Hosted by Putfile.com





Kennslu er lokið við Heimspekideild Háskóla Íslands. Nú er komið að páska/upplestrarfríi þar sem nemendum gefst kostur á að undirbúa sig betur, klára ritgerðir og fleira í þeim dúr. Mamma spurði um daginn hvort snaran væri ekki farin að þrengja að mér í sambandi við skólann, það held ég sé mjög vægt til orða tekið. Ég held að ég dingli í snörunni, en ég næ ennþá aðeins niður með tærnar sem gefur mér örlitla von að mér verði þyrmt. Ef ég fæ góðar einkunnir þá er nokkuð ljóst að ég á það ekki skilið. Og þrátt fyrir svartsýnina þá trúi ég því ekkert innst inni að ég falli með skell. Trúi bara ekki á að mér takist ekki að redda þessu. Hef mikið verið að velta fyrir mér hvort ég sé algerlega metnaðarlaus eða hvort ég er með fullkomnunaráráttu dauðans. Það er nefnilega líkari afleiðingar en maður hefði kanski ímyndað sér. Mér finnst til dæmis mjög leiðinlegt að spila með fólki sem er í keppnisanda. Ekkert verra en fólk sem hlakkar í og skrifar niður stig. En ég geri mér alveg grein fyrir að metnaðarleysi mitt er ekki vinsælt í spilum og læt bara sem ekkert sé. Spila bara með, en er mjög léleg í spilum og reyndar alveg fáránlega óheppin- fæ yfirleitt alltaf léleg spil. Það er sem sagt sannað mál að kenningin um að maður sé annað hvort heppin í ástum eða spilum er argasta vitleysa. Ég er barasta óheppin og óhæf í báðum málum. Hvað um það, þetta er nú lítilvægt. En hvað með til dæmis flautuspilið mitt? Er ég hætt vegna þess að það er svo ópraktískt að læra á flautu? Blablalba hvenær varð ég parktísk.... Aldrei. Eða er ég hætt vegna þess að ég sé fram á að vera ekki framúrskarandi. Til hvers þá ef ég er bara meðal tónlistarmaður. Þá er fullkomnunaráráttan farin að drepa niður metnaðinn sem hún ætti að framleiða. Þegar ég ákveð fyrirfram að ég geti hvort eð er ekki verið virkilega góð, sé eiginlega bara frekar léleg og hæfileikalaus og komist aldrei í fremstu röð. Alveg eins gott að sleppa þessu bara til að spara sér vonbrigðin. Kræst mér finnst þetta ömurlegt. Auðvitað hugsa ég þetta ekki svona meðvitað, en það er kanski straumurinn undirniðri. Allir eiga sér lága punkta í sjálfsáliti og það er nú bara heilbrigt held ég, en sjálfsniðurrif er bara engri manneskju hollt. Það er samt til fyndnar sögur sem minna á þetta; einsog þegar ég datt á skíðum í 9.unda bekk í borgarlyftunni í bláfjöllum. Það er ógeðslega bratt upp með lyftunni og ég er fáránlega lofthrædd. Lyftan er náttla bara stöðvuð og beðið meðan ég myndi drulla mér úr röðinni. Mín var við það að míga á sig úr hræðslu og meðan reyndi sigrún vinkona að stappa í mig stálinu og segja mér að renna mér bara á hlið niður brekkuna. Ég tók það ekki í mál. Labbaði titrandi niður og beint inní skála. Og hef ekki farið á skíði síðan. Aldrei. Vá hvað ég held að það sé komin tími til að skella sér á skíði bráðum og hætta þessari paranoiu. Hvað með það að ég detti og meiði mig smá og sé mjög asnaleg og smá hrædd. Það er bara hollt. Nú hlakkar í sigrúnu sem ekki hefur þreytst á að reyna að fá mig á skíði öðru hverju. En ég er alveg sérlega þrjósk þegar ég er búin að ákveða eitthvað. Málið er þá hvort það sé af metnaðarleysi og eintómri leti að ég sé ekki að takast á við hluti, eða því ég er að kafna úr verk kvíðni og sé með fullkomnunaráráttu. Framkvæmdarleysið er allsráðandi. En nú er ég að tala um lærdóminn og ritgerðarsmíðar og annað sem því tilheyrir. Því ég er náttla að vinna allt of mikið, og tala nú ekki um þrífa hús hjá vinkonu hennar mömmu og stanslausar kaffihúsasetur með stelpunum. Það er ekki einsog ég siti heima með dregið fyrir og leiðist. Sólarhringurinn er bara allt allt of stuttur. Og ég hef aldrei lært hluti einsog að forgangsraða hlutunum. Og spara. Kann ekki þessi hugtök.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com