Hosted by Putfile.com





Lærdómshamur er tekin yfir hjá mér. Ég er lítið næturdýr því ég læri langmest á nóttunni, eitthvað svo þægilegt við að vera ein á fótum ef maður horfir út um gluggan er allstaðar slökkt og ég sé fyrir mér alla í húsunum sofandi. Finst ég soldið ein í heiminum. Gott að vera ein. Ritgerðin mín er orðin 15 blaðsíður, en úps hún á bara að vera 8-9 stk. Þetta er týpískt, ég ætla mér of mikið þetta hefði auðveldlega getað verið efni í BA ritgerð í einhverju. Listfræði eða eitthvað. Kaffi og súkkulaði er alveg að gera það fyrir mig þessa dagana. Stelpuskjáturnar Erla og Gebba eru farnar til London yfir helgina. Mikið ofsalega vildi ég að ég gæti gert það líka. Hlakka svo til að vera FRJÁLS. Stórundarlegt hvernig maður getur samt sokkið ofan í lærdóm, finst gaman að skrifa þetta og myndi samt ekki vilja sleppa því og fara á djammið núna. Annars var mamma að tilkynna mér að ég ætti að koma í bústaðinn með þeim í dag og fram á laugardag. Ætlaði ekki að taka það í mál, en þegar í ljós kom að það er komið rafmagn í hann, svo laptölvan og prentarinn koma með er ég sáttari. Reyndar hafði ég áhyggjur af því að komast ekki á netið. Obbobbobb í heiland sólarhring, en svo fanst mér það of sjúkt. Held það verði bara huggulegt að skrifa þar, fara í smá göngutúr ef veðrið er gott, láta færa mér nammi og grilla handa mér kjöt og gera svo gott kaffi handa mér. He he he efast reyndar um að þjónustan verði af þessu kalíberi. Samt eru þau svo yndisleg að fyrst þeim langar að hafa mig með og ég var efins, verða þau örugglega góð við mig. Hló reyndar mikið af því að mamma var að reyna að heilla mig, svo gætum við bara gengið á mosfell ef við værum í stuði...farið á tónleika í skálholti... pabbi hló sig máttlausan því hann sagði að svipurinn sem koma á mig undir umræðunni um fjallgöngur hefði verið sá sami og þegar ég fæddist. By the way er til heil myndröð af fýlulegasta barni jarðar. Ég var sko ekki par sátt við þennan heim og var með örvæntingarsvip og stóra skeifu þegar ég var umþb tveggja mínútna gömul. Greinilegt var að mér fanst bæði kalt og hráslagalegt hérna og vildi bara láta skila mér inn í hlýjuna. Ekki það að sennilega eru öll börn ósátt við að fæðast, en þeim fanst merkilegt að ég öskraði ekki heldur var bara með þessa stóru skeifu, og varirnar titruðu af skelfingu. Já ég leyni nebla á mér, átti náttla heiðursæti í villingaklúbbnum, sem síðar var nefnt hörkufélagið. Já, að vísu var heiðurfélaganum kastað úr félaginu að mér skilst fyrir að sýna því lítilsvirðingu. Svo undarlega vill til að mér var sama. Jæja,þrátt fyrir óumdeilanlega hörku mína, þá er ég með alveg furðulega lítil í mér. Það er skemmst að segja frá því að ég horfði á ET þegar ég var svona átta ára. Og ég grenjaði í viku. Veit enn ekki hvað það var sem skelfdi mig svona rosalega, á þetta ekki að vera hugljúf barnamynd um vináttu og eitthvað. Nei mér fanst hún skelfileg. Held að ég hafi verið svo fáránlega hrædd við geimverur sko, en mamma sagði mér að ET væri bara svona einsog sláttuvél í búning og þá fór ég að róast. Og ekki batnar það þegar ég fór í bíó á The sixth sense. Nota bene var ég þá átján ára.......já ég hef tekið tímabil í að vera hrikalega myrkfælin, og þessi mynd fór alveg með mig, því ég trúði svo svakalega á þetta og var þarna komin með ímynd af þessu. Jæja ég kreisti ella alveg í köku og lokaði meira segja augunum stundum. Þegar ég kom heim lá ég einsog spýta uppi í rúmi, og það sló út köldum svita á mér. Heyrði hljóð allstaðar, fór á klósettið og var handviss um að finna fyrir einhverju, hárin risu í hnakkanum... sem hann sagði í myndinni að væri sönnun á að eitthvað væri nærri þér. Já ég íhugaði að fara uppí til mömmu og pabba en fanst það alveg fáránlegt. Eftir nokkra tíma þjáningar skreið ég uppí til litlu systur sem var tólf ára. Þið getið ímyndað ykkur grínið sem var gert af mér daginn eftir. Þó mér findist full ástæða til þess um nóttina, þá er svo hjákátlegt að útskýra daginn eftir í sólinni. Uhu sko ég var svo hrædd við uhu hmmm draugana...huhumm. Jah það er ljóst að harkan mín liggur ekki á sviði yfirnáttúrulegra hluta....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com