ég væri með tölvu, flautu, bækur og brúsa í honum, auk þess að vera með aðra tösku yfir öxlina sem ég sýndi ekkert...... Allavega löbbuðum við í burtu ótrúlega hissa yfir að hafa sloppið svona vel. Viðbjóðslega þreyttar í flugstöðinni, ekkert gaman, lákum útaf einsog vel og hægt er að dotta í flugvél á leiðinni til Bologna Forli. Ryanair flýgur nebla ekkert beint heim, heldur í oggulítinn bæ í einsog hálf tíma fjarlægt. Svo þá þurftum við að taka rútu og svo loks leigubíl.
Já segi ekki annað en ég var fegin að komast uppí rúm, og fegin að komast inn í íbúðina þar sem við vorum lyklalausar. Sem betur fer var Daniela heima að læra. Við erum fjögur heima núna, við þrjár og Marco ljóshærði. Hinir eru í austurríki ennþá eftir áramótin, sennilega í skíðaferðinni. Það eru nú gott, þá hljóta friðurinn og kærastan að hafa sæst eftir rifrildið mikla seinasta kvöldið sem við vorum hérna. Ég vorkenndi henni svo voðalega og fannst þar að auki leiðinlegt ef ég myndi aldrei sjá hana aftur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home