the bord is here
Það verður að skjóta því inn að þrátt fyrir mikla viðleitni þá hefur mér ekki tekist að komast að því hvað símanúmerið hjá mér er. Ég veit það endar á 4045 en stafirnir á undan eru mér ráðgáta. Þetta kemur til af langri og leiðinlegri sögu um ráðamenn þessa kollegis sem hafa eitt símanúmer og einn símatíma fyrir fyrirspurnir, nefnilega milli níu og hálf tíu á virkum morgnum. Nema að þó ég hafi hringt á þeim tíma þá fæ ég samt talhóf sem bendir mér á að hringja á þessum tíma, og þó ég leggi inn skilaboð hringir enginn tilbaka. Enginn svara heldur emailum á þeirri skrifstofu þar sem allir vinna eftir lögmálinu "ég er ekki hér til að aðstoða".
Svo eftir augnabliks skelfingu þá auðvitað gríp ég upp símtólið og svara. Á línunni er norskur gæi. Norski gæinn er að leita að einhverri dariu. Augljóslega skakkt númer, nema að ég veit til að á hæðinni býr ein norsk eða sænsk daria og reyni að segja honum það. Í gegnum flókna og misskildar samræður þar sem maðurinn er skelfingu lostin að ég sé íslensk en kemst loks í skiling um að hann hafi þó bara hringt til danmerkur, hann bíður mér til noregs og ég afþakka en innámilli reyni ég mitt besta til að plata hann til að segja mér í hvaða númer hann hafi eiginlega hringt. Ég spyr aftur og aftur, jájá allavega, en hvaða númer ertu að hringja í núna??? geturðu stafað það fyrir mig?? Hann fór alltaf að tala um eitthvað annað en sagði á endanum eitthvað sem ég krotaði niður og þóttist himin höndum hafa tekið, já jeremías ef guð sendi ekki bara fullan norsara að hringja í skakkt númer svo ég loksins gæti fengið fólk til að hringja í heimanúmerið mitt.
Annaðhvort var hann það fullur að hann mundi ekkert í hvaða númer hann hafði hringt, eða að ég er ekki nógu sleip í norsku tölunum því það númer sem hann gaf upp virkar greinilega ekki. Andskotinn. Svo fagurguli síminn er ennþá bara ornament í íbúðinni.
Hinsvegar fór ég ferð tvö í Ikea í dag og keypti fína eldhúsborðið sem ég hafði augastað allt frá því í sumarlok. Og nýtt blóm í gulum blómavasa ofan í hin fögru sólblóm sem ég keypti í fyrradag. Fyrsta kvöld í langan tíma þar sem ég talaði dönsku næstum allan tímann. Töff.
1 Comments:
Hefur einhver (annar en ég) bent þér á að þú ert yndisleg?
Fyrir tilviljun (og sorglega vöntun á kvöldmat) er ég hinsvegar næstum því rulluf.
Á morgun!
Skrifa ummæli
<< Home