Hosted by Putfile.com





Note to self: Hætta að gefa númerið mitt á djamminu. Hætta að vera svona vitlaus og finnast það þjóðráð að fá einhvern ítala til að æfa mig fyrir munnlega prófið mitt og láta hann lofa mér að hringja í mig. Hætta að halda að ég sé að eignast "vini". Fór á viktor í gær, því stelpurnar vildu það endilega. Af einhverjum ástæðum notuðu þær trixið að segja að þar væri manni alltaf boðið í glas. Það virkaði á mig. Þegar ekkert bólaði á neinu slíku ákvað mín bara að gera könnun hvort þetta stæðist. Það gerði það, svo fór ég bara aftur að dansa. Skammast mín mjög fyrir lágkúruheitin að finnast það bara fyndið, veit ekki hvað hann hét mundi örugglega ekki þekkja hann á götu. Hvað er málið með það? Sakaði einsog eitt stykki portúgala um að vera sá starfsmaður viktor sem dró mig inn á bás á klósetti áramótin í fyrra og hundskammaði hann. Auður sagði nebla að það væri hann, en við nánari umhugsun vorum við sammála um að það var alls ekkert hann. Æ Æ Hann fyrirgaf mér nú samt móðgunina, held ég hafi heillað hann smá með tárum síðar um kvöldið. Greinilegt að það virkar vel að vera lítil og viðkvæmt blóm sem þarf á verndun að halda, verst að það var bjórinn sem kreisti út þessa viðkvæmni. Hann að minnsta kosti hafði miklar áhyggjur af mér og passaði upp á að ég færi í leigubíl og hringdi í mig áðan til að vita hvernig ég hefði það. Það var samt ekki baun með ráðum gert að vekja upp þessa vorkunn. Þoli ekki að láta vorkenna mér, það fer alveg í taugarnar á mér að þykjast eitthvað vera að passa mig. En ég þarf nú ekki að hafa áhyggjur af góðmennsku hans, nokkuð ljóst að hann er smá beigla. Sms sem hann var að senda mér staðfestir það. Þyrla sem kemur í ljós og undir henni er textinn Do I have permission to make an emergency landing in ur bedroom 2nite. Ja, það er að minnsta kosti ekki verið að skafa utan af því. Er ekki hreinskilni kostur ha? Jæja, ég var nú bara einsog bjáni í símann og hélt ræðu um ritgerðina mína. Uhum brjálað að gera hjá mér... Hann taldi að ég væri hvort eð er ekki í neinu ástandi til að læra. Hvað er málið með það að mér finnst alltaf einsog hlutirnir séu öfugsnúnir hjá mér. Ef mig langar rosalega að heyra í einhverjum, alveg á nálum því mér langar svo að hitta hann þá er öruggt að þeir hringja ekki. En allri steypu fylgja símtöl. Skyndilega rennur upp fyrir mér að kanski er ég aðalvandamálið. Kanski langar mig bara í ranga hluti. Eða ranga menn. Hvernig í ósköpunum er hægt að segja að mann langi í ranga menn? Ég hlýt þá bara að vera á röngunni eða eitthvað. Aðalmálin núna er samt að mig langar í engann. Jú rosalega væri ég til í að hitta hann Kandinsky og heyra hann tala um hugmyndir sínar um listina. Og láta hann hjálpa mér með ritgerðina. Ég væri líka meira en lítið til í að fá Schopenhauer í heimsókn því hann hafði alveg massívar skoðanir á tónlist. Af myndum að dæma er hann líka alveg fádæma sniðugur. Hann hefur örugglega verið mjög skapvondur og svartsýnn karl en samt með hlýtt hjarta. Átti örugglega staf sem hann myndi dangla í mann ef maður væri ósammála í hástemmdum orðaskiptum. Lærdómur dagsins er að franskar og kók er gott þegar maður er þunnur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home








Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com


Hosted by Putfile.com