birta
Ljós eru merkileg fyrirbæri. Ég öfunda einn kunningja hérna úti sem er einmitt ljósahönnuður, eða það er að segja hannar lýsingu fyrir rými. (Og hannaði potta&pönnuseríu fyrir ikea óskaplega falleg og appelsínugul enda keypti ég pönnuna hans) Áhrifin sem lýsing hefur á sálina er örugglega jafn mikil og áhrifin af myndum. Kannski eiga allir sína uppáhalds. Mín er gul kertaljósabirta. Og seinnipartssól, helst bara um sumar, sirka um kvöldmatarleitið í suðurevrópu (þar sem ég hef því miður ekki komið lengra í suður né austur) Hallandi gyllt sólarbirta þar sem koma miklir konstrastar í heiminn og langir skuggar.
Sól er ekki bara sól frekar en kaffi er bara kaffi. Onei.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home