Í dag var maraþon kaffiseta frá eitt til fimm á caffé museo sem er við hliðina á deildinni minni. Karlinn sem vinnur þar er mikill vinur okkar og nánast skammar okkur ef við látum ekki sjá okkur í nokkra daga, yfirleitt kemur hann með kaffibolla og sígó og sest hjá okkur til að spjalla um daginn og veginn. Kallar okkur Bimbe sem er gælunafn fyrir börn og hefur ofsalega gaman að okkur. Fyrir jólafríið vorum við alveg kysstar og knúsaðar fyrir brottförina og jafnframt mikil gleði við endurkomuna. Undanfarið hefur hann tekið uppá því að koma alltaf með lítl rauðvínsglös handa okkur óspurðum og skál með einhverju nasli.... þegar við reynum að neita þá fussar hann bara og segir okkur hafa gott af þessu. I dag kom hann með aðra umferð af rauðvini þrátt fyrir mótmæli okkar, fuss og sveiaði bara þegar við sögðumst þurfa að fara að læra....eða í leikfimi. Það fannst honum nú bölvuð vitleysa og er alltaf hissa þegar við förum jafnvel eftir marga klukkutíma.
Nú er sigga að elda handa mér barbeque kjútling eða hennar útfærslu á því og þar sem ég fullyrði að ég kunni ekkert að elda það fæ ég að gera ekkert. Hún hættir ekki á að ég geri það vitlaust he he he. Í kvöld er nú samt rólegheit því ég VERÐ að fara í tíma í fyrramálið klukkan níu. Eftir hálft ár er ég ennþá ekki búin að sætta mig við þann absúrdleika að eini dagurinn sem ég þarf að vakna klukkan átta er á laugardögum. Þegar ég barma mig við aðra ítali eða við frakka finnst þeim lítið til aumingjaleiks míns koma. Þar er ekkert svo hrikalega skrítið að vera í tímum á laugardögum, fyrir okkur íslendinga er þetta helgispjöll. Enda hef eg mætt í tvo tíma allan tíman en nú er aldeils farið að sjóða svo vel undir rassinum á mér í lærdómnum að það er alveg að fara að kvikna í og engin undankomuleið möguleg. En á morgun, jess á morgun ætlum við sko aldeils að fara og út og gera hið óheyrða að fara á Erasmus djamm, gerast svo frægar kanski að kynnast öðrum útlendingum í landinu...... Svo erum við búinar að ákveða að sunnudagar verði leti og átdagar nema það sé próf alveg á næstunni. Maður verður að vera góður við sig stundum...... Við eigum það skilið.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home