Jahá, kæru vinir einsog ég hef áður sagt getur minnið verið gloppótt eftir æsilegt djamm. En nánast alltaf er ég með mörgum vinkonum/vinum mínum sem ég hitti síðan eftir á og eftir að við höfum talað um allt sem gerðist þá eiginlega byggjum við upp myndina af hvað gerðist, þar sem fólk man mismunandi hluti. Og oftast man maður þá, hlutina þegar maður er minntur á þá.
Maður hefur ekki þetta áminningarkerfi þegar maður endar einn á djamminu og er þar af leiðandi ekki alveg viss í hvaða röð atburðirnir gerðust já eða bara hvað gerðist.... Ég verð að éta aðeins ofan í mig af fyrri frásögum af dauðadjamminu á föstudaginn, þar sem ég sat í gærkvöldi og spjallaði við gerði hringir nebla síminn minn- ókunnugt númer.... og reynist vera fyrrumræddur frakki. Ég hálf fraus svona þar sem ég minntist þess ekki að hafa gefið honum símanúmerið mitt, en ákvað nú að vera bara almennileg. Já hann var svona hálf feiminn, og gerði sitt besta til að tala íslensku, og spurði hvort ég myndi eftir honum og ég hélt það nú, en svo sagðist hann bara hafa viljað athuga hvort ég ætlaði ekki örugglega að koma á morgun (ss.mánudag) Þá missti ég nú andlitið, ha? Og hann varð enn vandræðalegri, já við ætluðum að hittast á kaffibrennslunni kl hálf fjögur á mánudaginn. Það tók mig góðan tima í umhugsun þegar mig rámaði skyndilega í það að þegar ég var að tala við hann á íslensku var hann að segja að það væri svo erfitt að kynnast íslendingum, þeir væru náttla á heimasvæði og þyrftu ekki á útlendingum að halda... þannig séð. Og mætti sjaldan vera að því að kynnast fólki, svo hann fengi í raun litla æfingu í að tala íslensku þar sem nánast allir sem hann umgengist væru útlendingar líka. Þetta var alveg í stíl við margt sem ég hef talað um við stelpurnar, sérstaklega með tilliti til þess að ég er að fara sjálf sem erasmus nemandi í annað land og geri mér nú vonir um að kynnast ítölum, allavega í bland. Svo ég sagði bara já já já auðvitað skal ég hitta þig og spjalla við þig á íslensku. Svona intercambio fílingur, væri náttla best ef hann talaði ítölsku en ekki frönsku, en hvað um það.
Hann var ennþá aumingjalegur og sagði að ég þyrfti ekkert að koma ef ég vildi það ekki, hann vildi bara vita það því það væri svo leiðinlegt að sitja og bíða eftir einhverjum sem ekki kemur. Ég vorkenndi aumingja manninum, og sagðist auðvitað mundi koma. Hálf kveið því samt þar sem hann gæti verið allt frá leiðinlegum uppí snarbilaður. Í besta lagi skrítinn. En ég skemmti mér bara mjög vel, hann virkilega klár, kom reyndar í ljós að hann er að stefna á mastergráðu í heimspeki, var meira segja aðstoðarkennari í frakklandi... og hefur rosalega mikinn áhuga á tungumálum- væntanlega þar sem hann nennir að leggja það á sig að læra okkar ástkæra ylhýra, reyndar líka td dönsku og þýsku ásamt rómönskum málum. Svo við áttum margt sameiginlegt sem við gátum talað um lengi lengi. Svo þetta var alveg þess virði. Já nei, ég hef ekki áhuga á honum sem neitt meira en vini- fyrir þá sem eru strax komin í þann hugsunarhátt. Og ég verð víst að hafa manolo hennar sigrúnar sem víti til varnaðar. En þó alls ekki, þar sem ég held að þessi hugsi allt öðruvísi. Ef það er ekki áhugi fyrir hendi þá nær það ekki lengra, það sé í raun niðurlægjandi að reyna meira eftir það.
Ég á örugglega eftir að hitta hann eitthvað meira, hann hefur fullt að segja frá og er bara skemmtilegur. Fyrir utan að hann veit mjög margt sem mig vantar að vita um heimspeki. Svo gerður mín getur jafvel farið að plana frakkapartýið mikla.
Fyrsta sem henni datt í hug þegar ég var búin að tala við hann þarna fyrst, var hvað það væri gaman að halda partý með svona "frakka" þema sko.
Við gætum verið með frönsk vín og osta, allir klætt sig í röndótta boli og grafið upp svarta alpahúfu og auðvitað haft "ekta" frakka á staðnum!!! Mikið fyndið. En þó efast ég um að hann hefði húmor fyrir því, þó það væri óborganlegt að sjá svipinn á honum.......
Það er líka gaman að fá svona utan að "gagnrýni" á okkur. Þá meina ég íslendinga í heild. Það er nú oft sömu hlutirnir sem fólk sem dvelur hérna nefnir en stundum eitthvað alveg óvænt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home