margfalt óvenjulegt
Það er svo sem oft uppá teningnum að fá sér kaffi á ákveðnu kaffihúsi, og oft í félagsskap sigrúnar eða bjarkar og enn síður undarlegt að sjá einhvern sem maður kannast við. Það var þó alveg nýtt að inn kæmi ítalskur kunningi stelpnanna nýkominn úr heimsókn að heiman og með foreldra sína með sér. Sökum stólaleysis spurði hann hvort þau mættu ekki bara öll setjast hjá okkur sem var auðfengið. Það var bráðskemmtilega undarleg aðstaða sem myndaðist þar í ítölsku smalltalk blönduðu ensku, en sigrún ekki ítölskumælandi né foreldrarnir ensumælandi. Öll hin yndælustu þó.
Besta óvænta uppákoma dagsins verður þó án efa endirinn. Ég tók bara vel í uppástungu sigrúnar að skreppa í strætóferð lengst út í fredriksberghallen þar sem við fórum á æsispennandi 1.deildarleik í dönskum kvennahandbolta. Århus á móti fck fredriksberg. Eiginlega fucking fredriksberg því þær unnu en við héldum sem sagt með århus. Þar var líka að finna þá íslensku markyngismey sem sponseraði mætingu okkar. Þær voru hörkuhraðar og ég gat rifjað upp gömul hugtök einsog hægri bakk, fríkast, harpix, línur, skref og margt fleira merkilegt. Svei mér þá ef ég kom sjálfri mér ekki á óvart í að kannast við reglur. Það er þetta heila ár sem ég spilaði handbolta í 6.bekk og var meinilla við bolta allan tímann. Það kom mér mest á óvart hvað þær voru mikil beibí, en í minningunni þá eru 1.deildarliðskonur svo óskaplega miklar konur. Þessar voru bara minni en ég. Svona aldurslega séð.
Og vissuði það að danski kvennaboltinn er einn sá besti í heiminum? Hananú og tilhamingju berglind að spila meððeim. Í pásunni var svo keðjureykt á neðri hæðinni, ca tvo metra frá vellinum sjálfum og seldar pulsur og stórir bjórar í plastglasi. Sigrún var líka góður félagi í að koma með fræðileg innskot frá sjónarhorni handboltaleikmanns þegar ég hváði yfir pípi eða öðrum dómum. Í ofanálag gat ég fengið læknisfræðileg innskot um eðli íþróttameiðsla, svo gott fólk ég er ýmsu nær í dag. Eigum við að ræða slitin krossbönd?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home