Hosted by Putfile.com





Þetta er sjálfsmynd sem ég gerði þegar ég var að læra ætingu í grafí. Fór í lýðháskóla í danmörku árið 2000 og lærði grafík og ljósmyndun og fleira. Fanst það alveg brilliant gaman. Reyndar er ég lúmsk, þar sem það er nokkuð snúið að teikna á plöturnar- allt verður að vera öfugt ´því það speglast þegar maður prentar það. Ég teiknaði þessa mynd fyrst þegar við vorum að gera æfingar, þar sem alls ekki mátti horfa niður á blaðið og ekki lyfta blýantinum. Svo maður horfði til hliðar í spegil og ímyndaði sér að maður teiknaði eftir útlínum andlitsins. Þessi mynd kom út úr því. Svo nýtti ég mér tæknina til að skanna og prenta og taka í gegn öfugt í vax zinkplötu. Elskaði grafíkina, elska þegar maður er kominn í ham og er allur út í limi, málningu og prentsvertu. Þá fyrst finnst mér sköpunargáfan fara á fullt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com