Hosted by Putfile.com





Hvar er æsingurinn í líf mitt? Hvar eru ævintýrin og gleðin og lætin sem ég vill hafa. Hvar er einhver svona yfirgengileg hrifning, af hverju er engin að heilla mig upp úr skónum? Hvað er málið með það að allt sé svona venjulegt. Af hverju í ósköpunum er ég ekki bara ástfangin eða eitthvað? Þó ekki nema bara af einhverju verkefni, einhverju plani, já bara einhverju? Skil ekki af hverju ég er ekki uppnumin af til dæmis öllum þeim hugmyndum sem sveima um í hausnum á mér. Hvers vegna skrifa ég þær ekki niður. Hmm sko meira en ég bulla hér. Hvar eru öll málverkin sem ég gæti hafa gert, ef ég hefði fyrir því að spara svo ég hefði efni á málingu og striga. Vildi næstum að ég væri bara of fátæk til að gera það, en nei ég eyði bara peningunum frekar í kaffi og eitthvað ónefnt sem ég veit ekki hvað er því þeir hverfa bara. Fru stella hvor er livet!!! Ég er samt mest af öllu skelfingu lostin yfir því að vakna eftir fimmtán ár og segja, að þetta- sem sagt í dag- hafi verið besti tími lífs míns. En ég vissi það ekki því ég var svo upptekin af að hafa áhyggjur af sjálfri mér, fólki í kring um mig. Peningum, eða skorti á þeim, framtaksleysi og strákaleysi og tímaskort og áhugaskort og hvaðeina. Vildi óska að ég gæti bara slökkt á heilanum á mér stundum, og bara verið til. En málið er að þegar ég geri það, þá kem ég mér iðulega í vandræði sem ég þarf þá að sjá eftir eða borga fyrir- samanber atli minn sem sendir mér hótunarbréf hver mánaðarmót. Stílað frá europay ísland. Að vísu er ég svo heppin að þeir vilja hafa okkur í vítahringnum eins lengi og hægt er svo þeir eru alltaf til í að semja við mann, ég er með svona fimm greiðsludreifingar því ég hef ekki haft efni á einum einasta reikning í marga mánuði. Það er ekki svona auðvelt með fólk, þú setur ekki tilfinningar á hold, hey má ég redda þessu næstu mánaðamót? Að vísu er það líkt með þessu tvennu að maður eyðir því á eitthvað sem skipti kanski engu máli. En ég held maður eigi ekki að sjá eftir því, peningar eru nú einu sinni gerðir til þess að eyða þeim. Og til hvers eru tilfinningar er maður notar þær ekkert...? Að minnsta kosti svo lengi sem maður sé ekki að skaða sjálfan sig eða aðra. Já obbossí. Þar er maður kominn í hring. Stundum mætti nú halda að fólk sé haldið sjálfspíningarhvöt miðað við hvað það leggur á sjálft sig og aðra. Hugsanlega er engin leið til að komast í gegnum þetta líf án þess að finna fyrir því, og það væri nú líka algjörlega tilgangslaust. Auðvitað vill maður finna fyrir því sem er gott og sleppa hinu. Það væri víst ekki gagn í því til lengdar, held maður njóti þess betur að vera glaður og ánægður þegar maður hefur viðmiðun.... Getur lítið annað gert en að læra af öllu sem kemur fyrir mann, nýta það til að þekkja sjálfan sig betur. Og skilja annað fólk betur, þá hlítur eitthvað að hafa unnist....Það er góð tilfinning að finna fyrir hlutum, finna að maður sé á lífi og finnist eitthvað um heiminn. Af hverju er ég ekki meiri ævintýramanneskja? Það var til dæmis alveg einstaklega spennandi strákur að borða í vinnunni minni á laugardaginn, veit ekki alveg hvað mér fannst spennandi, hann var einn og hálf einmanna greinilega útlenskur miðað við hlýju úlpuna og kortið og svo var hann með stór eyrnatól augljóslega að hlusta á tónlist. Veit ekki af hverju mér fanst það áhugavert, mig langaði bara til að vita hvað hann væri að hlusta á og hvað hann væri að gera hérna. Ekki meira um það, jú reyndar veit ég að hann var danskur því ég sá það á kortinu hans þegar hann borgaði. Lúmsk ég veit. Ef þetta hefði verið bíómynd þá hefði ég bara gefið honum símanúmerið mitt upp úr þurru og sagt einhverja smellna línu. Óvæntir hlutir gerast víst ekki nema maður geri þá sjálfur- óvænt he he Mér finnst nefnlega tilviljanir alveg einstaklega merkilegt fyrirbæri, og fólk kemst örugglega langt á því að nota það. Sennilega eina ástæðan að ég samþykkti að hitta franska strákinn, því mér fanst það svo einkennileg tilviljun að ég skyldi alltaf vera að sjá hann. Eru tilviljanir alltaf óvæntar, eða trúir einhver því að það sé eitthvað sem hafi átt að gerast? Trúir einhver á hluti einsog forlög og að allt eigi sér ástæðu? Ég velit því svo mikið fyrir mér til dæmis í danmörku þegar ég var að kynnast fólki þar sem skipti mig svo miklu máli, þótt ég hafi bara þekkt það í hálft ár og svo varla talað við það síðan. Það er svo löng runa af undarlegum atburðum sem leiddu til þess að ég fór þangað, þvílík keðjuverkun af hlutum sem varð svo til þess að ég fór út. Er hægt að trúa að það hafi allt haft sínar ástæður, og ég hafi "átt" að vera þarna. Á sama hátt velti ég því stundum fyrir mér hvort það sé tilviljun að maður lendi saman með þessum en ekki hinum. Hvort sem það eru vinir eða eitthvað meira, ég er ekki að segja að líf mitt sé skipulagt og guði, að guðleg forsjón hafi séð fyrir því að ég hafi hitt þennan og hinn. He he he jedúdda nei. Ég er frekar að reyna að sjá fyrir mér hvort allt mitt líf sé bara einhverjum tilviljunum háð, eða hvort ég hef verið að gera hlutina af einhverri ástæðu. Af hverju er maður yfir höfuð hrifin af þessum en ekki hinum, mér finnst ég að minnsta ekki geta ráðið því. Hvað veldur því eiginlega? Ferimón sem fólk gefur frá sér, einfaldlega efnafræðilegt ferli sem segir að þú viljir þennan grip. Skrítið mál allt saman. Enda er ég lifandi sönnun þess að ég skil ekki alveg samskipti kynjanna, þar sem ég er á lausu. Og vil vera það, ég er hvort eð er að fara út í ár, og finnst ég ekki hafa neinn tíma né pláss fyrir annað fólk inn í lífið mitt. Á alveg nóg með að finna út úr sjálfri mér og þeim næst mér- til að fara að bæta öðrum inn í það sem ég þyrfti að finna út úr líka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com