Hosted by Putfile.com





af pamfílum og öðrum lukkudýrum

Það er sól í köben og brosið nær hringinn. Gæti ekki verið betra og til að fullkomna vikuna og frábæran félagskap þá er óvænt frí í skólanum á morgun og verkefnið gekk vel í dag. Lukkunnar pamfíll. Einsog í sögunni endalausu þá voru þessir pamfílar stöðugt að, en samt óeðlilega hamingjusamir. Mér fannst alltaf einsog þeir væru örugglega bleikir og næsta við óþolandi glaðir. Man ekki meira um þá en það var eitthvað neikvætt við þá sem á hinsvegar ekki við mig. Eina sem er bleikt við mig er bleiki ipodinn sem silja frænka dóneitaði til mín við mikinn fögnuð minn. Hann var þó í einhverjum mótmælaaðgerðum og neitaði algjörlega að hlaða sig í minni tölvu en hleður sig einsog ánægjubolti við tölvuna hans halls. Kannski bara líka glaður að sjá hann, maður spyr sig. Það má kannski segja að batteríin verði hlaðin á þriggja vikna fresti hjá bæði mér og bleika ipodinum. Þarf að skýra bleiku græjuna, einhverjar tillögur að nafni?

6 Comments:

Blogger asa said...

ertu með heimasíma? þar sem allir eru farnir fékk ég mér síminn frelsi.. er með sama gsm númer en fæ að hringja frítt í einn gsm(bjarna) einn heimasíma (edda heima) og einn heimasíma í útlöndum.

gaman ég fæ kannski úlfhildi sem leiðbeinanda og kannski fæ ég að skrifa um bibba í tengslum við sjónmenningarleg fræði .. þannig feel free að benda mér á rit sem eru intresting honey!

kv, ásan sem saknar þin.

6:37 e.h.  
Blogger asa said...

þ.e. í sjónmenningarlegum fræðum ef þú rekst á eitthvað töff:) kv, ás.

6:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er með eina uppástungu að nafni.. Manstu eftir annarri bleikri eðalgræju?? Ég býð þér hér með formlega nafnið Pepe Le Pue til láns og afnota ;)

9:46 e.h.  
Blogger asa said...

oj pepe oj .... virkilega pepe?
ég helt að þetta nafn væri pepelepu í sama orði eins og stubbarnir eða eitthvað..... oj pepe ojjjjjjj ojjjjjjj



ég kemst ekki yfir þetta. pepe. *hrollur*

hehe annars sambýlingar góðu , þið eigið latte glös ennþá (þessi brúnu) sem ég gaf ykkur hjá mér , ekki verra að taka það með sér um jólin:) þá eigum við allar eins:)

4:51 e.h.  
Blogger hallurth said...

Mig langar að sjá söguna endalausu aftur. Eigum við að kíkjána eftir tvær vikur?

8:58 e.h.  
Blogger Ásta & allir said...

jamm símaleysið er orðið dýrt spaug hérna, enda er ekkert dýrara en útlandafrelsi en þetta hlýtur að fara að koma....Áhugaverð rit segirðu já, ég skal hafa það í huga um leið og ég byrja að lesa eitthvað af viti...

Já ég hló upphátt við minninguna um aumingja pepé og örlög hans. Einsog ég skammaði þjófinn og skipaði honum að kaupa nýjan handa þér, vonandi fær þessi pepé ekki sömu örlög. Nafnið er samþykkt hérmeð. Hinsvegar verður minn pepé aldrei eins fyndinn og bleikur dildó sem var stolið í verslópartýi.

Ég sá aldrei alla myndina af sögunni endarlausu svo ég er meira en geim í það, grunar samt að þeir hafi sleppt pamfílunum þar sem þeir voru mikið aukaatriði en hlakka til.

11:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com