Hosted by Putfile.com





Dauði og djöfull, hvað ég hata að vera svona óákveðin stundum. Á hverju í andsk. á maður að byrja, jú ég hlakka geðveikt til að fara til danaveldis í sumar, og geri mér vonir um að komast inn í skólann í Bologna......en samt langar mig líka í listaskóla í danmörku....og að fara til þýskalands og dusta af rykfallinni þýskukunnáttu minni einsog gerður svo fyllist ég gríðarlegri öfund þegar stelpurnar fóru að tala um krakkana í heimsreisunni, öfundin færðist öll í aukanna þegar ég kíkti á myndirnar sem ég frétti af. Dauði og djöfull afhverju erum við ekki öll í regnskógum, minns langa líka það. Nýjasta dellan mín er sú að mér langar að læra vefsíðugerð og einbeita mér líka að grafískri hönnun og ljósmyndun í stað málunar..... Já og svo fékk ég tilfelli yfir því í dag hvað ég ætti stutt eftir ólifað. Að ég myndi aldrei ná að gera allt sem mig langaði að gera á svona stuttum tíma...og þá tek ég ekki inn í myndina óvænt dauðsfall, hver veit nema það keyri bíll á mig eftir viku. Úff svartsýnin um við munum öll deyja og þá er það allt búið. Hef uppi stórar efasemdir um að við munum öll saman koma í hvítum kyrtlum með vængi í himnaríki. Jaa og ef himnaríki er þá til, hvort þeir myndu yfir höfuð hleypa mér inn í það. Get víst ekki státað af þeim dygðum að vera syndlaus að þeirra mælikvarða. En ég meina hver er það svo sem, Hræðist líka fátt eins mikið einsog að verða gömul, tveggja ára vinna mín á hjúkrunarheimili sá til þess. Kanski enda ég á því að þekkja ekki mína nánustu og lifa án persónuleika míns í tíu ár. Æi samt, eins og gerður sagði áðan, það hlýtur að vera meira gaman að vera gamall en maður heldur..... he he. Já já, þótt maður sé ekki úti að fá sér bjór eða ferðast um heiminn eftir sjötugt þá getur nú vel verið að eitthvað komi í staðinn fyrir það. Ohhhh já sjá heiminn, það skal gerast, bara skal. Ég til skiptis hata og elska hvað landið okkar er lítið. Þegar ég fæ innilokunarkennd hata ég það að allir þekkji alla og allir séu skyldir ojjjbara. En svo hinn daginn finst mér ofboð fyndið að allir séu skyldir og elska að maður fer ekki út á lífið nema hitta skriljón sem maður þekkir. Akkúrat núna er ég á fyrri skoðuninni....fór aðeins á kaffihús áðan til að heyra slúðrið frá einum londonfara en aumingjans londonfari 2 var fárveikur heima eftir grunsamlegan kjúkling sem innbyrtur var í soho. Jæja þegar við ákveðum að tygja okkur ég, gebba og ása og löbbum út af kaffihúsinu, hver haldiði að sé að labba framhjá innganginum. Jú jú eini maðurinn á öllu íslandi sem ég vil helst forðast sem mest Mr Portugal 2003. Hafði sent mér mjög undarleg tvíræð skilaboð fyrr um kvöldið sem ég svaraði ekki. Jæja ég hélt í þá von að hann myndi bara ekkert þekkja mig aftur og sneri bara upp Def,dumb and blind lookinu. Jæja mér til allrar hamingju- eða þannig- sá Ása hann líka og fór eitthvað að vera með aðdróttanir, kallaði meðal annars á mig með nafni til að vita hvor ég hefði séð hann, og sá til þess að hann tæki eftir mér. Maðurinn talar náttla svona góða íslensku og skyldi allt sem okkur fór á milli. Obbossí svo löbbuðum við bara upp og beint inn á hotel til gerðar sem var eitthvað að sækja þar, og mér leið einsog lúða ársins. Ekki misskilja mig, ég hef ekkert illt um hann að segja þannig séð....var bara ekki alveg tilbúin að rekast á hann þar sem ég var búin að hundsa öll skilaboð frá honum...frekar hallærislegt að stökkva svo útaf kaffihúsi eftir allar mínar ræður um lærdóm.....jafnvel enn hallærislegra að láta sem ég sæi hann ekki. Jah já já svona höndlar maður illa óvæntar uppákomur. En ég segi nú bara hvaða dauðans líkur eru á því að í heilli borg þurfum við að labba sama hornið á sömu sekúndunni? Sjaldnast rekst maður á þá sem manni langaði kanski að hitta....? Undarlegt allt saman. Já ég verð að viðurkenna að ég hálf skammast mín, sko ekki það að þetta skipti einhverju máli, hef litla trú á að strákgreyið sé í molum...frekar að hann sé með nokkrar aðrar á varamannabekknum. Heldur bara mitt persónulega prinsip mál, hversu oft hef ég bölvað stráklingum fyrir það að setja mig í silent treatment. Það er ekkert sem pirrar mig meira en það að geta ekki einu sinni sýnt manni þá virðingu að tala við mann. Þá er ég ekki að biðja um neinar heart to heart samræður, né samræði, heldur bara að láta í sér heyra. Hreinskilni og allt það, Vera ekki að gera eitt og láta mann svo hanga úti til þerris. Mér finnst bara svo leitt þegar þeim er bara slétt sama. Kemur alltaf út einsog maður sé ekki einu sinni þess virði að tjá sig við. Alveg sama þótt ég skilji það alveg, er ég ekki sjálf þannig núna og hef gert það áður, það skiptir mig bara litlu máli og nenni því ekki að standa í að gera eitthvað. Það gerir eiginlega bara illt verra að skilja hversu virkilega litlu maður getur skipt einhvern. Já já væl væl og skæl og allt það, þannig er það alltaf....ekki sama jón og séra jón ha? Svo málar maður kanski líka skrattan á vegginn þegar manni henntar, hvað veit ég hvað einhverjum öðrum fanst í alvörunni. Ekki meira en hvað þeir vita hvað mér finnst. Við erum öll bjánar, og allir eru misskildir og misskilja. Vil samt segja for the record, að ég var aldrei að draga þennan strák neitt, hef séð hann einu sinni og ekkert gerðist nema að ég fékk tár í augun yfir tilfinningaleysi heimsins og það virðist hafa vakið allar verndartaugar í honum sem fanst það eflaust skylda sín að vera góður við mig og hringja í mig. Því hann hélt ég ætti svo bágt og væri svo lítil og saklaus skólastúlka sem þyrfti á sterkari aðila að halda til að passa mig. Little did he know....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com