Nú virðist ég ekki geta hugsað heila hugsun nema orðið tölva komi fyrir í henni. Og myndavél, og svo hef ég dagdrauma um að eiga slíkan kostagrip að geta horft á dvd myndir í tölvunni í útlöndum því ég á ekki sjóbart né video. Samt verð ég að viðurkenna að ég flutti ekki til Ítalíu til að geta horft á dvd, en stundum er bara gott að kúra. Sykurfaðir okkar á heimilinu er fluttur út með sjónvarpið sitt og videoið sem okkur tókst sífellt að plata hann til að flytja inní stofu og flatmaga þar í leti, nú þarf önnur hvor okkar helst að reyna að koma sér verulega í mjúkinn hjá alheimsfriðinum til að fá afnot af herberginu hans. Jah, ekki sigrún þar sem hún er lofuð og ekki ég því það er útrætt mál. Annars hef ég misjafnar hugmyndir um hana siggu stundum því hún reynir stöðugt að koma mér saman með mönnum sem hún græðir á, mikill tækifærissinni þar á ferð og sér alltaf gróðavon í mönnunum..... ekki að hún styðji mig ekki af fullum hug, reynir frekar bara að stíra mér á rétta braut og sleppa öllum litlum skrýtnum mönnum sem hún segir að ég falli alltaf fyrir og yfir í menn sem ég græði almennilega á, og þar af leiðandi hún líka.... he he he
Samt er hún búin að tilkynna mér það að ég megi aldrei sofa annarstaðar á nóttunni, fæ útgönguleyfi á dagin og kvöldið með því skilyrði að ég komi heim til hennar yfir nóttina. Ekki dugir að vera einmanna!! Fyrst að ég sé "viðhaldið" hennar þá verð ég líka að standa mig sem slík og sinna hennar andlegu þörfum í fjarveru mannsins. Einkennileg staða sem ég er í, því ég er viðhald og má samt líka bara finna mér viðhald ekkert fast......
Við erum búnar að hlægja mikið að því að gianluca bað mig eitt kvöldið að útskyra samband okkar. Okkur varð það nefnilega á einn daginn að segja við einhvern að við ætluðum að færa rúmið okkar saman því það væri svo kalt undir glugganum. Betra að halda á sér hita tveir sko, eitthvað fór þetta forgörðum í þýðingunni eða þá að hann vildi bara skilja þetta svona. Hef annars gamla reynslu af því og ekki er vænlegt að grínast með svona hluti, þegar ég í gamla daga laug því að vini mínum á djamminu að ég hefði uppgvötað mína lesbísku hlið.....bara til að fá að vera með þegar þeir voru að tala um stelpur. Ég reyndi í mörg ár að leiðrétta þennan misskilning en gengið illa. Á endanum sagði hann mér bara að þegja og leyfa sér að halda það sem hann vildi. Segi það nú enn og aftur, þótt maður hafi slegið því fram í pirringi útí karlpening einsog tálkvendið hún early, að maður ætti bara að sleppa þessu og snúa sér að stelpum, þá tel ég nokkuð ljóst að þá myndu vandræðin fyrst byrja. Úfff.
Búin að velta því mikið fyrir mér hvort ég eigi að slá áramótaheit. Það er kanski dáldið seint núna......en ég gat bara ekki ákveðið mig hvað ég ætti að strengja. Enda margt sem mætti lofa bót og betrun í...... minna djamm...meiri lærdómur.....hollusta....reykingar.... Þetta klassíska svona. En ég held ég hlýði stjörnuspánni minni og kynni mér trúarbrögð og heimspeki fjarlægra landa. Ætla svo gefa mér það í janúargjöf að skella mér í jógastöðina sem ég rakst á úti og finna innri frið í hugleiðslu. Tíhi. Já maður slakar sko ekki á dramtíkinni.
Eitthvað hefur það flækst fyrir mér að stelpurnar segi mér að finna mér mann sem er jafnmikil flækja og ég, til að ráða við flækjuskapinn. Ætti það ekki að vera öfugt? Hefur að minnsta kosti ekki gefið góða raun hingað til. Enda tel ég mig ekkert vera verri flækju en hver annar. Gef nú bara sama svar og í denn; Þó betra að vera hnykill í flækju en einhver þráður. Að þeirra sögn á viðkomandi samt að vera fanatískur á móti reykingum því þær telja það eina ráðið til að losa mig við þann ósið. Þetta kom í ljós á kaffihúsi þar sem ræddar voru misgóðar aðferðir og plön og tímasetningar til að losa maka sína við reykingapésann. Þýðir ekki annað en að ala maka sína soldið upp og siða þá. Mér finnst það samt skemmtilegra í frasögn heldur en að ég verði makinn sem á að fara að siða, efast ekki um að upp kæmi mikil þrjóska og árátta til að taka þetta sem persónulegt sjálfstæðismál eins fáránlega og það hljómar. Það er réttur minn að stunda óheilbrigt líferni...... Mjög absúrd allt saman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home