Hosted by Putfile.com





Mánudagskvöld til mæðu. Eftir leiðinlegast tíma í manna minnum fór ég heim og japlaði á pizzu, það varð okkur til lukku að maðurinn sem býr á spáni var í heimsókn og kom heim úr búðinni og eldaði pasta fyrir allt liðið og rauðvín með. Ekkert eðlilegra, horfðum á einstaklega leiðinlega ítalska mynd með. Manninum tókst af snilli að hella yfir sig heilu glasi af rauðvíni og sigrún sýndi mikla húsmóðurtakta og skipaði honum úr buxunum á staðnum og elti hann með saltdúnkinn. Ótrúlegt en satt hafði hann aldrei heyrt um þetta gamla góða húsráð, á ítalíu þar sem rauðvínið er alltaf við hönd. Nú er komið fram á kvöld og ég velti fyrir mér að læra en fer auðvitað bara að gramsa í tölvunni frekar. Það er einsog mér datt í hug að hún er þó nokkur tímaþjófur og afþreyingartól og ég er yfir mig hrifin af að hafa mitt eigin sjónvarp/dvd tæki og eins sigrún, ekki síst er hún mjög ánægð með að geta farið á netið heima og skrifað ritgerðina sína í tölvu án þess að hanga á netinukaffihúsi...... og þar að auki þarf ekki að borga af gripnum.....

Helgin var hin besta, föstudagskvöldið “kíktum” við út á Irish að hitta mauri sem er fluttur, lisu vinkonu hans og okkar vinkonu hennar og carlo. Skoluðum niður nokkrum bjórum og hittum fyrir vini okkar á barnum. Margir barþjónar þar eru útlenskir og líka nýkomnir heim úr jólafríi, gott að hafa í huga þegar ég verð uppiskroppa með fé og þarf að vinna fyrir mér. Heilsuðum uppá gamlan stað corto maltese en uppúr hálf þrjú var ég orðin óróleg, stöðugt minnug um að þurfa að vakna klukkan átta morguninn eftir. Stóri bróðir friðarins var þarna líka og bauð okkur far, en þar sem hann var nýbúin að kaupa sér nýjan kokteil ákvað ég bara að labba heim, vildi heldur ekki að hann þyrfti að flýta sér mín vegna. Sá að hann var alveg í glasi og engin ástæða til að reka á eftir honum. Þegar ég var svo rúmlega hálfnuð að labba heim hringdi sigrún heimanfrá til að furða sig á hvar ég væri. Hefði sem sagt verið komin heim þó nokkur fyrr ég hefði beðið eftir honum.......

Harkan sjálf dró mig á fætur eftir smá lúr og drattaðist í skólann. Var reyndar einn besti tími sem ég hef verið í því óvart var hann að tala um heimspeking og stefnu sem ég hafði lesið...... En hélt hann væri löngu löngu búin að fara yfir. Þarna kemur námstæknivandræði mín í ljós, ekki er einsog það sé ný vísindi að maður fylgist betur með og skilji ef maður hafi lesið efnið ÁÐUR en kennarinn fer yfir það. Eftir góðan lúr fórum við sigga svo í matarkaupaleiðangur. Á föstudeginum hafði okkur dottið það snilldararáð í hug að bjóða öllum í mat, taldist til að ef allir kæmu sem við buðum yrðum við fimmtán talsins. Auðvitað kemur ekkert til greina annað en að elda pasta, og við keyptum nokkur kíló af því á tilboði og sósu á tilboði. Sem betur fer komu bara níu svo þetta var ágætt, annars hefði ekki verið stólar til handa öllum...... Eftir matinn og vínið og kaffið og kökuna (við sigga erum alltaf svo grand að það var skylda að kaupa eftirmat líka....) fórum við svo út. Stóð til að kíkja á eitthvað risadiskó, en svo var röð dauðans og kostaði 15€ inn og enduðum með að fara á barbúllu hinum megin við götuna. Mér fannst það fínt, enda er ég yfirleitt meiri bar manneskja en úberdiskó.

Nota bene var þetta um hálf þrjú leitið, þegar búllan lokaði kom ekkert til greina en að halda áfram í rauðvíninu og stefnan tekin á kúrekabúlluna í götunni okkar. Þá var nú komin vagga í suma okkar það er að segja sérstaklega mig og mauri, og ekki mikil stemming fyrir að sitja á rassinum. Ég var einstaklega góð í taumi og hann þurfti ekki að sannfæra mig mikið til að koma með sér á barinn í staupkeppni. Þar hittum við fullt af fastagestunum og nokkur staup í boði hússins. Auðvelt að ímynda sér hvar það endaði, við á rassgatinu sem hinir skildu varla hvað gengi á, því staupkeppnin hafði farið framhjá þeim sem sátu við borðið fyrir innan. Ég var bókstaflega á rassgatinu og hef meira segja marblett á rassinum sem sannar það, en enga minningu um hvar eða hvernig ég datt. Ekki góðs viti. Sunnudagurinn var að venju myglu dagur með dvd glápi og hangi. Nenntum ekki einu sinni að elda og þar af leiðandi var nánast ekkert matast....... Mikil lukka að ég hef nógan forða og þarf ekki að óttast vannæringu.

Áðan kom stelpa að skoða íbúðina, rauðhærði ítalinn mun flytja í febrúar og því hafin leit að nýjum leigjanda. Það verður að vera strákur þar sem viðkomandi mun búa í herbergi með marco ljóshærða. Þessi stelpa var stórstórskrítin og fannst það nú ekkert tiltökumál að búa með honum í herbergi, allir hálfgöptu yfir þessari ókunnu stelpu sem sat bara við eldhúsborðið einsog gömul vinkona og hellti úr skálum hjarta síns. Þegar hann reyndi að koma með eitthvað um að kærastan hans yrði nú lítið hrifin af því að hann byggi með stelpu þá þverneitaði hún að það væri vandamál og sagðist skyldi sjálf tala við hana.

Annars er það líklegt að hinn rauðhærði muni flytja til Íslands til að vinna sem verkfræðingur, í þessum töluðu orðum er pabbi hennar sigrúnar að hjálpa honum að fá vinnu ef fyrirtækið hans fær eitthvað nýtt verkefni þar sem hann getur notað vinnuafl sem er sérhæft í einhverju sem tengist jarðborunum og vatnsorku. Hversu fyndið væri það ef hann byggi á Íslandi meðan við byggjum á Ítalíu.

Myndafréttir eru þær að ég er búin að vera latari en letidýr í tré og tekið mjög lítið af myndum, ákvað svona mér til afþreyingar í kvöld að henda inn nokkrum af þeim sem við erum búnar að taka, þar sem ég kunni ekkert á þetta því miður lélega dót voru þær alltaf alltof dökkar eða algjörlega yfirlýstar ef ég notaði flass. Svo þær eru frekar fyndnar en góðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com