Ég elska bækur einsog hans sem fjalla um undarleika mannlegrar tilveru, þar sem hann blandar inn í umræðuna heimspekilegum vangaveltum um þetta allt saman. Útskýrir oft bakgrunn fólksins til að gera manni ljóst hvers vegna það misskilur allt sem hinn segir og gerir. Hvers vegna það er hreinlega dæmt til að ná aldrei saman, algjörlega ótengt persónuleika hvors annars eða aðstæðum. Hvernig reynslan situr í vef minninganna og litar allt sem kemur fyrir mann eftir það. Það er engan að áfellast, svona er þetta bara. Hann efast um þessar andstæður um léttleika og þyngd veruleikans. Hvort er eftirsóknarverðara? léttleikinn sem fylgir því að afneita ábyrgð og skyldum og venjum til að öðlast fullkomið frelsi getur haft í för með sér jafn óyfirstíganlegan einmannaleika og það að taka á sig allan þunga tilverunnar.
Only a literary work that reveals an unknown fragment of human existence has a reason for being. To be a writer does not mean to preach a truth; it means to discover a truth.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home