Þegar hallaði að lokunartíma voru flestir á því að fara heim, en rauðhærði ekki og ég var alveg til í hvað sem er. Hann fór þá með mig á fyndinn stað sem er falinn í bakgarði og hurðin er meira einsog hurð að bílskúr, maður þarf að hafa ákveðið kort til að mega vera þar en hann var einu sinni mikill fastagestur þar og fengum við því að vera. Þar kaupir maður rauðvín hússins á spotprís og allir sitja við gömul tréborð á þessum litla sjarmerandi stað. Eftir rauðvínsdrykkjuna ofan á bjórinn vorum við enn í stuði svo við fórum á stað sem heitir Vicolo, alla miðvikudaga eru erasmus kvöld þar en við sigga erum búnar að vera með endemum lélegar að elta slík kvöld og aldrei farið þangað. Það var nokkuð stór staður svona létt í anda sólon eða felix bara meira pláss. Á dansgólfinu var mikið af öðrum útlendingum sem tóku grinding dansinn mjög alvarlega og hristu á sér alla skanka. Ég hef aldrei verið sérlega góð í bútísjeiking dansinum svo við flýðum dansgólfið fljótt.
Við innganginn rákumst við á mjónuna, sá sem vildi flytja til íslands hérna fyrir jól og ég hitti einu sinni til að segja honum allar staðreyndir um landið. Mjónan er vinur stóra bróður rauðhærða og er maður nokkuð rólegur, einstaka sinnum dettur hann í glas eða tvö og verður svona líka hress. Þetta kvöld var mjónan eiturhress og skrollaði meira en venjulega á errunum. Hljóðið r er alveg eins í íslensku og ítölsku og skemmtir manni vel þegar einhver skrollar einsog besti dani. Við á barinn að sjálfsögðu og borguðum okurverðið fimm evrur fyrir einn corona bjór, hræðilegt, einmitt ástæðan því ég fíla ekki stóru discostaðina. Við barinn kemur svo eitthvað salsa lag, og mjónan tekur uppá því grípa í mig og sveifla mér um gólfið. Ég gerði mitt besta en maðurinn er bæði minni og mjórri en ég og alveg einstaklega kvenlegur, hann tók svo lint á mér og vissi ekkert hvað hann var að gera og ég þurfti að einbeita mér til að taka ekki bara stjórnina og snúa honum. Jæja gaman að þessu, alveg þangað til eiturhressa mjónan reyndi að snúa mér og í miðjum snúning reyndi hann að kyssa mig. Það leist mér nú ekki á og snéri mig snarlega útúr þessum dansi. Þó skárra að dansa við rauðhærða enda samsvörum við okkur betur og ég hef ekki möguleika í að stjórna honum. Eftir þessa diskóferð ákveðum við að tími sé komin á kúrekabúlluna og allir vinda sér þangað. Sjálf stóð ég fyrir tequila ofan í alla og meira segja eiturhressa mjónan entist fram á morgun.
Þegar hafði farið á líða á kvöldið leið mér sífellt verr og verr, fann kvefið aukast og var hreinlega komin með beinverki og alveg örugglega hita. Dagurinn eftir var hræðilegur, skalf í rúminu með beinverki og svitahroll og þynnkuhausverk og flökurleika og hósta og rennandi nef. Komst ekki framúr fyrr en um átta um kvöldið. Í þokkabót þá hafði ég borðað hálfa piadinu og eina peru allan daginn áður en ég fór að djamma. Líkaminn var ekki sáttur við þessa meðferð. Í dag líður okkur betur, sigrún sexy fór í sturtu í fyrsta skipti í eina og hálfa viku og verð ég að segja að ég var næstum buin að gleyma hvað hún er sæt ekki í föðurlandinu, náttpeysu, með trefil og flíspeysu með hettuna yfir hárinu sem var orðið vel skítugt og hóstandi og snítandi í tíma og ótíma. Rauðhærði kom og knúsaði okkur bless í gær og hló að því að koma inní herbergi þar sem ég lá með glansandi augu og þynnku dauðans og sigrún innpökkuð og hóstandi að reyna að læra fyrir prófið í næstu viku. Honum fannst við ekki sjarmerandi held ég.
Í kvöld er partý hjá bróður hennar mariku frá napolí því hann á afmæli, höfum reyndara bara hitt hann einu sinni en hann bauð okkur svo við ætlum sko að skella okkur, kynnast nýju fólki!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home