óheimalegt heima enn sem komið er
Herbergið er ekki slæmt og ég sé marga möguleika til að gera það betra með heimsóknum í Ikeað og markaði með notaða hluti. Ákaflega týpískt að þegar við vorum að drösla dótinu hérna inn rákumst við á íslenskar stelpur og önnur þeirra býr einmitt í herberginu beint á móti mér... Mjög yndælar og buðu aðstoð ef ég þyrfti. Sturtan er mun skárri en ég hélt, bara ein sú besta sem ég hef nokkru sinni haft í eigin íbúð (óhemju léleg og skítug í bologna, míníbaðkarið með vanhæfum sturtuhaus og strippsenu fyrir bílaplanið í eskihlíðinni og baðkarið sem varla lak niður úr meðan átti til að frussast úr þvottavélinni yfir fæturnar á manni og sturtuhausafíaskóið á eiríksgötunni...einn brotnaði, annar sprakk og þriðji lak svo það vantaði kraftinn..), vantar reyndar squeekígræju hérna því vatnið flýtur útum allt en annars get ég ekki bara sungið heldur dansað í henni ef ég endilega vildi. Eldunaraðstaðan er hinsvegar nokkuð ómerkileg, en það er líka leiðinlegt að elda fyrir einn. Get allavega hitað te og kaffi í lærdómssenurnar og átt kaldan bjór í ískápnum.
Köben er hlýleg þrátt fyrir kuldalega fjarlægð frá þeim sem ég sakna mest. Mjúkt loft og kolsvört kvöld. Klikklakkaði meðfram kanalnum á leið í strætó eftir stórfenglega sushi máltið og meðan ég beið eftir strætó spratt fram flugeldasýning sem átti upptök sín í Tívolí. Það var einkennilega hressandi, einsog áminning að allt getur gerst og það eru óteljandi möguleikar á sniðugum hlutum og góðum aðstæðum að lenda í. Það hlýjaði mér að innan að vita að á klakanum er hugsað til mín líka og ekki síst að áður en langt um líður fæ ég heimsendinginu með flugi af helmingnum sem ég skildi eftir.
3 Comments:
...og ég hlakka svo til að komaaaaa...
Tu byrd kannski uti i rassgati en amk byrdu ekki ut i rassgati an nettengingar (eg held amk ad tu hafir net)
mjadmamarblettir horfnir. Ikeamartradir minnkadar til muna og eg ready i girinn aftur. segdu til og vid hendum okkur i annan verslunarleidangur :)
Skrifa ummæli
<< Home