óviljandi sópleit
Þær stórfréttir voru í urban eða metró að B manneskjur hafa hingað til haft fullkomlega rétt fyrir sér þegar þær fullyrða að það sé eitthvað mikið að A fólki sem sprettur upp einsog fjöður við fyrsta hanagal en getur ekki vakað á kvöldin. Sérfræðingar vilja meina að þeir hafi fundið genagalla sem veldur ruglingi í líkamsklukkunni og af því hljótist sá leiði ávani að vakna of snemma. Töff. Það er ekkert að mér.
Sólin skein í dag og gladdi sálina á nokkra klukkutíma labbi með kaffipásum um yndisfagra köben í gegnum nörrebro og einhvern garð meira segja sem ég veit ekki enn hver er. Í sakleysi mínu sat ég með krosslagðar lappir á bekk og nagaði penna þegar aðvífandi kemur risastór þyrla og plantar sér í miðjuna á garðinum á risastórum grasflet þar sem pínulitlir strákar léku fótbolta. Þetta vakti mikla athygli, en svo kom sjúkrabíll hinumegin svo ég hef mestar áhyggjur að einhver hafi slasast eða veikst þannig ég hafði ekki samvisku í að taka mynd af þyrlunni fyrr en hún flaug í burtu.
Ratskyn mitt er innbyggt og órökrétt, en eftir að hafa tölt um random götur og ákveða að beygja hér og þar í fullkominni ágiskun um að það væri í áttina heim kom ég útúr garðinum og endaði fullkomlega á götunni um það bil þrjár stoppistöðvar heima frá mér. En það sem var merkilegt er að beint hinumegin við götuna voru sópar í körfu fyrir utan einhverskonar málningabúð. Einsog innri ratklukkan hafi vísað mér krókótta leið að sópastandi. Að sjálfsögðu hljóp ég yfir götuna milli hraðakandi bíla og fjárfesti í gripnum fyrir heilar 25 krónur. Tölti svo heim með gleðibros einsog lítil nýtískuleg norn með ódýrustu sort af faratæki í hendinni. Mikið getur verið gaman að sópa, ég bara vissi það ekki áður.
Það er endalaust hægt að koma sjálfum sér á óvart í þessari veröld. Hún er líka lítil því á einhverju horni í miðbænum hjólaði framhjá mér drengur sem vakti athygli mina með gríðarstórum heyrnatólum og sérstaklega því að hann hjólaði í lykkjum framhjá mér og sleikti svo fingur og rétti upp einsog til að athuga vindáttina og þarmeð í hvaða átt hann svo beygði. Eftir langan labbitúr mæti ég með sópinn í hendi, svo sama dreng með hund í bandi rétt fyrir utan húsið mitt og hann nikkar einsog ekkert sé eðlilegra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home